Óvæntur halli á japönskum vöruskiptum 25. september 2008 11:01 Kona kaupir sér hins geysivinsælu Wii-leikjatölvu. Mjög hefur dregið úr útflutningi frá Japan á árinu. Mynd/AFP Halli var á vöruskiptum upp á 324 milljarða jena, jafnvirði 286 milljarða króna, í Japan í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Niðurstöðurnar komu mjög á óvart en þykja vísbendingar um að harðna muni í ári í landi hinnar rísandi sólar á næstu misserum. Til samanburðar voru vöruskipti jákvæð um 743,6 milljarða jena á sama tíma í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem halli mælist á vöruskiptum í Japan síðan í nóvember árið 1982, að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) sem þó tekur fram janúarmánuður sé undanskilinn þar sem vöruskipti séu vart marktæk eftir áramótin. Útflutningur jókst um 0,3 prósent í mánuðinum á móti 17,3 prósenta aukningu í verðmæti innflutnings. Mestu munar um samdrátt í útflutningi á bílum til Bandaríkjanna en útflutningur yfir hafið dróst saman um 21 prósent. Samfara því hefur kostnaður við kaup á olíu og verð á innfluttum varningi hækkað mikið á alþjóðlegum mörkuðum upp á síðkastið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Halli var á vöruskiptum upp á 324 milljarða jena, jafnvirði 286 milljarða króna, í Japan í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Niðurstöðurnar komu mjög á óvart en þykja vísbendingar um að harðna muni í ári í landi hinnar rísandi sólar á næstu misserum. Til samanburðar voru vöruskipti jákvæð um 743,6 milljarða jena á sama tíma í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem halli mælist á vöruskiptum í Japan síðan í nóvember árið 1982, að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) sem þó tekur fram janúarmánuður sé undanskilinn þar sem vöruskipti séu vart marktæk eftir áramótin. Útflutningur jókst um 0,3 prósent í mánuðinum á móti 17,3 prósenta aukningu í verðmæti innflutnings. Mestu munar um samdrátt í útflutningi á bílum til Bandaríkjanna en útflutningur yfir hafið dróst saman um 21 prósent. Samfara því hefur kostnaður við kaup á olíu og verð á innfluttum varningi hækkað mikið á alþjóðlegum mörkuðum upp á síðkastið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira