Heimsókn í Þúsaldarþorp Stefán Jón Hafstein skrifar 27. júní 2008 00:01 Það fyrsta sem mætti augum okkar var banki á hjólum. Pallbíll með lítilli skrifstofu aftaná, við lúgu stóð fólk í röð og beið eftir gjaldkera, við bílstjórasætið var smáborð og ritari með tölvu. Allt knúið rafmótor sem malaði skammt undan. Þetta bankaútibú fer um fjarlæg sveitaþorp á sínum 4 x 4 og tryggir smábændum og athafnakonum aðgang að lánum og innistæðum. Til þessa hefur fólkið enga reynslu af bankaviðskiptum. Við hús í þorpinu voru tvær korngeymslur til einkanota. Önnur er nýmæli úr tágum og viðjum og lyft frá jöðru til að þurrka maísstönglana. Eftir vinnslu er kornið sett í steypta hvelfingu á stærð við geymsluherbergi, þar rúmast 150 sekkir af mjöli. Hér eins og svo víða í Afríku rýrnar uppskera um 30-40 % vegna skemmda og skordýra sem éta frá fólkinu. Í næsta húsi var regnvatni safnað í þakrennur sem veittu vatninu beint í steyptan tank til að eiga yfir þurrkatímann og vökva akurinn. Og svona hélt þetta áfram. Alls konar dæmi um framsæknar hugmyndir sem innleiddar eru í þessu Þúsaldarþorpi, sem kennt er við þróunarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Á einum stað fiskitjörn bænda, á öðrum stað geitakofi fyrir bónda sem fékk þær gefnar til að hefja rækt; sami maður hafði notað gróða af aukinni uppskeru til að fjárfesta í smávöruverslun. Þessi aukna uppskera fékkst eftir að bændum var gefinn áburður gegn því að leggja fram korn á móti í skólamáltíðir. Stór kornhlaða var í byggingu til að hægt væri að safna saman uppskeru smábænda og selja kaupmönnum í heildsölu, hver og einn þarf því ekki að fara langar leiðir á markað. Konur skiptast á að elda skólamáltíðir sem hafa fjölgað nemendum úr 400 í 500. Já, og meira að segja er komin heilsugæsla á svæðið. Allt í fullum gangi. Draumur og veruleikiÞúsaldarþorpin eru hluti af þróunarátaki sem magir kenna við bandaríska hagfræðinginn Jeffrey Sachs, og hann myndi svo sannarlega ekki mótmæla því. Valin voru á annan tug þorpa í Malaví, Kenía, Eþíópíu og víðar og gerð að sýnishornum af því hvernig á að skjóta fátæku fólki fram á við með heildstæðu átaki. Grunnurinn er áburður og fræ til að stórauka uppskeru. Samtímis á að efla skóla, heilsugæslu og innviði. Sachs telur að fjárfesting sem nemur 110 dollurum á mann í hverju þorpi í fimm ár dugi til að koma málum í viðunandi horf til að leysa fólk úr fátæktargildru. Út frá hverju Þúsaldarþorpi á svo að þróa kjarna fleiri þorpa, og svo enn fleiri, þar til öll sveitaþorp Afríku eru orðin Þúsaldarþorp. Aðferðin á að breiðast út eins og eldur í sinu. Veruleikinn er sá að það tekur mun meiri tíma og peninga að koma þessu í kring en Sachs reiknar með. Spurning um sjálfbærniAllir sem koma nálægt þróunarverkefnum spyrja um sjálfbærni. Hvað tekur við þegar fjárframlög hætta? Í þorpinu sem við skoðuðum er þessari spurningu svarað í bili með því að lengja fjárfestingatímabilið. Í þeim þorpum sem aðrir hafa fjallað um eru sömu ágallar. Tekjuaukinn sem á að skapast við innspýtingu af áburði, fræjum og sölukerfi stendur eftir því sem næst verður komist ekki undir allri fjárfestingunni. Í nokkur ár er ,,gullöld" en hvað tekur svo við? Steypta korngeymslan sem við sáum hjá einum bændanna kostar að jafnvirði 20 þúsunda íslenskra króna, sem er langt handan við kaupgetu almennra bænda. Samt væri fróðlegt að reikna það dæmi til enda hvort svona geymslur gætu ekki staðið undir sér með því að minnka fáránlega rýrnum. Vatnstankurinn er miklu dýrari og enginn hefur efni á slíkum búnaði sjálfur. Bankastarfsemin er með niðugreiddum vöxtum frá verkefnisstjórn. Kornhlaðan er fyrir samvinnufélag sem enn hefur ekki verið stofnað og bændur hafa enga þekkingu á. Heilsugæslustarfsmennirnir eru á launum frá verkefninu, fólkið í sveitinni á ekki peninga til að borga komugjöld eða greiða lyf. Stendur þá verkefnið einhvern tíman undir sér? Verður hægt að sleppa af því hendinni? Grundvallarhugmyndin er að svo sé. Að aukin uppskera, markaðssetning og aðgangur að fjármálaþjónustu auk nýrra framleiðslugreina skili svo mikilli auðsköpun að samfélagið hafi sjálft efni á skólamáltíðum, heilsugæslu og öðrum lífsgæðum sem eru undirstaða velmegunar. Hugmyndin að Þúsaldarþorpum hefur margt við sig: Hún tekur á mörgum þáttum í einu en vasast ekki í sundurleitum smáverkefnum. En gagnrýnendur virðast hafa margt til síns máls þegar þeir efast um að enn ein töfralausnin og stórátakið í þróunarmálum gangi upp á mettíma. Á www.stefnajon.is má sjá myndir og ítarlegri umfjöllun um þessa heimsókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það fyrsta sem mætti augum okkar var banki á hjólum. Pallbíll með lítilli skrifstofu aftaná, við lúgu stóð fólk í röð og beið eftir gjaldkera, við bílstjórasætið var smáborð og ritari með tölvu. Allt knúið rafmótor sem malaði skammt undan. Þetta bankaútibú fer um fjarlæg sveitaþorp á sínum 4 x 4 og tryggir smábændum og athafnakonum aðgang að lánum og innistæðum. Til þessa hefur fólkið enga reynslu af bankaviðskiptum. Við hús í þorpinu voru tvær korngeymslur til einkanota. Önnur er nýmæli úr tágum og viðjum og lyft frá jöðru til að þurrka maísstönglana. Eftir vinnslu er kornið sett í steypta hvelfingu á stærð við geymsluherbergi, þar rúmast 150 sekkir af mjöli. Hér eins og svo víða í Afríku rýrnar uppskera um 30-40 % vegna skemmda og skordýra sem éta frá fólkinu. Í næsta húsi var regnvatni safnað í þakrennur sem veittu vatninu beint í steyptan tank til að eiga yfir þurrkatímann og vökva akurinn. Og svona hélt þetta áfram. Alls konar dæmi um framsæknar hugmyndir sem innleiddar eru í þessu Þúsaldarþorpi, sem kennt er við þróunarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Á einum stað fiskitjörn bænda, á öðrum stað geitakofi fyrir bónda sem fékk þær gefnar til að hefja rækt; sami maður hafði notað gróða af aukinni uppskeru til að fjárfesta í smávöruverslun. Þessi aukna uppskera fékkst eftir að bændum var gefinn áburður gegn því að leggja fram korn á móti í skólamáltíðir. Stór kornhlaða var í byggingu til að hægt væri að safna saman uppskeru smábænda og selja kaupmönnum í heildsölu, hver og einn þarf því ekki að fara langar leiðir á markað. Konur skiptast á að elda skólamáltíðir sem hafa fjölgað nemendum úr 400 í 500. Já, og meira að segja er komin heilsugæsla á svæðið. Allt í fullum gangi. Draumur og veruleikiÞúsaldarþorpin eru hluti af þróunarátaki sem magir kenna við bandaríska hagfræðinginn Jeffrey Sachs, og hann myndi svo sannarlega ekki mótmæla því. Valin voru á annan tug þorpa í Malaví, Kenía, Eþíópíu og víðar og gerð að sýnishornum af því hvernig á að skjóta fátæku fólki fram á við með heildstæðu átaki. Grunnurinn er áburður og fræ til að stórauka uppskeru. Samtímis á að efla skóla, heilsugæslu og innviði. Sachs telur að fjárfesting sem nemur 110 dollurum á mann í hverju þorpi í fimm ár dugi til að koma málum í viðunandi horf til að leysa fólk úr fátæktargildru. Út frá hverju Þúsaldarþorpi á svo að þróa kjarna fleiri þorpa, og svo enn fleiri, þar til öll sveitaþorp Afríku eru orðin Þúsaldarþorp. Aðferðin á að breiðast út eins og eldur í sinu. Veruleikinn er sá að það tekur mun meiri tíma og peninga að koma þessu í kring en Sachs reiknar með. Spurning um sjálfbærniAllir sem koma nálægt þróunarverkefnum spyrja um sjálfbærni. Hvað tekur við þegar fjárframlög hætta? Í þorpinu sem við skoðuðum er þessari spurningu svarað í bili með því að lengja fjárfestingatímabilið. Í þeim þorpum sem aðrir hafa fjallað um eru sömu ágallar. Tekjuaukinn sem á að skapast við innspýtingu af áburði, fræjum og sölukerfi stendur eftir því sem næst verður komist ekki undir allri fjárfestingunni. Í nokkur ár er ,,gullöld" en hvað tekur svo við? Steypta korngeymslan sem við sáum hjá einum bændanna kostar að jafnvirði 20 þúsunda íslenskra króna, sem er langt handan við kaupgetu almennra bænda. Samt væri fróðlegt að reikna það dæmi til enda hvort svona geymslur gætu ekki staðið undir sér með því að minnka fáránlega rýrnum. Vatnstankurinn er miklu dýrari og enginn hefur efni á slíkum búnaði sjálfur. Bankastarfsemin er með niðugreiddum vöxtum frá verkefnisstjórn. Kornhlaðan er fyrir samvinnufélag sem enn hefur ekki verið stofnað og bændur hafa enga þekkingu á. Heilsugæslustarfsmennirnir eru á launum frá verkefninu, fólkið í sveitinni á ekki peninga til að borga komugjöld eða greiða lyf. Stendur þá verkefnið einhvern tíman undir sér? Verður hægt að sleppa af því hendinni? Grundvallarhugmyndin er að svo sé. Að aukin uppskera, markaðssetning og aðgangur að fjármálaþjónustu auk nýrra framleiðslugreina skili svo mikilli auðsköpun að samfélagið hafi sjálft efni á skólamáltíðum, heilsugæslu og öðrum lífsgæðum sem eru undirstaða velmegunar. Hugmyndin að Þúsaldarþorpum hefur margt við sig: Hún tekur á mörgum þáttum í einu en vasast ekki í sundurleitum smáverkefnum. En gagnrýnendur virðast hafa margt til síns máls þegar þeir efast um að enn ein töfralausnin og stórátakið í þróunarmálum gangi upp á mettíma. Á www.stefnajon.is má sjá myndir og ítarlegri umfjöllun um þessa heimsókn.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun