Grunnurinn gleymist Jón Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Það hefur aldrei þótt góðri lukku að stýra að byggja hús sitt á sandi. Það uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku samfélagi er líkast uppbyggingu frá grunni. Ef rétt byggingarstæði er valið mun byggingin rísa fyrr og standa betur. Í umræðunni um málefni dagsins, s.s. IceSave, aðildarviðræður við Evrópusambandið og fleiri slík stórmál, gleymist gjarnan að ræða aðalatriðið, það á hverju á að byggja viðreisnina; með hverju þessi þjóð ætlar að greiða skuldbindingar sínar. Tækifæri okkar til atvinnuuppbyggingar eru nánast óþrjótandi. Við fengum samþykkt sérstakt íslenskt ákvæði í Kyoto-samningnum m.a. vegna sérstöðu okkar til náttúruvænna möguleika í orkuöflun. Gæta verður þeirra hagsmuna í þeim viðræðum sem framundan eru um loftslagsmál. Við höfum ratað skynsamlega leið milli nýtingar og verndunar í okkar náttúru. Tækifærin eru víða og til að ná alvöru viðreisn í gang verðum við að nýta þau. Sú vinstri stjórn sem nú er við völd hefur engin alvöru markmið um atvinnuuppbyggingu. Stuðningur við þau verkefni sem komin voru af stað er veittur með semingi. Mannfrekum framkvæmdum í samgöngumálum er slegið á frest. Afleiðingarnar eru þær að í mörgum stéttum er að skapast atgervisflótti og óvíst er að það fólk snúi til baka. Það er brýnt að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar í stóriðju sem vörðuð hefur verið. Þar liggja tækifæri okkar til atvinnu- og verðmætasköpunar. Tímabundið vandamál vegna fjármögnunar virkjana s.s. við Búðarháls og í Reykjahlíð er auðleyst. Landsmenn hafa lagt það mikið til hliðar í lífeyrissjóðakerfinu að slík rök halda ekki. Lífeyrissjóðirnir verða ekki notaðir í nokkuð betra nú en að fjármagna atvinnuskapandi arðbærar framkvæmdir. Aukin umsvif í atvinnulífinu verða fljótlega til þess að auka á bjartsýni innanlands og traust okkar útávið. Við verðum að vera tilbúin að veðja á okkur sjálf og auðlindir þessa frábæra lands sem við byggjum. Tökum þennan slag með þeim krafti sem við eigum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei þótt góðri lukku að stýra að byggja hús sitt á sandi. Það uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku samfélagi er líkast uppbyggingu frá grunni. Ef rétt byggingarstæði er valið mun byggingin rísa fyrr og standa betur. Í umræðunni um málefni dagsins, s.s. IceSave, aðildarviðræður við Evrópusambandið og fleiri slík stórmál, gleymist gjarnan að ræða aðalatriðið, það á hverju á að byggja viðreisnina; með hverju þessi þjóð ætlar að greiða skuldbindingar sínar. Tækifæri okkar til atvinnuuppbyggingar eru nánast óþrjótandi. Við fengum samþykkt sérstakt íslenskt ákvæði í Kyoto-samningnum m.a. vegna sérstöðu okkar til náttúruvænna möguleika í orkuöflun. Gæta verður þeirra hagsmuna í þeim viðræðum sem framundan eru um loftslagsmál. Við höfum ratað skynsamlega leið milli nýtingar og verndunar í okkar náttúru. Tækifærin eru víða og til að ná alvöru viðreisn í gang verðum við að nýta þau. Sú vinstri stjórn sem nú er við völd hefur engin alvöru markmið um atvinnuuppbyggingu. Stuðningur við þau verkefni sem komin voru af stað er veittur með semingi. Mannfrekum framkvæmdum í samgöngumálum er slegið á frest. Afleiðingarnar eru þær að í mörgum stéttum er að skapast atgervisflótti og óvíst er að það fólk snúi til baka. Það er brýnt að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar í stóriðju sem vörðuð hefur verið. Þar liggja tækifæri okkar til atvinnu- og verðmætasköpunar. Tímabundið vandamál vegna fjármögnunar virkjana s.s. við Búðarháls og í Reykjahlíð er auðleyst. Landsmenn hafa lagt það mikið til hliðar í lífeyrissjóðakerfinu að slík rök halda ekki. Lífeyrissjóðirnir verða ekki notaðir í nokkuð betra nú en að fjármagna atvinnuskapandi arðbærar framkvæmdir. Aukin umsvif í atvinnulífinu verða fljótlega til þess að auka á bjartsýni innanlands og traust okkar útávið. Við verðum að vera tilbúin að veðja á okkur sjálf og auðlindir þessa frábæra lands sem við byggjum. Tökum þennan slag með þeim krafti sem við eigum. Höfundur er alþingismaður.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun