Dýr leið valin við endurreisn bankanna Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 18. mars 2009 00:01 samsett mynd/kristinn Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Eignaumsýslufélögin myndu síðan kaupa til baka öll verstu lán sem lágu í nýju bankana. Kostnaður við færslu á milli gömlu bankanna og nýju yrði enginn að undanskildum innlánum bankanna, sem metin yrðu á 1.300 milljarða króna. Skildi litið á þau sem ígildi greiðslu í reiðufé. Gert var ráð fyrir að enduruppbygging bankakerfisins tæki stuttan tíma og myndi standa eftir tiltölulega lítið bankakerfi. Það myndi svara til 1,5-faldrar landsframleiðslu. Það gamla jafngilti tífaldri landsframleiðslu. Eftir því sem næst verður komist stóð Fjármálaeftirlitið (FME) frammi nokkrum möguleikum í haust. Eftirlitið varð nær einráða um endurskipulagningu bankageirans við setningu neyðarlaga í október. Það valdi þá leið að taka yfir innlendar eignir bankanna til að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér. Alþjóðleg starfsemi var skilin frá innlendri starfsemi. Þá yfirtóku nýju bankarnir allar innstæðuskuldbindingar gömlu bankanna hér auk stærsta hluta þeirra eigna sem tengjast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman sér um verðmat nýju bankanna og mun það liggja fyrir í næsta mánuði. Áætlað er að bankarnir gefi út skuldabréf upp á tæpa fjögur hundruð milljarða, sem rennur til þeirra gömlu í skiptum fyrir eignir. Viðmælendur Markaðarins segja þetta afar kostnaðarsama lausn. Hætta sé á að það verði of þunglamalegt og geti reynt bönkunum ofviða. Því hafi verið betra að fara að tillögum JP Morgans á sínum tíma fremur en FME. Sambærilegar hugmyndir og þær sem JP Morgan og Seðlabankinn höfðu uppi á borðinu í fyrrahaust hafa gengið í endurnýjun lífdaga í tillögum sem Jón Gunnar Jónsson hefur unnið. Jón hefur um árabil starfað hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch víða um heim en tillögurnar hefur hann kynnt þingmönnum og öðrum embættismönnum síðustu vikur. Tillögurnar ganga nokkuð lengra en hugmyndir JP Morgan en í þeim felst meðal annars að fyrirtæki verði ráðið sem hafi reynslu af því að þefa uppi eignir sem komið hafi verið undan í skjólum. Jón nefnir bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates sem dæmi en það hefur þefað uppi eignir Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks, sem hann hafði komið undan. Markaðir Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Eignaumsýslufélögin myndu síðan kaupa til baka öll verstu lán sem lágu í nýju bankana. Kostnaður við færslu á milli gömlu bankanna og nýju yrði enginn að undanskildum innlánum bankanna, sem metin yrðu á 1.300 milljarða króna. Skildi litið á þau sem ígildi greiðslu í reiðufé. Gert var ráð fyrir að enduruppbygging bankakerfisins tæki stuttan tíma og myndi standa eftir tiltölulega lítið bankakerfi. Það myndi svara til 1,5-faldrar landsframleiðslu. Það gamla jafngilti tífaldri landsframleiðslu. Eftir því sem næst verður komist stóð Fjármálaeftirlitið (FME) frammi nokkrum möguleikum í haust. Eftirlitið varð nær einráða um endurskipulagningu bankageirans við setningu neyðarlaga í október. Það valdi þá leið að taka yfir innlendar eignir bankanna til að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér. Alþjóðleg starfsemi var skilin frá innlendri starfsemi. Þá yfirtóku nýju bankarnir allar innstæðuskuldbindingar gömlu bankanna hér auk stærsta hluta þeirra eigna sem tengjast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman sér um verðmat nýju bankanna og mun það liggja fyrir í næsta mánuði. Áætlað er að bankarnir gefi út skuldabréf upp á tæpa fjögur hundruð milljarða, sem rennur til þeirra gömlu í skiptum fyrir eignir. Viðmælendur Markaðarins segja þetta afar kostnaðarsama lausn. Hætta sé á að það verði of þunglamalegt og geti reynt bönkunum ofviða. Því hafi verið betra að fara að tillögum JP Morgans á sínum tíma fremur en FME. Sambærilegar hugmyndir og þær sem JP Morgan og Seðlabankinn höfðu uppi á borðinu í fyrrahaust hafa gengið í endurnýjun lífdaga í tillögum sem Jón Gunnar Jónsson hefur unnið. Jón hefur um árabil starfað hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch víða um heim en tillögurnar hefur hann kynnt þingmönnum og öðrum embættismönnum síðustu vikur. Tillögurnar ganga nokkuð lengra en hugmyndir JP Morgan en í þeim felst meðal annars að fyrirtæki verði ráðið sem hafi reynslu af því að þefa uppi eignir sem komið hafi verið undan í skjólum. Jón nefnir bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates sem dæmi en það hefur þefað uppi eignir Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks, sem hann hafði komið undan.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira