Endurreisn eða annað hrun? Eygló Harðardóttir skrifar 22. október 2009 06:00 Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir: „Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða." Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010. Þetta hafa Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, staðfest opinberlega. Þótt samfylkingarfólk hafi almennt tekið yfirlýsingum Dags og Ólínu með ró er ekki hægt að segja það sama um íbúa sjávarbyggðanna hringinn í kringum landið. Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru í uppnámi og sveitarfélög um land allt halda að sér höndum því fyrning kvóta kann að hafa mikil áhrif á tekjustofna þeirra. Menn geta haft ólíkar skoðanir á fyrningu aflaheimilda og hvort það muni auka sáttina í kerfinu. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn geri sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að menn fari varlega í allar yfirlýsingar og ákvarðanir. Talið er að skuldir sjávarútvegsins séu á bilinu 300-500 milljarðar króna. Helmingur þessara skulda eru hjá Landsbankanum (NBI) og er væntanlega þungamiðjan í lánasafni bankans. Ef ríkið ákveður að fyrna aflaheimildir eru væntanlega lítil sem engin veð fyrir stórum hluta lánasafns NBI. Verður þá ekki einfaldlega að afskrifa þessi lán? Sama gildir um hina bankana sem eru væntanlega með afganginn af lánum sjávarútvegsins á sinni könnu. Ríkið hefur tekið ákvörðun um að leggja um 200 milljarða kr. af skattfé almennings inn í nýju bankana sem eigið fé. Hversu mikið verður eftir af eigin fé bankanna þegar veð verða ekki lengur til staðar fyrir lánum þessarar atvinnugreinar, sem á að vera lykillinn að endurreisn íslensks atvinnulífs? Hefur ríkisstjórnin reiknað dæmið til enda? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir: „Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða." Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010. Þetta hafa Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, staðfest opinberlega. Þótt samfylkingarfólk hafi almennt tekið yfirlýsingum Dags og Ólínu með ró er ekki hægt að segja það sama um íbúa sjávarbyggðanna hringinn í kringum landið. Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru í uppnámi og sveitarfélög um land allt halda að sér höndum því fyrning kvóta kann að hafa mikil áhrif á tekjustofna þeirra. Menn geta haft ólíkar skoðanir á fyrningu aflaheimilda og hvort það muni auka sáttina í kerfinu. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn geri sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að menn fari varlega í allar yfirlýsingar og ákvarðanir. Talið er að skuldir sjávarútvegsins séu á bilinu 300-500 milljarðar króna. Helmingur þessara skulda eru hjá Landsbankanum (NBI) og er væntanlega þungamiðjan í lánasafni bankans. Ef ríkið ákveður að fyrna aflaheimildir eru væntanlega lítil sem engin veð fyrir stórum hluta lánasafns NBI. Verður þá ekki einfaldlega að afskrifa þessi lán? Sama gildir um hina bankana sem eru væntanlega með afganginn af lánum sjávarútvegsins á sinni könnu. Ríkið hefur tekið ákvörðun um að leggja um 200 milljarða kr. af skattfé almennings inn í nýju bankana sem eigið fé. Hversu mikið verður eftir af eigin fé bankanna þegar veð verða ekki lengur til staðar fyrir lánum þessarar atvinnugreinar, sem á að vera lykillinn að endurreisn íslensks atvinnulífs? Hefur ríkisstjórnin reiknað dæmið til enda? Höfundur er alþingismaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun