Golf

Kostar sitt að fá Tiger til Ástralíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger fær 3 milljónir dollara fyrir að spila í Ástralíu.
Tiger fær 3 milljónir dollara fyrir að spila í Ástralíu. Nordic Photos/Getty Images

Tiger Woods mun spila á sínu fyrsta móti í Ástralíu í meira en tíu ár síðar á þessu ári er hann tekur þátt í ástralska Masters-mótinu. Þáttaka Tigers í mótinu er þó umdeild enda fær Tiger einstaklega vel greitt fyrir að taka þátt.

Besti kylfingur heims fær 3 milljónir dollara fyrir að mæta á svæðið og ýmsir halda því fram að það muni draga úr áhuga á opna ástralska mótinu sem fer fram tveim vikum síðar.

Aðrir segja að það muni aðeins hafa jákvæð áhrif að fá Tiger til Ástralíu. Það muni vekja almennari áhuga á golfi í landinu og draga fleiri á mótin.

Það hefur verið bent á að skattgreiðendur muni greiða helminginn af peningunum sem Tiger fær en stjórnvöld svara því til að reiknað sé með að koma Woods muni hafa jákvæð áhrif á efnahag landsins upp á 9 milljónir dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×