Viðskipti erlent

Landic Property getur ekki borgað vexti í Svíþjóð

Landic Property getur ekki lengur borgað vexti af lánum sínum í Svíþjóð að því er segir í frétt í Jyllands-Posten í morgun.

Ástæðan er sú að sökum þess hve fasteignaverð hefur lækkað mikið í Svíþjóð að undanförnu hefur verðmæti 12 eigna Landic á Stokkhólmssvæðinu lækkað verulega. Eru þessar eignir nú metnar á 2,6 milljarða sænskra kr. eða um 39 milljarða kr. sem er töluvert undir kaupverði þeirra. Þar með eru skilmálar á samningi milli Landic og aðallánadrottnis síns í uppnámi.

Af þessum sökum hefur aðallánveitandi Landic í Svíþjóð lokað fyrir frekara fjárstreymi til félagsins og þar með meinað Landic að borga vexti af skuldum sínum.

Að sögn Jyllands-Posten verður haldinn upplýsingafundur um málið seinna í dag þar sem öllum lánadrottnum Landic verður gerð grein fyrir stöðunni.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×