LeBron með þrennu annan leikinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2009 08:58 LeBron James hjá Cleveland Cavaliers. Mynd/GettyImages LeBron James var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann þá líka mikilvægan sigur á Phoenix í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina og sigurganga Utah hélt áfram. LeBron James var með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í 87-83 sigri Cleveland Cavaliers á Los Angeles Clippers. Cleveland var komið 19 stigum undir í lokaleikhlutanum en kom til baka og Mo Williams kom þeim endanlega yfir með þriggja stiga körfu þegar 6,6 sekúndur voru eftir. Al Thornton og Zach Randolph skoruðu báðir 20 stig fyrir Clippers. Þetta var 11. sigur Clevaland í 13 leikjum og liðið er nú með einn og hálfan leik í forskot á Boston Celtics í efsta sæti Austurdeildarinnar. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem LeBron James nær þrennunni eftirsóttu en hann var með 14 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar í 99-89 sigri á MIami á laugardaginn. Þetta var í 22. tvöfalda þrennan hans á ferlinum. „Þetta var próf fyrir liðið og við þurfum á þessum sigri að halda. Við erum að reyna að vinna eins marga leiki og við getum í baráttunni við Boston, Lakers og Orlando um heimaleikjaréttinni í úrslitakeppninni," sagði James. Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik í 122-117 sigri Dallas Mavericks á Phoenix Suns. Nowitzki var með 34 stig í leiknum þar af 23 þeirra í seinni hálfleik. Þetta var fimmta tap Phoenix í röð og liðið er nú fimm leikjum á eftir Dallas í baráttunni um 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Shaquille O'Neal skoraði 21 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum sem dugði ekki Phoenix en nægði honum að komast upp fyrir Elvin Hayes og í 6. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Steve Nash var með 23 stig og 13 stoðsendingar hjá Suns. Utah Jazz vann sinn tólfta leik í röð þegar liðið skellti Indiana 112-100 á útivelli. Paul Millsap var með 22 stig fyrir Utah og Deron Williams gaf 12 stoðsendingar. Utah nálgast nú óðum félagsmetið sem eru 15 sigurleikir í röð. Tim Duncan var með 18 stig og 11 fráköst í 100-86 sigri San Antonio Spurs á Charlotte Bobcats. Spurs endaði með því sex leikja sigurgöngu Charlotte sem var sú lengsta í sögu félagsins. Raja Bell og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig fyrir Charlotte. Nate Robinson skoraði 10 af 32 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum í 120-112 útisigri New York Knicks á Milwaukee Bucks. Larry Hughes skoraði 39 stig fyrir New York en þetta var aðeins áttundi útisigur liðsins á tímabilinu. Charlie Villanueva var með 32 stig fyrir Bucks sem eru enn inn í úrslitakeppninni þrátt fyrir að glíma við mikil meiðsli í vetur. Jeff Green og Russell Westbrook voru báðir með 24 stig í fimmta sigri Oklahoma Thunder í sex leikjum. Oklahoma vann þá eins stigs sigur á Sacramento á útivelli, 89-88. Spencer Hawes var með 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Sacramento. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
LeBron James var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann þá líka mikilvægan sigur á Phoenix í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina og sigurganga Utah hélt áfram. LeBron James var með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í 87-83 sigri Cleveland Cavaliers á Los Angeles Clippers. Cleveland var komið 19 stigum undir í lokaleikhlutanum en kom til baka og Mo Williams kom þeim endanlega yfir með þriggja stiga körfu þegar 6,6 sekúndur voru eftir. Al Thornton og Zach Randolph skoruðu báðir 20 stig fyrir Clippers. Þetta var 11. sigur Clevaland í 13 leikjum og liðið er nú með einn og hálfan leik í forskot á Boston Celtics í efsta sæti Austurdeildarinnar. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem LeBron James nær þrennunni eftirsóttu en hann var með 14 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar í 99-89 sigri á MIami á laugardaginn. Þetta var í 22. tvöfalda þrennan hans á ferlinum. „Þetta var próf fyrir liðið og við þurfum á þessum sigri að halda. Við erum að reyna að vinna eins marga leiki og við getum í baráttunni við Boston, Lakers og Orlando um heimaleikjaréttinni í úrslitakeppninni," sagði James. Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik í 122-117 sigri Dallas Mavericks á Phoenix Suns. Nowitzki var með 34 stig í leiknum þar af 23 þeirra í seinni hálfleik. Þetta var fimmta tap Phoenix í röð og liðið er nú fimm leikjum á eftir Dallas í baráttunni um 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Shaquille O'Neal skoraði 21 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum sem dugði ekki Phoenix en nægði honum að komast upp fyrir Elvin Hayes og í 6. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Steve Nash var með 23 stig og 13 stoðsendingar hjá Suns. Utah Jazz vann sinn tólfta leik í röð þegar liðið skellti Indiana 112-100 á útivelli. Paul Millsap var með 22 stig fyrir Utah og Deron Williams gaf 12 stoðsendingar. Utah nálgast nú óðum félagsmetið sem eru 15 sigurleikir í röð. Tim Duncan var með 18 stig og 11 fráköst í 100-86 sigri San Antonio Spurs á Charlotte Bobcats. Spurs endaði með því sex leikja sigurgöngu Charlotte sem var sú lengsta í sögu félagsins. Raja Bell og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig fyrir Charlotte. Nate Robinson skoraði 10 af 32 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum í 120-112 útisigri New York Knicks á Milwaukee Bucks. Larry Hughes skoraði 39 stig fyrir New York en þetta var aðeins áttundi útisigur liðsins á tímabilinu. Charlie Villanueva var með 32 stig fyrir Bucks sem eru enn inn í úrslitakeppninni þrátt fyrir að glíma við mikil meiðsli í vetur. Jeff Green og Russell Westbrook voru báðir með 24 stig í fimmta sigri Oklahoma Thunder í sex leikjum. Oklahoma vann þá eins stigs sigur á Sacramento á útivelli, 89-88. Spencer Hawes var með 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Sacramento.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti