Skuldir og skilningsleysi Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. ágúst 2009 04:00 Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita." Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Eins og Sigríður veit eru allar líkur á að afföll hafi orðið á íbúðalánasöfnum, af ýmsum ástæðum, við uppgjör bankanna á dögunum. Gert er ráð fyrir minni heimtum. Spurningin er sú hvernig hægt er að láta þessi afföll renna til íslenskra heimila. Nokkrar leiðir eru í boði: 1) að láta þau renna sem allra minnst til heimilanna, 2) að láta þau renna til sumra heimila, 3) að láta þau renna jafnt til allra heimila, 4) að bjóða heimilum upp á einhvers konar val í þessum efnum. Stjórnarmeirihlutinn, utan einstakra þingmanna, hefur brugðið fyrir sig sama skilningsleysi og Sigríður gagnvart hugmyndum um almenna niðurfærslu skulda. Ef skilningsleysið hefur ekki orðið fyrir valinu hefur hugmyndum framsóknarmanna, sem settar hafa verið fram af hógværð og með öllum fyrirvörum um útfærslur, verið mætt með svo tilfinningaríkri höfnun að undrum sætir. Þrátt fyrir þetta ætla ég enn að vona að hægt verði að vekja ríkisstjórnina til viðureignar við þennan vanda. Það er flestum orðið ljóst að minnkandi greiðsluvilji skuldara er orðinn verulegt vandamál sem verður stærra ef ekkert er gert. Áðurnefnd viðbrögð við hugmyndum um almenna niðurfærslu höfuðstóls ætla ég því að leyfa mér að túlka sem pólitískt spil, eins og gengur, en halda í þá trú að undir niðri dormi þó eftir allt saman skynsemin. Af hverju ætti jú ríkisstjórnin beinlínis að leggjast gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila? Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita." Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Eins og Sigríður veit eru allar líkur á að afföll hafi orðið á íbúðalánasöfnum, af ýmsum ástæðum, við uppgjör bankanna á dögunum. Gert er ráð fyrir minni heimtum. Spurningin er sú hvernig hægt er að láta þessi afföll renna til íslenskra heimila. Nokkrar leiðir eru í boði: 1) að láta þau renna sem allra minnst til heimilanna, 2) að láta þau renna til sumra heimila, 3) að láta þau renna jafnt til allra heimila, 4) að bjóða heimilum upp á einhvers konar val í þessum efnum. Stjórnarmeirihlutinn, utan einstakra þingmanna, hefur brugðið fyrir sig sama skilningsleysi og Sigríður gagnvart hugmyndum um almenna niðurfærslu skulda. Ef skilningsleysið hefur ekki orðið fyrir valinu hefur hugmyndum framsóknarmanna, sem settar hafa verið fram af hógværð og með öllum fyrirvörum um útfærslur, verið mætt með svo tilfinningaríkri höfnun að undrum sætir. Þrátt fyrir þetta ætla ég enn að vona að hægt verði að vekja ríkisstjórnina til viðureignar við þennan vanda. Það er flestum orðið ljóst að minnkandi greiðsluvilji skuldara er orðinn verulegt vandamál sem verður stærra ef ekkert er gert. Áðurnefnd viðbrögð við hugmyndum um almenna niðurfærslu höfuðstóls ætla ég því að leyfa mér að túlka sem pólitískt spil, eins og gengur, en halda í þá trú að undir niðri dormi þó eftir allt saman skynsemin. Af hverju ætti jú ríkisstjórnin beinlínis að leggjast gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila? Höfundur er þingmaður.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar