Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2025 08:39 BP er þriðja stærsta orkufyrirtæki heims. Getty Breska orkufyrirtækið BP, þriðja stærsta orkufyrirtæki heims, hefur tilkynnt um stærsta olíu- og gasfund þeirra á þessari öld við austurströnd Brasilíu. Fundurinn er sá stærsti hjá fyrirtækinu síðan gaslindir við Shah Deniz í Kaspíahafi voru uppgötvaðar 1999. Fundurinn er liður í stefnubreytingu hjá fyrirtækinu þar sem til stendur að leggja minni áherslu á endurnýjanlega orkugjafa og leggja aftur aukinn þunga í jarðefnaeldsneyti. Í febrúar síðastliðnum samþykkti fyrirtækið að frysta frekari fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum og eyða milljörðum dollara til viðbótar í olíu- og gasframleiðslu. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að olía og gas hafi fundist á um 500 metra svæði við Bumerangue á Santos svæðinu, um 400 kílómetrum austur fyrir Brasilíu. BP hefur einnig fundið stórar olíu- og gaslindir í Mexíkóflóa og víðar á þessu ári. „Þetta er enn eitt farsæla skrefið sem við höfum tekið á þessu frábæra ári hingað til,“ er haft eftir Gordon Birrell forstjóra BP í tilkynningu. BP hefur tekið hvert höggið á fætur öðru síðan árið 2020 þegar fyrirtækið hrinti úr vör áætlun um að verða kolefnishlutlaus orkuframleiðandi. Árið 2020 skilaði fyrirtækið 5,7 milljarða dollara tapi, vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Tveimur árum síðar tók það 25 milljarða dollara högg þegar það afksrifaði eignir í rússneskum orkufyrirtækjum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hlutabréfaverð hefur lækkað á undanförnum árum, þar sem fyrirtækið hefur fjárfest milljörðum dollara í endurnýjanlega orkugjafa meðan önnur orkufyrirtæki í samkeppni við þá græddu á tá og fingri vegna hækkandi olíuverðs eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hlutabréfaverð BP hækkaði um eitt prósent í kauphöllinni í London eftir tilkynninguna um olíu- og gasfundinn við Brasilíu. BBC Orkumál Bretland Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Brasilía Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fundurinn er liður í stefnubreytingu hjá fyrirtækinu þar sem til stendur að leggja minni áherslu á endurnýjanlega orkugjafa og leggja aftur aukinn þunga í jarðefnaeldsneyti. Í febrúar síðastliðnum samþykkti fyrirtækið að frysta frekari fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum og eyða milljörðum dollara til viðbótar í olíu- og gasframleiðslu. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að olía og gas hafi fundist á um 500 metra svæði við Bumerangue á Santos svæðinu, um 400 kílómetrum austur fyrir Brasilíu. BP hefur einnig fundið stórar olíu- og gaslindir í Mexíkóflóa og víðar á þessu ári. „Þetta er enn eitt farsæla skrefið sem við höfum tekið á þessu frábæra ári hingað til,“ er haft eftir Gordon Birrell forstjóra BP í tilkynningu. BP hefur tekið hvert höggið á fætur öðru síðan árið 2020 þegar fyrirtækið hrinti úr vör áætlun um að verða kolefnishlutlaus orkuframleiðandi. Árið 2020 skilaði fyrirtækið 5,7 milljarða dollara tapi, vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Tveimur árum síðar tók það 25 milljarða dollara högg þegar það afksrifaði eignir í rússneskum orkufyrirtækjum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hlutabréfaverð hefur lækkað á undanförnum árum, þar sem fyrirtækið hefur fjárfest milljörðum dollara í endurnýjanlega orkugjafa meðan önnur orkufyrirtæki í samkeppni við þá græddu á tá og fingri vegna hækkandi olíuverðs eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hlutabréfaverð BP hækkaði um eitt prósent í kauphöllinni í London eftir tilkynninguna um olíu- og gasfundinn við Brasilíu. BBC
Orkumál Bretland Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Brasilía Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira