Verðfall víða um heim 16. janúar 2008 09:49 Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í New York. Fall á hlutabréfum þar í gær hefur smitað út frá sér til fleiri markaða víða um heim í dag. Mynd/AP Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. Svipaða sögu er að segja um þróunina á hlutabréfamörkuðum í Þýskalandi og Frakklandi. Bæði Dow Jones og Nasdaq-vísitölurnar féllu um rúm tvö prósent í gær og Nikkei-vísitalan um 3,4 prósent þegar markaðir lokuðu í Japan í morgun en vísitalan hefur ekki verið lægri í rúm tvö ár. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll hins vegar um tæp 5,4 prósent. Lækkun er sömuleiðis á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn fallið um 2,15 prósent, hlutabréfavísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 0,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi um rúm 2,8 prósent. Helsta ástæðan fyrir gengisfallinu á hlutabréfamörkuðum er mikið tap bandaríska bankans Citigroup vegna afskrifta á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum og horfur á samdrætti í einkaneyslu en það getur haft áhrif víða um heim. Þetta leiddi til þess að fjárfestar losuðu um eignir af ótta við frekari lækkun hlutabréfa. Fjárfestar í Bandaríkjunum, og jafnvel víðar, eru þess nú fullvissir að seðlabankar muni bregðast við lausafjárþurrðinni sem skapast hafi á mörkuðum með lækkun stýrivaxta auk þess sem horft er til þess að slíkt muni blása lífi í einkaneyslu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. Svipaða sögu er að segja um þróunina á hlutabréfamörkuðum í Þýskalandi og Frakklandi. Bæði Dow Jones og Nasdaq-vísitölurnar féllu um rúm tvö prósent í gær og Nikkei-vísitalan um 3,4 prósent þegar markaðir lokuðu í Japan í morgun en vísitalan hefur ekki verið lægri í rúm tvö ár. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll hins vegar um tæp 5,4 prósent. Lækkun er sömuleiðis á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn fallið um 2,15 prósent, hlutabréfavísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 0,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi um rúm 2,8 prósent. Helsta ástæðan fyrir gengisfallinu á hlutabréfamörkuðum er mikið tap bandaríska bankans Citigroup vegna afskrifta á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum og horfur á samdrætti í einkaneyslu en það getur haft áhrif víða um heim. Þetta leiddi til þess að fjárfestar losuðu um eignir af ótta við frekari lækkun hlutabréfa. Fjárfestar í Bandaríkjunum, og jafnvel víðar, eru þess nú fullvissir að seðlabankar muni bregðast við lausafjárþurrðinni sem skapast hafi á mörkuðum með lækkun stýrivaxta auk þess sem horft er til þess að slíkt muni blása lífi í einkaneyslu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent