Mikill skellur á Wall Street 22. september 2008 20:24 Mynd/AP Helstu hlutabréfavísitölur féllu verulega á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Skellurinn skýrist af hagnaðartöku fjárfesta eftir mikla hækkun vestanhafs á föstudag auk þess sem þeir festu fjármuni sína í tryggu skjóli, svo sem í gulli, olíu og annarri hrávöru. Björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem kynntar voru á föstudag og fela í sér að ríkið setji á laggirnar sjóð, einskonar ruslakistu fyrir undirmálslán og aðra fjármálagjörninga sem eru næsta verðlausir í dag eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði, þykir einkar kostnaðarsamur. Kostnaður ríkisins mun hlaupa á um 700 milljörðum bandaríkjadala, sem að nær öllu leyti verður tekinn úr vasa skattgreiðenda. Fjárfestum þykir verðmiðinn hár og líklegur til að fella gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum. Kaup á varanlegum og allt að því gamaldags fjárfestingakostum þykir því öruggt skjól frá hremmingum á fjármálamörkuðum. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við, að margir þeirra eftist um að björgunaraðgerðirnar nái að forða landinu frá yfirvofandi samdrætti. Neytendafyrirtæki á borð við Apple en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu féll um sjö prósent í dag. Þróun hlutabréfaverðs hjá fyrirtækinu dró fleiri neytendafyrirtæki með sér í fallinu. Þróunin skilaði sér í mikilli hækkun á gulli og hráolíu, sem skaust upp um 25 dali á tunnu. Stökk sem þetta hefur aldrei fyrr sést í sögubókum fjármálamarkaða. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,17 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur féllu verulega á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Skellurinn skýrist af hagnaðartöku fjárfesta eftir mikla hækkun vestanhafs á föstudag auk þess sem þeir festu fjármuni sína í tryggu skjóli, svo sem í gulli, olíu og annarri hrávöru. Björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem kynntar voru á föstudag og fela í sér að ríkið setji á laggirnar sjóð, einskonar ruslakistu fyrir undirmálslán og aðra fjármálagjörninga sem eru næsta verðlausir í dag eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði, þykir einkar kostnaðarsamur. Kostnaður ríkisins mun hlaupa á um 700 milljörðum bandaríkjadala, sem að nær öllu leyti verður tekinn úr vasa skattgreiðenda. Fjárfestum þykir verðmiðinn hár og líklegur til að fella gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum. Kaup á varanlegum og allt að því gamaldags fjárfestingakostum þykir því öruggt skjól frá hremmingum á fjármálamörkuðum. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við, að margir þeirra eftist um að björgunaraðgerðirnar nái að forða landinu frá yfirvofandi samdrætti. Neytendafyrirtæki á borð við Apple en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu féll um sjö prósent í dag. Þróun hlutabréfaverðs hjá fyrirtækinu dró fleiri neytendafyrirtæki með sér í fallinu. Þróunin skilaði sér í mikilli hækkun á gulli og hráolíu, sem skaust upp um 25 dali á tunnu. Stökk sem þetta hefur aldrei fyrr sést í sögubókum fjármálamarkaða. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,17 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent