Fyrirtæki horfa til hjáleiðar með krónur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 12. nóvember 2008 00:01 Binni í Vinnslustöðinni. Tveir stjórnendur útflutningsfyrirtækja í sjávarútvegi segja of áhættusamt að fara fram hjá Seðlabankanum í viðskiptum við útlönd. Það borgi sig að bíða eftir erlendu fé heldur en eiga á hættu að tapa því öllu. Mynd/Hari „Við tökum gjaldeyri heim í gegnum Seðlabankann en erum í helvítis vandræðum. Þetta hefur þó aðeins verið að koma inn síðustu tvo daga,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. Ólafur sagði í samtali við Markaðinn fyrir mánuði fyrirtækið ekki hafa fengið gjaldeyri í tíu daga, allt vera stopp og menn horfa í gaupnir sér. „Nú höfum við fengið 14.544 evrur síðustu fimm vikur, en áttum að fá helling í viðbót,“ sagði hann í gær. Upphæðin sem beðið var eftir í tíu daga hafi reynst liggja í Seðlabankanum allan tímann.Þrátt fyrir þetta segir hann ekki koma til greina að virkja aðrar leiðir til útlandaviðskipta, svo sem með viðskiptum til hliðar við Seðlabankann eða með því að geyma gjaldeyri erlendis þar til hremmingarnar líði hjá á íslenskum gjaldeyrismarkaði. „Ég kem ekki nálægt því. Okkur veitir ekki af því að fá gjaldeyri strax inn í landið til að styrkja kerfið og borga laun.“ Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að fyrirtæki í útflutningi hafi í nokkrum mæli nýtt sér hjáleiðir fram hjá Seðlabankanum í erlendum viðskiptum sínum til að komast hjá þeirri tregðu sem skapaðist á íslenskum gjaldeyrismörkuðum eftir ríkisvæðingu bankanna.Hjáleiðin felur í sér að útflutningsfyrirtækið semur við íslenskt fjármálafyrirtæki um stofnun yfirdráttareiknings í erlendum banka, jafnvel samstarfsbanka eða dótturfélagi hans á erlendri grund. Fjármálafyrirtækið tekur síðan veð í eign útflutningsfyrirtækisins erlendis. Þegar sala gengur í gegn dregur fjármálafyrirtækið á yfirdráttarheimildina en greiðir fyrirtækinu upphæðina fyrir eigin reikning hér heima. Andvirði sölu eigna útflutningsfyrirtækisins gengur síðan upp í yfirdráttinn og strikast við það út. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er hagnaður fjármálafyrirtækisins óverulegur.Á móti felst talsverð áhætta í gjörningnum, ekki síst í skugga hruns og taugatitrings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Óvíst sé hvort verið sé að leggja háar fjárhæðir inn á reikninga nær gjaldþrota fyrirtækis. Fari fjármálafyrirtækið sem geymi innleggið á hausinn tapist fjárhæðin.„Við höfum skoðað þetta en treystum ekki þeim leiðum sem eru í boði, þetta er of áhættusamt,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Markaðir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
„Við tökum gjaldeyri heim í gegnum Seðlabankann en erum í helvítis vandræðum. Þetta hefur þó aðeins verið að koma inn síðustu tvo daga,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. Ólafur sagði í samtali við Markaðinn fyrir mánuði fyrirtækið ekki hafa fengið gjaldeyri í tíu daga, allt vera stopp og menn horfa í gaupnir sér. „Nú höfum við fengið 14.544 evrur síðustu fimm vikur, en áttum að fá helling í viðbót,“ sagði hann í gær. Upphæðin sem beðið var eftir í tíu daga hafi reynst liggja í Seðlabankanum allan tímann.Þrátt fyrir þetta segir hann ekki koma til greina að virkja aðrar leiðir til útlandaviðskipta, svo sem með viðskiptum til hliðar við Seðlabankann eða með því að geyma gjaldeyri erlendis þar til hremmingarnar líði hjá á íslenskum gjaldeyrismarkaði. „Ég kem ekki nálægt því. Okkur veitir ekki af því að fá gjaldeyri strax inn í landið til að styrkja kerfið og borga laun.“ Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að fyrirtæki í útflutningi hafi í nokkrum mæli nýtt sér hjáleiðir fram hjá Seðlabankanum í erlendum viðskiptum sínum til að komast hjá þeirri tregðu sem skapaðist á íslenskum gjaldeyrismörkuðum eftir ríkisvæðingu bankanna.Hjáleiðin felur í sér að útflutningsfyrirtækið semur við íslenskt fjármálafyrirtæki um stofnun yfirdráttareiknings í erlendum banka, jafnvel samstarfsbanka eða dótturfélagi hans á erlendri grund. Fjármálafyrirtækið tekur síðan veð í eign útflutningsfyrirtækisins erlendis. Þegar sala gengur í gegn dregur fjármálafyrirtækið á yfirdráttarheimildina en greiðir fyrirtækinu upphæðina fyrir eigin reikning hér heima. Andvirði sölu eigna útflutningsfyrirtækisins gengur síðan upp í yfirdráttinn og strikast við það út. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er hagnaður fjármálafyrirtækisins óverulegur.Á móti felst talsverð áhætta í gjörningnum, ekki síst í skugga hruns og taugatitrings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Óvíst sé hvort verið sé að leggja háar fjárhæðir inn á reikninga nær gjaldþrota fyrirtækis. Fari fjármálafyrirtækið sem geymi innleggið á hausinn tapist fjárhæðin.„Við höfum skoðað þetta en treystum ekki þeim leiðum sem eru í boði, þetta er of áhættusamt,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira