Uggvænleg stefna Jón Gunnarsson skrifar 16. júlí 2009 06:00 Á meðan við deilum um skyldur okkar til að greiða skuldir vegna Icesave, eru aðrar og ekki síður alvarlegar aðstæður að skapast. Innlendir jafnt sem erlendir sérfræðingar segja að Íslendingar eigi tækifæri til viðreisnar sem geri gæfumuninn. Þar er vitnað í auðlindir til lands og sjávar. Viðskiptaráðherra tók undir með sérfræðingum OECD um að nýting náttúruauðlinda til stóriðju sé sá grundvöllur sem viðreisn okkar byggist á. Í ljósi þess er stefna ríkisstjórnarinnar uggvænleg. Í stað þess að leggja í þá nauðsynlegu vinnu að kynna Ísland sem valkost fyrir alþjóðleg fyrirtæki með orkufreka starfsemi, virðast stjórnvöld í herferð gegn atvinnusköpun. Fjármálaráðherra svaraði til að mynda fyrirspurn minni á Alþingi um uppbyggingu íslensks atvinnulífs á þann veg að ekki væri þörf á frekari stóriðju, lítil og meðalstór fyrirtæki stæðu undir uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar. Á sama tíma og hvetja ætti fyrirtæki til mannaráðninga með skattaívilnunum og öðrum hvetjandi leiðum, fetar þessi ríkisstjórn veg aukinnar gjaldtöku og skattheimtu af fyrirtækjum og heimilum. Þessi stefna gerir ekkert annað en að festa atvinnuleysi í sessi. Munurinn á okkur og öðrum þjóðum svo sem Bretum er sá að við verðum að framleiða útflutningsverðmæti og skapa þannig gjaldeyristekjur til að greiða m.a. erlendar skuldir okkar, á meðan Bretar geta einfaldlega prentað sinn gjaldmiðil og gert þannig upp sínar skuldir með tilheyrandi skammtíma verðbólguáhrifum. Aukin nýting náttúruauðlinda í þágu uppbyggingar atvinnulífs er sú leið sem við verðum að feta, um leið og þess verður gætt að halda eðlilegu jafnvægi milli verndunar og nýtingar í náttúru landsins. Ríkisstjórnarflokkunum virðist ómögulegt að átta sig á mikilvægi þessara staðreynda. Halda menn virkilega að aukinn skattheimta uppá 7,5 milljarða í formi auðlindaskatta og eftirgjöf á þeirri viðurkenningu sem náðist gagnvart sérstöðu Íslands í loftlagsmálum, sé til þess fallin að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi. Það er lífsspursmál að frá þessari stefnu verði fallið strax. Við höfum ekki efni á einhverri draumsýn við þessar aðstæður, veruleikinn er alvarlegri en það. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Á meðan við deilum um skyldur okkar til að greiða skuldir vegna Icesave, eru aðrar og ekki síður alvarlegar aðstæður að skapast. Innlendir jafnt sem erlendir sérfræðingar segja að Íslendingar eigi tækifæri til viðreisnar sem geri gæfumuninn. Þar er vitnað í auðlindir til lands og sjávar. Viðskiptaráðherra tók undir með sérfræðingum OECD um að nýting náttúruauðlinda til stóriðju sé sá grundvöllur sem viðreisn okkar byggist á. Í ljósi þess er stefna ríkisstjórnarinnar uggvænleg. Í stað þess að leggja í þá nauðsynlegu vinnu að kynna Ísland sem valkost fyrir alþjóðleg fyrirtæki með orkufreka starfsemi, virðast stjórnvöld í herferð gegn atvinnusköpun. Fjármálaráðherra svaraði til að mynda fyrirspurn minni á Alþingi um uppbyggingu íslensks atvinnulífs á þann veg að ekki væri þörf á frekari stóriðju, lítil og meðalstór fyrirtæki stæðu undir uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar. Á sama tíma og hvetja ætti fyrirtæki til mannaráðninga með skattaívilnunum og öðrum hvetjandi leiðum, fetar þessi ríkisstjórn veg aukinnar gjaldtöku og skattheimtu af fyrirtækjum og heimilum. Þessi stefna gerir ekkert annað en að festa atvinnuleysi í sessi. Munurinn á okkur og öðrum þjóðum svo sem Bretum er sá að við verðum að framleiða útflutningsverðmæti og skapa þannig gjaldeyristekjur til að greiða m.a. erlendar skuldir okkar, á meðan Bretar geta einfaldlega prentað sinn gjaldmiðil og gert þannig upp sínar skuldir með tilheyrandi skammtíma verðbólguáhrifum. Aukin nýting náttúruauðlinda í þágu uppbyggingar atvinnulífs er sú leið sem við verðum að feta, um leið og þess verður gætt að halda eðlilegu jafnvægi milli verndunar og nýtingar í náttúru landsins. Ríkisstjórnarflokkunum virðist ómögulegt að átta sig á mikilvægi þessara staðreynda. Halda menn virkilega að aukinn skattheimta uppá 7,5 milljarða í formi auðlindaskatta og eftirgjöf á þeirri viðurkenningu sem náðist gagnvart sérstöðu Íslands í loftlagsmálum, sé til þess fallin að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi. Það er lífsspursmál að frá þessari stefnu verði fallið strax. Við höfum ekki efni á einhverri draumsýn við þessar aðstæður, veruleikinn er alvarlegri en það. Höfundur er alþingismaður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun