Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Kristján Már Unnarsson skrifar 3. ágúst 2025 16:00 Frá Þórshöfn í Færeyjum. Vísir/Getty Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst. Færeyjar eru reyndar ekki á tollalista Trumps Bandaríkjaforseta, sem Hvíta húsið birti síðastliðinn fimmtudag. Það fylgdi þó sögunni að þau lönd sem ekki væru á listanum fengju tíu prósenta toll. Færeyska Kringvarpið hefur það eftir framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Færeyja, Niels Winther Poulsen, að tollurinn verði tíu prósent á færeyskar vörur. Kveðst hann hafa fengið það staðfest frá ræðisskrifstofu Færeyja í Washington. Óvíst er hvort Grænlendingar hafi fengið samskonar meðhöndlun og Færeyingar en Grænland er heldur ekki á tollalistanum. Helsta útflutningsvara Færeyinga er eldislax. Á Bandaríkjamarkaði keppir færeyski laxinn meðal annars við norskan og íslenskan eldislax en Bandaríkin eru stærsti kaupandi íslensks lax. Frá laxeldiskvíum Bakkafrosts í Færeyjum. Eldislax er mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga.Bakkafrost „Við fáum forskot í samkeppni við lönd sem þurfa að greiða meira í tolla, en í heildina er viðskiptastríð ekki gott fyrir Færeyjar,“ hefur Kringvarpið eftir framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Færeyja. Engin skýring er gefin á því hversvegna Færeyingar sleppa betur. Þeir eru hvorki innan Evrópusambandsins né aðilar að EES-samningum. Ríki innan evrópska efnahagssvæðisins fengu fimmtán prósenta toll, bæði ríki Evrópusambandsins og EES-ríkin þrjú; Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í sömu stöðu og Færeyjar og Grænland, fékk hins vegar skell; 39 prósenta toll á sínar vörur. Aðeins Sýrland fékk hærri toll, 41 prósent. Þess má geta að í opinberri heimsókn til Færeyja árið 2017 kynntist Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, stærsta fiskeldisfyrirtæki Færeyinga: Færeyjar Bandaríkin Lax Sjókvíaeldi Skattar og tollar Donald Trump Tengdar fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. 1. ágúst 2025 12:16 Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, segir tollasamkomulagið milli ESB og Bandaríkjanna sem tilkynnt var um í gær, besta kostinn í erfiðum aðstæðum. 28. júlí 2025 11:19 Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undirrituðu í dag viðskiptasamning sem felur í sér fimmtán prósenta heildartoll á innflutning Evrópusambandsríkja til Bandaríkjanna. 27. júlí 2025 22:03 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Færeyjar eru reyndar ekki á tollalista Trumps Bandaríkjaforseta, sem Hvíta húsið birti síðastliðinn fimmtudag. Það fylgdi þó sögunni að þau lönd sem ekki væru á listanum fengju tíu prósenta toll. Færeyska Kringvarpið hefur það eftir framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Færeyja, Niels Winther Poulsen, að tollurinn verði tíu prósent á færeyskar vörur. Kveðst hann hafa fengið það staðfest frá ræðisskrifstofu Færeyja í Washington. Óvíst er hvort Grænlendingar hafi fengið samskonar meðhöndlun og Færeyingar en Grænland er heldur ekki á tollalistanum. Helsta útflutningsvara Færeyinga er eldislax. Á Bandaríkjamarkaði keppir færeyski laxinn meðal annars við norskan og íslenskan eldislax en Bandaríkin eru stærsti kaupandi íslensks lax. Frá laxeldiskvíum Bakkafrosts í Færeyjum. Eldislax er mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga.Bakkafrost „Við fáum forskot í samkeppni við lönd sem þurfa að greiða meira í tolla, en í heildina er viðskiptastríð ekki gott fyrir Færeyjar,“ hefur Kringvarpið eftir framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Færeyja. Engin skýring er gefin á því hversvegna Færeyingar sleppa betur. Þeir eru hvorki innan Evrópusambandsins né aðilar að EES-samningum. Ríki innan evrópska efnahagssvæðisins fengu fimmtán prósenta toll, bæði ríki Evrópusambandsins og EES-ríkin þrjú; Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í sömu stöðu og Færeyjar og Grænland, fékk hins vegar skell; 39 prósenta toll á sínar vörur. Aðeins Sýrland fékk hærri toll, 41 prósent. Þess má geta að í opinberri heimsókn til Færeyja árið 2017 kynntist Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, stærsta fiskeldisfyrirtæki Færeyinga:
Færeyjar Bandaríkin Lax Sjókvíaeldi Skattar og tollar Donald Trump Tengdar fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. 1. ágúst 2025 12:16 Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, segir tollasamkomulagið milli ESB og Bandaríkjanna sem tilkynnt var um í gær, besta kostinn í erfiðum aðstæðum. 28. júlí 2025 11:19 Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undirrituðu í dag viðskiptasamning sem felur í sér fimmtán prósenta heildartoll á innflutning Evrópusambandsríkja til Bandaríkjanna. 27. júlí 2025 22:03 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. 1. ágúst 2025 12:16
Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09
Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, segir tollasamkomulagið milli ESB og Bandaríkjanna sem tilkynnt var um í gær, besta kostinn í erfiðum aðstæðum. 28. júlí 2025 11:19
Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undirrituðu í dag viðskiptasamning sem felur í sér fimmtán prósenta heildartoll á innflutning Evrópusambandsríkja til Bandaríkjanna. 27. júlí 2025 22:03
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent