Svartsýni í Bandaríkjunum 25. mars 2008 16:08 Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið dræmari í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs lækkuðu lítillega í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Inn í væntingar neytenda spila miklar verðhækkanir, verðlækkun á fasteignamarkaði og svartsýni um vinnumarkaðinn en atvinnuleysi jókst í síðasta mánuði. Þá er óttast að samdráttarskeið hafi runnið upp. Væntingarvísitalan mælist nú 64,5 stig en var 76,4 stig. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi fara í 73,0 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár, eða nokkrum dögum fyrir innrás bandaríska hersins inn í Írak í mars árið 2003. Bandaríski hagfræðingurinn Bernard Baumohl segir í samtali við fréttastofuna Associated Press ekki útlit fyrir að bjartara verði yfir bandarískum neytendum fyrr en um mitt á í fyrsta lagi. Þá muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar skila sér í vasa landsmanna, að hans mati. Fjárfestar vestanhafs voru afar bjartsýnir á að mesta hretinu á hlutabréfamarkaði væri lokið fyrir páska enda tóku vísitölur kipp upp á við og hafa hækkað nær sleitulítið fram til nú þegar þær tóku að lækka. Mestu munar um að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan býður nú 10 dali á hlut í Bear Stearns í stað tveggja dala áður. Gengi bréfa í Bear Stearns rauk upp í kjölfarið, úr um fjórum dölum á hlut í rúma tíu. Hlutabréfavísitölur hafa sveiflast nokkuð eftir að væntingarvísitalan var birt í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,21 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,22 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið dræmari í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs lækkuðu lítillega í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Inn í væntingar neytenda spila miklar verðhækkanir, verðlækkun á fasteignamarkaði og svartsýni um vinnumarkaðinn en atvinnuleysi jókst í síðasta mánuði. Þá er óttast að samdráttarskeið hafi runnið upp. Væntingarvísitalan mælist nú 64,5 stig en var 76,4 stig. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi fara í 73,0 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár, eða nokkrum dögum fyrir innrás bandaríska hersins inn í Írak í mars árið 2003. Bandaríski hagfræðingurinn Bernard Baumohl segir í samtali við fréttastofuna Associated Press ekki útlit fyrir að bjartara verði yfir bandarískum neytendum fyrr en um mitt á í fyrsta lagi. Þá muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar skila sér í vasa landsmanna, að hans mati. Fjárfestar vestanhafs voru afar bjartsýnir á að mesta hretinu á hlutabréfamarkaði væri lokið fyrir páska enda tóku vísitölur kipp upp á við og hafa hækkað nær sleitulítið fram til nú þegar þær tóku að lækka. Mestu munar um að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan býður nú 10 dali á hlut í Bear Stearns í stað tveggja dala áður. Gengi bréfa í Bear Stearns rauk upp í kjölfarið, úr um fjórum dölum á hlut í rúma tíu. Hlutabréfavísitölur hafa sveiflast nokkuð eftir að væntingarvísitalan var birt í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,21 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,22 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira