Gunnar Thoroddsen, fyrrum forstjóri Landsbankans í Lúxemborg, hefur verið ráðinn forstjóri endurreisnarsjóðs sem Straumur-Burðarás tilkynnti um stofnun á í nóvemberlok í fyrra.
Sjóðurinn, sem hafði vinnuheitið Phoenix en er nú nefndur ICM - Iceland Capital Management, er sjálfstæð eining með eigið starfsfólk, þótt hvatinn að stofnun hans hafi komið frá Straumi. Á uppgjörsfundi bankans í nóvember upplýsti William Fall, forstjóri bankans, að stefnt væri að skráningu hans á markað. Leggja átti sjóðnum til 40 milljónir evra í fyrstu skrefum, en að aðrir fjárfestar legðu til allt að 500 milljónir evra.
„Íslensk fyrirtæki eru almennt vel rekin. Eftir hremmingar sem eru að ganga yfir vantar þau aðgang að hlutafé," sagði William Fall og kvað sjóðinn koma þar til sögu. - óká
Úr Landsbankanum í endurreisnina

Mest lesið


Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð
Viðskipti innlent

Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu
Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni
Viðskipti innlent


Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning
Viðskipti innlent

Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl
Samstarf

Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum
Viðskipti innlent

Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“
Viðskipti innlent

Afkoma ársins undir væntingum
Viðskipti innlent