NBA í nótt: LeBron kláraði Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. febrúar 2008 09:16 LeBron James gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Boston. Nordic Photos / Getty Images LeBron James sýndi mátt sinn og megin er hann leiddi lið sitt, Cleveland, til sigurs gegn meistaraefnunum í Boston, 114-113. James skoraði 33 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók níu fráköst. Zydrunas Ilgauskas var einnig öflugur en hann var með 21 stig og tíu fráköst. Þá skoraði Larry Hughes átján stig og gaf sex stoðsendingar. Boston var með tveggja stiga forystu í hálfleik, 66-64, en ekkert lið hafði skorað svo mörg stig í fyrri hálfleik gegn Cleveland allt tímabilið. Cleveland var með tveggja stiga forystu þegar tæp mínúta var til leiksloka og Boston var með boltann. Þá lét Rajon Rondo hins vegar Daniel Gibson stela boltanum af sér og í kjölfarið fékk Ilgauskas tvö vítaskot sem hann nýtti bæði. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig og aðeins fimmtán sekúndur til leiksloka. James Posey skoraði úr þriggja stiga skoti í blálokin en nær komst Boston ekki. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig en Rondo gerði 20 stig í leiknum. Pau Gasol í leik LA Lakers og New Jersey í nótt.Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann fimmtán stiga sigur á New Jersey, 105-90. Pau Gasol lék sinn fyrsta leik með Lakers eftir að hann kom þangað frá Memphis í síðustu viku og átti gríðarlega góðan leik. Hann skoraði 24 stig og tók tólf fráköst. Enginn hefur skorað meira í sínum fyrsta leik með Lakers síðan að Magic Johnson skoraði 26 í fyrsta leik sínum árið 1979. Kobe Bryant skoraði minna en tíu stig í leik í meira en ár en hann skoraði sex stig. Reyndar verður að koma einnig fram að síðustu þrjá leikhluta leiksins var litli fingur hans á hægri hendi farinn úr lið. Derek Fisher var þó stigahæsti leikmaður Lakers með 28 stig en stigahæstur hjá New Jersey var Vince Carter sem skoraði 27 stig. San Antonio vann stóran sigur á Indiana, 116-89, í nótt en Tim Duncan skoraði nítján stig og tók fimmtán fráköst í leiknum. Þetta var sjöundi tapleikur Indiana í röð. Philadelphia vann Washington þökk sé 17-0 spretti í fjórða leikhluta, 101-96. Þá vann Milwaukee lið Memphis á útivelli, 102-97, en Mo Williams var með 32 stig og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee. Staðan í deildinni NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
LeBron James sýndi mátt sinn og megin er hann leiddi lið sitt, Cleveland, til sigurs gegn meistaraefnunum í Boston, 114-113. James skoraði 33 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók níu fráköst. Zydrunas Ilgauskas var einnig öflugur en hann var með 21 stig og tíu fráköst. Þá skoraði Larry Hughes átján stig og gaf sex stoðsendingar. Boston var með tveggja stiga forystu í hálfleik, 66-64, en ekkert lið hafði skorað svo mörg stig í fyrri hálfleik gegn Cleveland allt tímabilið. Cleveland var með tveggja stiga forystu þegar tæp mínúta var til leiksloka og Boston var með boltann. Þá lét Rajon Rondo hins vegar Daniel Gibson stela boltanum af sér og í kjölfarið fékk Ilgauskas tvö vítaskot sem hann nýtti bæði. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig og aðeins fimmtán sekúndur til leiksloka. James Posey skoraði úr þriggja stiga skoti í blálokin en nær komst Boston ekki. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig en Rondo gerði 20 stig í leiknum. Pau Gasol í leik LA Lakers og New Jersey í nótt.Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann fimmtán stiga sigur á New Jersey, 105-90. Pau Gasol lék sinn fyrsta leik með Lakers eftir að hann kom þangað frá Memphis í síðustu viku og átti gríðarlega góðan leik. Hann skoraði 24 stig og tók tólf fráköst. Enginn hefur skorað meira í sínum fyrsta leik með Lakers síðan að Magic Johnson skoraði 26 í fyrsta leik sínum árið 1979. Kobe Bryant skoraði minna en tíu stig í leik í meira en ár en hann skoraði sex stig. Reyndar verður að koma einnig fram að síðustu þrjá leikhluta leiksins var litli fingur hans á hægri hendi farinn úr lið. Derek Fisher var þó stigahæsti leikmaður Lakers með 28 stig en stigahæstur hjá New Jersey var Vince Carter sem skoraði 27 stig. San Antonio vann stóran sigur á Indiana, 116-89, í nótt en Tim Duncan skoraði nítján stig og tók fimmtán fráköst í leiknum. Þetta var sjöundi tapleikur Indiana í röð. Philadelphia vann Washington þökk sé 17-0 spretti í fjórða leikhluta, 101-96. Þá vann Milwaukee lið Memphis á útivelli, 102-97, en Mo Williams var með 32 stig og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira