Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 23:30 Francois Bayrou hélt blaðamannafund um fjárlögin í gær. EPA Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. „Ég get ekki fullvissað ykkur um að hættan á inngripi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé ekki til staðar,“ sagði Éric Lombardy, fjármálaráðherra Frakka. Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu sem samkvæmt NYT sé vegna mikilla ríkisútgjalda í þágu hagkerfisins vegna útgöngubanns sem var í gildi í Frakklandi á meðan heimsfaraldurinn stóð, og orkukreppunnar sem skall á Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Í færslu á samfélagsmiðlum sagði Lombardy hins vegar að Frakkland væri ekki í hættu á inngripi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska seðlabankanum eða annarri alþjóðlegri stofnun. Frakkland væri að fjármagna skuldir þeirra án erfiðleika. Frakkar eru í gríðarmikilli skuld en fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu fyrir árið 2024. Þá jukust skuldir þeirra á fyrsta ársfjórðungi í 3,3 billjónir evra, rúmar 472 billjónir íslenskra króna. Það er meira en 114 prósent af vergri landsframleiðslu Frakklands. Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakka, hefur lagt til niðurskurð í fjárlögum næsta árs. Með tillögum hans sé hægt að skera niður um 44 milljarða evra, sem samsvarar 6,3 billjónum króna. Vegna fjárlaganna sækist Bayrou eftir því að franska þingið greiði atkvæði um traustsyfirlýsingar í hans þágu nú í september. Bayrou, sem tók við embættinu í desember eftir stutta embættistíð Michel Barnier, sagði halla landsins vera hans helsta baráttumál. Hann telur að vextir af skuldum Frakklands gætu orðið stærsti útgjaldaliður ríkisstjórnarinnar árið 2029. Í niðurskurðstillögum forsætisráðherrans felst meðal annars að ráða einungis einn opinberan starfsmann fyrir hverja þrjá sem hætta þegar þeir fara á eftirlaun og að leggja niður „óafkastamiklar“ ríkisstofnanir. Einnig á að draga úr niðurgreiðslu sýklalyfja og að leggja niður tvö hátíðardaga Frakka. Dagarnir sem urðu fyrir valinu eru annar í páskum og 8. maí þar sem fagnað er endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Frakkar eru almennt óánægðir með fjárlög Bayro. Stéttafélög hafa kallað eftir allsherjarverkfalli þann 10. september í mótmælaskyni og að auki er áðurnefnd atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu. Leiðtogar fjögurra flokka hafa þegar lýst því yfir að þeir muni styðja tillöguna. Frakkland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
„Ég get ekki fullvissað ykkur um að hættan á inngripi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé ekki til staðar,“ sagði Éric Lombardy, fjármálaráðherra Frakka. Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu sem samkvæmt NYT sé vegna mikilla ríkisútgjalda í þágu hagkerfisins vegna útgöngubanns sem var í gildi í Frakklandi á meðan heimsfaraldurinn stóð, og orkukreppunnar sem skall á Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Í færslu á samfélagsmiðlum sagði Lombardy hins vegar að Frakkland væri ekki í hættu á inngripi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska seðlabankanum eða annarri alþjóðlegri stofnun. Frakkland væri að fjármagna skuldir þeirra án erfiðleika. Frakkar eru í gríðarmikilli skuld en fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu fyrir árið 2024. Þá jukust skuldir þeirra á fyrsta ársfjórðungi í 3,3 billjónir evra, rúmar 472 billjónir íslenskra króna. Það er meira en 114 prósent af vergri landsframleiðslu Frakklands. Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakka, hefur lagt til niðurskurð í fjárlögum næsta árs. Með tillögum hans sé hægt að skera niður um 44 milljarða evra, sem samsvarar 6,3 billjónum króna. Vegna fjárlaganna sækist Bayrou eftir því að franska þingið greiði atkvæði um traustsyfirlýsingar í hans þágu nú í september. Bayrou, sem tók við embættinu í desember eftir stutta embættistíð Michel Barnier, sagði halla landsins vera hans helsta baráttumál. Hann telur að vextir af skuldum Frakklands gætu orðið stærsti útgjaldaliður ríkisstjórnarinnar árið 2029. Í niðurskurðstillögum forsætisráðherrans felst meðal annars að ráða einungis einn opinberan starfsmann fyrir hverja þrjá sem hætta þegar þeir fara á eftirlaun og að leggja niður „óafkastamiklar“ ríkisstofnanir. Einnig á að draga úr niðurgreiðslu sýklalyfja og að leggja niður tvö hátíðardaga Frakka. Dagarnir sem urðu fyrir valinu eru annar í páskum og 8. maí þar sem fagnað er endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Frakkar eru almennt óánægðir með fjárlög Bayro. Stéttafélög hafa kallað eftir allsherjarverkfalli þann 10. september í mótmælaskyni og að auki er áðurnefnd atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu. Leiðtogar fjögurra flokka hafa þegar lýst því yfir að þeir muni styðja tillöguna.
Frakkland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira