Forstjóra Bang & Olufsen sparkað 10. janúar 2008 12:48 Sjónvarp frá Bang & Olufsen. Stjórn danska raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen rak í dag Torben Sörensen, forstjóra fyrirtækisins. Fyrirtækið birti í gær slakt uppgjör sem olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í félaginu með þeim afleiðingum að markaðsvirðið féll um rúm 29 prósent. Að því er fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins dróst sala heldur saman á síðasta ári, þar af um heil tólf prósent í Bretlandi og tvö prósent í Bandaríkjunum á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Útlit er fyrir erfitt ár, samkvæmt uppgjörinu. Rekstrarhagnaður raftækjaframleiðandans nam 49,3 milljónum danskra króna, jafnvirði rúmum 612 milljónum íslenskra, á síðasta ársfjórðungi, sem er annar ársfjórðungur í bókum félagsins. Þetta er 61 prósents samdráttur á milli ára. Fyrirtækið gerir sömuleiðis ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn á yfirstandandi ári muni nema 360 milljónum danskra króna, sem er 164 milljónum krónum minni en árið á undan. Uppgjörið fór afar illa í fjárfesta og féll gengið bréfa í Bang & Olufsen í söluhrinu. Gengi' hefur haldið áfram að falla á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn í dag og nemur lækkunin það sem af er dags tæpum sex prósentum. Stjórnin sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að forstjóraleit sé þegar hafi en vonast sé til að hann finnist utan veggja fyrirtækisins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stjórn danska raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen rak í dag Torben Sörensen, forstjóra fyrirtækisins. Fyrirtækið birti í gær slakt uppgjör sem olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í félaginu með þeim afleiðingum að markaðsvirðið féll um rúm 29 prósent. Að því er fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins dróst sala heldur saman á síðasta ári, þar af um heil tólf prósent í Bretlandi og tvö prósent í Bandaríkjunum á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Útlit er fyrir erfitt ár, samkvæmt uppgjörinu. Rekstrarhagnaður raftækjaframleiðandans nam 49,3 milljónum danskra króna, jafnvirði rúmum 612 milljónum íslenskra, á síðasta ársfjórðungi, sem er annar ársfjórðungur í bókum félagsins. Þetta er 61 prósents samdráttur á milli ára. Fyrirtækið gerir sömuleiðis ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn á yfirstandandi ári muni nema 360 milljónum danskra króna, sem er 164 milljónum krónum minni en árið á undan. Uppgjörið fór afar illa í fjárfesta og féll gengið bréfa í Bang & Olufsen í söluhrinu. Gengi' hefur haldið áfram að falla á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn í dag og nemur lækkunin það sem af er dags tæpum sex prósentum. Stjórnin sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að forstjóraleit sé þegar hafi en vonast sé til að hann finnist utan veggja fyrirtækisins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira