Verðum við menntaðri eftir kreppuna? 20. nóvember 2009 06:00 Ánægjulegt var að fá að taka þátt í upphafi þjóðfundarins í Laugardalshöll og enn ánægjulegra var að sjá þá miklu áherslu sem fundurinn lagði á menntun sem eina af mikilvægustu leiðunum út úr þeim þrengingum sem við erum nú í. Menntun er grundvallaratriði í uppbyggingu þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við. Samspil menntakerfis og félagslegs kerfisÁ síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á að efla háskólakerfið. Fleiri Íslendingar ljúka nú háskólanámi en áður og allt háskólastigið hefur stækkað mjög að umfangi, jafnvel svo að sumum þykir nóg um. Á sama tíma hefur framhaldsskólastigið fallið í skuggann, bæði hvað varðar inntak menntunar og fjármögnun. Meðal annars þess vegna var farið fram á minni hagræðingu hjá framhaldsskólum en í háskólum. Á tímum mikils atvinnuleysis er mikilvægt að huga að samspili menntakerfisins og hins félagslega kerfis. Í góðu samstarfi við félagsmálaráðherra var í haust stigið mikilvægt skref til að hvetja fólk til að sækja sér menntun. Þegar ný ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs og Samfylkingar tók við í byrjun febrúar var eitt af viðfangsefnum hennar sá mikli munur sem var á grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og atvinnuleysisbótum en þá var grunnframfærslan 100 þúsund krónur en atvinnuleysisbætur eftir skatta um 135-140 þúsund. Mikilvægt skrefEftir fyrstu yfirferð mennta- og félagsmálaráðuneytis var niðurstaðan að torvelt væri að færa fjármuni á milli þessara kerfa, menntakerfisins og hins félagslega, en eftir kosningar í vor óskaði ég eftir því við félagsmálaráðherra að setja þessa vinnu af stað að nýju. Í sumar sátu fulltrúar okkar með fulltrúum LÍN og Vinnumálastofnunar og fundu leiðir til að hækka grunnframfærslu námslána um 20% og greiða það með sparnaði annars staðar í kerfinu. Tel ég það skref gríðarlega mikilvægt til að stuðla að auknu jafnrétti til náms og einnig til að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Í haust settum við félagsmálaráðherra síðan af stað vinnu til að kanna frekara samspil atvinnuleysistryggingakerfisins og menntakerfisins. Hefur sú vinna gengið vel og er von á skýrslu innan tíðar. Eitt af því sem vakið hefur áhyggjur mínar er hið mikla brottfall sem er í framhaldsskólum. Um það bil 95% þeirra sem sem útskrifast úr grunnskóla halda áfram í framhaldsskóla. Fyrir 25 ára aldur brautskrást hins vegar aðeins 60% af þeim sem hefja nám í framhaldsskóla. Brottfallið á þessum aldri er því 40%. Þetta eru háar tölur og alvarlegar og brýnt að leita leiða til að koma í veg fyrir svo mikið brottfall. MenntunargjáStór hluti þeirra sem útskrifast úr framhaldsskóla hefur nám í háskóla. Vegna þessa mikla brottfalls hefur á síðustu árum myndast menntunargjá hjá þjóðinni: þeim fjölgar sem eru með háskólapróf en um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með próf úr grunnskóla. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vinnum við nú að því að leita leiða til að minnka brottfall og vinnum að nýjum námskrám sem auka fjölbreytni framhaldsskólans. Sú vinna og það starf sem unnið er í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið mun vonandi stuðla að því að við komum út úr kreppunni menntaðri þjóð en sú sem fór inn í kreppuna. Höfundur er menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt var að fá að taka þátt í upphafi þjóðfundarins í Laugardalshöll og enn ánægjulegra var að sjá þá miklu áherslu sem fundurinn lagði á menntun sem eina af mikilvægustu leiðunum út úr þeim þrengingum sem við erum nú í. Menntun er grundvallaratriði í uppbyggingu þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við. Samspil menntakerfis og félagslegs kerfisÁ síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á að efla háskólakerfið. Fleiri Íslendingar ljúka nú háskólanámi en áður og allt háskólastigið hefur stækkað mjög að umfangi, jafnvel svo að sumum þykir nóg um. Á sama tíma hefur framhaldsskólastigið fallið í skuggann, bæði hvað varðar inntak menntunar og fjármögnun. Meðal annars þess vegna var farið fram á minni hagræðingu hjá framhaldsskólum en í háskólum. Á tímum mikils atvinnuleysis er mikilvægt að huga að samspili menntakerfisins og hins félagslega kerfis. Í góðu samstarfi við félagsmálaráðherra var í haust stigið mikilvægt skref til að hvetja fólk til að sækja sér menntun. Þegar ný ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs og Samfylkingar tók við í byrjun febrúar var eitt af viðfangsefnum hennar sá mikli munur sem var á grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og atvinnuleysisbótum en þá var grunnframfærslan 100 þúsund krónur en atvinnuleysisbætur eftir skatta um 135-140 þúsund. Mikilvægt skrefEftir fyrstu yfirferð mennta- og félagsmálaráðuneytis var niðurstaðan að torvelt væri að færa fjármuni á milli þessara kerfa, menntakerfisins og hins félagslega, en eftir kosningar í vor óskaði ég eftir því við félagsmálaráðherra að setja þessa vinnu af stað að nýju. Í sumar sátu fulltrúar okkar með fulltrúum LÍN og Vinnumálastofnunar og fundu leiðir til að hækka grunnframfærslu námslána um 20% og greiða það með sparnaði annars staðar í kerfinu. Tel ég það skref gríðarlega mikilvægt til að stuðla að auknu jafnrétti til náms og einnig til að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Í haust settum við félagsmálaráðherra síðan af stað vinnu til að kanna frekara samspil atvinnuleysistryggingakerfisins og menntakerfisins. Hefur sú vinna gengið vel og er von á skýrslu innan tíðar. Eitt af því sem vakið hefur áhyggjur mínar er hið mikla brottfall sem er í framhaldsskólum. Um það bil 95% þeirra sem sem útskrifast úr grunnskóla halda áfram í framhaldsskóla. Fyrir 25 ára aldur brautskrást hins vegar aðeins 60% af þeim sem hefja nám í framhaldsskóla. Brottfallið á þessum aldri er því 40%. Þetta eru háar tölur og alvarlegar og brýnt að leita leiða til að koma í veg fyrir svo mikið brottfall. MenntunargjáStór hluti þeirra sem útskrifast úr framhaldsskóla hefur nám í háskóla. Vegna þessa mikla brottfalls hefur á síðustu árum myndast menntunargjá hjá þjóðinni: þeim fjölgar sem eru með háskólapróf en um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með próf úr grunnskóla. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vinnum við nú að því að leita leiða til að minnka brottfall og vinnum að nýjum námskrám sem auka fjölbreytni framhaldsskólans. Sú vinna og það starf sem unnið er í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið mun vonandi stuðla að því að við komum út úr kreppunni menntaðri þjóð en sú sem fór inn í kreppuna. Höfundur er menntamálaráðherra.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun