Slóvakar taka upp evru 1. janúar 2009 14:26 Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sýnir stoltur evruseðlana í þinghúsinu. Mynd/AFP Slóvakar tóku upp evru í dag og varð landið þar með sextánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Allt að hundrað þúsund manns komu saman á aðaltorginu í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu í gærkvöldi í tilefni bæði áramótanna og myntbreytingarinnar. Þá var Robert Fico, forsætisráðherra landsins, einn fyrstur landsmanna til að taka sér seðlinn í hendur þegar hann tók út hundrað evrur úr hraðbanka þinghússins. Kórúnan, gjaldmiðill Slóvaka fram til þessa, verður í umferð til 16. þessa mánaðar, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Ríkisútvarpið segir Slóvaka telja evruupptökuna af hinu góða og hafa varið landið frá þeim óstöðugleika í gengismálum sem hrjáð hafi nágrannaríkin. Kórúnan var fasttengd evru í júlí á síðasta ári. Á sama tíma hefur gjaldmiðill Pólverja fallið um 24 prósent gagnvart evru en tékkneska kórúnan um ellefu prósent. Gjaldmiðlar annarra nágrannaríkja hafa fallið í kringum tíu prósent á sama tíma, samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Slóvakar tóku upp evru í dag og varð landið þar með sextánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Allt að hundrað þúsund manns komu saman á aðaltorginu í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu í gærkvöldi í tilefni bæði áramótanna og myntbreytingarinnar. Þá var Robert Fico, forsætisráðherra landsins, einn fyrstur landsmanna til að taka sér seðlinn í hendur þegar hann tók út hundrað evrur úr hraðbanka þinghússins. Kórúnan, gjaldmiðill Slóvaka fram til þessa, verður í umferð til 16. þessa mánaðar, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Ríkisútvarpið segir Slóvaka telja evruupptökuna af hinu góða og hafa varið landið frá þeim óstöðugleika í gengismálum sem hrjáð hafi nágrannaríkin. Kórúnan var fasttengd evru í júlí á síðasta ári. Á sama tíma hefur gjaldmiðill Pólverja fallið um 24 prósent gagnvart evru en tékkneska kórúnan um ellefu prósent. Gjaldmiðlar annarra nágrannaríkja hafa fallið í kringum tíu prósent á sama tíma, samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira