Er bannað að benda? Ingimar Karl Helgason skrifar 17. desember 2008 00:01 Miklu máli skiptir að geta verið í friði með sitt. Maður vill gjarnan geta rætt við lækninn sinn í trúnaði, sálfræðinginn eða lögfræðinginn. Nú og auðvitað bankann sinn. Trúnaður milli banka og viðskiptavinar er af mörgum talinn vera einn grundvöllur bankastarfsemi; bankaleyndinni á að fylgja traust milli bankans og viðskiptamannsins. Nú er traustinu ógnað segja menn um hrunið bankakerfið. Fréttastofur vilja komast í gögn gömlu bankanna og birta almenningi hvað átti sér stað þar innan veggja í góðærinu, í aðdraganda hrunsins og nú í sjálfu hruninu. Hverjir fengu lán og gegn hvernig veðum? Á hvaða kjörum? Í hvaða tilgangi? Hvað varð svo um allt saman? Af hverju missi ég vinnuna mína og af hverju hækka skattarnir mínir og lánin mín? Hvar eru skýringarnar ef ekki þar? Í Markaðnum var nýverið farið yfir nokkur dæmi um að bankaleynd hafi verið aflétt. Til stendur að rannsóknarnefnd sem skipuð er samkvæmt lögum, fari framhjá henni. Hæstiréttur hefur dæmt að skatturinn geti fengið upplýsingar sem alla jafna bankaleynd hvílir yfir. Ríkisskattstjóri benti á það við réttarhöld að þetta traust, bankaleynd, megi ekki verða til þess að menn komist upp með að svíkja samborgara sína; stinga undan skatti. Bankaleyndin geti ekki verið skálkaskjól. Sama sagði viðskiptaráðherra. Í lögum um fjármálafyrirtæki er að finna skilgreiningu á bankaleynd, sem birt var í úttekt Markaðarins á dögunum. Þar var rætt um þagnarskyldu um hvaðeina sem starfsmaður fjármálafyrirtækis verður áskynja í starfi sínu. Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga, er bankaleyndin ekki skilgreind sérstaklega, eða flutt fyrir henni rök. Hún þykir svo sjálfsögð að rætt er um „almenn" ákvæði um bankaleynd. Bankaleyndin virðist vera einhvers konar óskoruð grunnregla. Forsenda sem ekki þurfi að rökstyðja. Þrátt fyrir þetta virðist hún víkja, þegar almannahagsmunir krefjast. Hagsmunir eins viðskiptavinar geta raunar verið hagsmunir þeirra allra, en sumir viðskiptavinir eru líka eigendur. Þá eru almannahagsmunir ekki alltaf taldir liggja í þagnarsambandi bankans við viðskiptamann sinn. Ríki á meginlandi Evrópu berjast gegn skattaparadísum og krefjast upplýsinga. Þýsk yfirvöld borguðu stórfé fyrir skrá um viðskiptavini banka í Liechtenstein. Sama gerðu önnur ríki. Yfirvöld hér sóttust eftir upplýsingum úr skránni, til að fullvissa sig um hvort Íslendingur hefði átt reikning í bankanum. En svo er annar flötur. Bankaleyndin virðist nefnilega hætta að eiga við um leið og einhver lendir í vanskilum. Þá er í lagi, ekki einungis að birta fjárhagsupplýsingar einstaklinga, heldur að selja þær. Og það með opinberu leyfi. Það er svo merkilegt að um leið og einhver lendir í vanskilum, þá hættir bankaleyndin að vera grundvallarmál og verður í staðinn praktískt úrlausnarefni þess sem þarf að innheimta. Svo hugsar maður til saksóknara og afnáms bankaleyndar. Er það lögbrot að lenda í vanskilum? Stjórnvaldið sem veitir söluleyfið segist raunar ekki líta á fjárhagsupplýsingar sem viðkvæmar persónuupplýsingar og þannig eru lögin. Hversu viðkvæmt var góðærið, aðdragandinn að hruninu og loks sjálft hrunið? Einhver gæti orðað það svo að það sé í lagi að sparka í þann sem liggur, í vanskilum kannske, en bannað að líta í áttina að öðrum? Enn síður benda… Markaðir Viðskipti Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Miklu máli skiptir að geta verið í friði með sitt. Maður vill gjarnan geta rætt við lækninn sinn í trúnaði, sálfræðinginn eða lögfræðinginn. Nú og auðvitað bankann sinn. Trúnaður milli banka og viðskiptavinar er af mörgum talinn vera einn grundvöllur bankastarfsemi; bankaleyndinni á að fylgja traust milli bankans og viðskiptamannsins. Nú er traustinu ógnað segja menn um hrunið bankakerfið. Fréttastofur vilja komast í gögn gömlu bankanna og birta almenningi hvað átti sér stað þar innan veggja í góðærinu, í aðdraganda hrunsins og nú í sjálfu hruninu. Hverjir fengu lán og gegn hvernig veðum? Á hvaða kjörum? Í hvaða tilgangi? Hvað varð svo um allt saman? Af hverju missi ég vinnuna mína og af hverju hækka skattarnir mínir og lánin mín? Hvar eru skýringarnar ef ekki þar? Í Markaðnum var nýverið farið yfir nokkur dæmi um að bankaleynd hafi verið aflétt. Til stendur að rannsóknarnefnd sem skipuð er samkvæmt lögum, fari framhjá henni. Hæstiréttur hefur dæmt að skatturinn geti fengið upplýsingar sem alla jafna bankaleynd hvílir yfir. Ríkisskattstjóri benti á það við réttarhöld að þetta traust, bankaleynd, megi ekki verða til þess að menn komist upp með að svíkja samborgara sína; stinga undan skatti. Bankaleyndin geti ekki verið skálkaskjól. Sama sagði viðskiptaráðherra. Í lögum um fjármálafyrirtæki er að finna skilgreiningu á bankaleynd, sem birt var í úttekt Markaðarins á dögunum. Þar var rætt um þagnarskyldu um hvaðeina sem starfsmaður fjármálafyrirtækis verður áskynja í starfi sínu. Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga, er bankaleyndin ekki skilgreind sérstaklega, eða flutt fyrir henni rök. Hún þykir svo sjálfsögð að rætt er um „almenn" ákvæði um bankaleynd. Bankaleyndin virðist vera einhvers konar óskoruð grunnregla. Forsenda sem ekki þurfi að rökstyðja. Þrátt fyrir þetta virðist hún víkja, þegar almannahagsmunir krefjast. Hagsmunir eins viðskiptavinar geta raunar verið hagsmunir þeirra allra, en sumir viðskiptavinir eru líka eigendur. Þá eru almannahagsmunir ekki alltaf taldir liggja í þagnarsambandi bankans við viðskiptamann sinn. Ríki á meginlandi Evrópu berjast gegn skattaparadísum og krefjast upplýsinga. Þýsk yfirvöld borguðu stórfé fyrir skrá um viðskiptavini banka í Liechtenstein. Sama gerðu önnur ríki. Yfirvöld hér sóttust eftir upplýsingum úr skránni, til að fullvissa sig um hvort Íslendingur hefði átt reikning í bankanum. En svo er annar flötur. Bankaleyndin virðist nefnilega hætta að eiga við um leið og einhver lendir í vanskilum. Þá er í lagi, ekki einungis að birta fjárhagsupplýsingar einstaklinga, heldur að selja þær. Og það með opinberu leyfi. Það er svo merkilegt að um leið og einhver lendir í vanskilum, þá hættir bankaleyndin að vera grundvallarmál og verður í staðinn praktískt úrlausnarefni þess sem þarf að innheimta. Svo hugsar maður til saksóknara og afnáms bankaleyndar. Er það lögbrot að lenda í vanskilum? Stjórnvaldið sem veitir söluleyfið segist raunar ekki líta á fjárhagsupplýsingar sem viðkvæmar persónuupplýsingar og þannig eru lögin. Hversu viðkvæmt var góðærið, aðdragandinn að hruninu og loks sjálft hrunið? Einhver gæti orðað það svo að það sé í lagi að sparka í þann sem liggur, í vanskilum kannske, en bannað að líta í áttina að öðrum? Enn síður benda…
Markaðir Viðskipti Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent