Réttlæti og friður ekki í augsýn 29. nóvember 2008 06:00 Umræðan Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um Palestínu @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Fyrir réttu ári efndi Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Anapolis og kallaði þangað leiðtoga Ísraels- og Palestínumanna. Teknar voru ljósmyndir og sjónvarpsmyndir. Svo fór Bush. Bandaríkjaforseti hafði sett Ohlmert og Abbas það fyrir að semja frið fyrir lok þessa árs eða áður en hann léti af embætti. Þessar viðræður hafa verið algerlega einhliða og til einskis og það hvarflar ekki lengur að neinum að markmiðum réttlætis og friðar verði náð á valdatíma Bush Bandaríkjaforseta. Stefnan hefur verið í þveröfuga átt. Palestínumenn hafa sem fyrr sýnt vilja til friðar, en Ísraelsmenn hafa haldið áfram útþenslustefnu sinni á Vesturbakkanum. Árásum á íbúana hefur fjölgað bæði á Gaza og Vesturbakkanum, landtökubyggðir hafa stækkað og íbúum þeirra fjölgað. Apartheid-múrinn heldur áfram að stækka og er nú orðinn nærri 409 kílómetra langur, en áætlað er að hann verði 723 km, tvisvar sinnum lengri en landamærin (Græna línan). Einangrun Gaza hefur verið haldið áfram með skelfilegum afleiðingum fyrir líf og heilsu íbúanna þar. Það er því líkast sem skipulegri útrýmingarstefnu sé framfylgt. Ár hvert hvetja Sameinuðu þjóðirnar frjáls félagasamtök og ríkisstjórnir til að efna til samstöðufunda og aðgerða til stuðnings réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar. Sá dagur sem valinn hefur verið til þess er 29. nóvember, en þann dag árið 1947 samþykkti Allsherjarþingið tillögu um skiptingu Palestínu sem lögð var fram af sendiherra Íslands. Þann 29. nóvember ár hvert hefur Félagið Ísland-Palestína minnst þessa dags allt frá stofnun þess árið 1987. Í dag boðar félagið til samstöðufundar í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, og eru ræðumenn Viðar Þorsteinsson heimspekingur og Aron B. Kristinsson sem nýverið var sjálfboðaliði á Vesturbakkanum í þrjá mánuði. Pallborðsumræður verða með þátttöku Þórðar Ægis Óskarssonar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og sönghópur úr Graduale Nobili flytur nokkur íslensk lög. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 17. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Umræðan Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um Palestínu @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Fyrir réttu ári efndi Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Anapolis og kallaði þangað leiðtoga Ísraels- og Palestínumanna. Teknar voru ljósmyndir og sjónvarpsmyndir. Svo fór Bush. Bandaríkjaforseti hafði sett Ohlmert og Abbas það fyrir að semja frið fyrir lok þessa árs eða áður en hann léti af embætti. Þessar viðræður hafa verið algerlega einhliða og til einskis og það hvarflar ekki lengur að neinum að markmiðum réttlætis og friðar verði náð á valdatíma Bush Bandaríkjaforseta. Stefnan hefur verið í þveröfuga átt. Palestínumenn hafa sem fyrr sýnt vilja til friðar, en Ísraelsmenn hafa haldið áfram útþenslustefnu sinni á Vesturbakkanum. Árásum á íbúana hefur fjölgað bæði á Gaza og Vesturbakkanum, landtökubyggðir hafa stækkað og íbúum þeirra fjölgað. Apartheid-múrinn heldur áfram að stækka og er nú orðinn nærri 409 kílómetra langur, en áætlað er að hann verði 723 km, tvisvar sinnum lengri en landamærin (Græna línan). Einangrun Gaza hefur verið haldið áfram með skelfilegum afleiðingum fyrir líf og heilsu íbúanna þar. Það er því líkast sem skipulegri útrýmingarstefnu sé framfylgt. Ár hvert hvetja Sameinuðu þjóðirnar frjáls félagasamtök og ríkisstjórnir til að efna til samstöðufunda og aðgerða til stuðnings réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar. Sá dagur sem valinn hefur verið til þess er 29. nóvember, en þann dag árið 1947 samþykkti Allsherjarþingið tillögu um skiptingu Palestínu sem lögð var fram af sendiherra Íslands. Þann 29. nóvember ár hvert hefur Félagið Ísland-Palestína minnst þessa dags allt frá stofnun þess árið 1987. Í dag boðar félagið til samstöðufundar í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, og eru ræðumenn Viðar Þorsteinsson heimspekingur og Aron B. Kristinsson sem nýverið var sjálfboðaliði á Vesturbakkanum í þrjá mánuði. Pallborðsumræður verða með þátttöku Þórðar Ægis Óskarssonar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og sönghópur úr Graduale Nobili flytur nokkur íslensk lög. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 17. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar