Fyrirtæki skila uppgjörum seint og illa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 29. apríl 2009 08:00 Rakel Sverrisdóttir. Mynd/Stefán „Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo og Viðskiptaráð hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki taki sig á og skili ársreikningum fyrr en seinna. Kostirnir séu margir. Bæði megi fá skýra mynd af stöðu fyrirtækja eftir hrunið í haust auk þess sem það geti hjálpað til við endurreisn þeirra. „Við vitum ekki hvernig fyrirtækjum reiddi af sem skila ekki ársreikningum," segir Rakel og leggur áherslu á að mikilvægt sé að byggja á eins nýlegum upplýsingum og völ er á. Því er æskilegt að fyrirtæki hraði skilum sínum svo hægt verði að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hrunsins á íslenskt atvinnulíf. Hún útilokar ekki að gamlar, jafnvel úreltar upplýsingar hafi komið fyrirtækjum illa fyrir hrunið. Stjórnendur hafi lagt fram allt að tveggja ára gamlar upplýsingar þegar lán voru tekin og það hafi komið þeim illa. „Ef við byggjum ekki ákvarðanir á nýjum upplýsingum þá eru auknar líkur á að þær séu ekki réttar," segir hún. Rúmlega 90 prósent fyrirtækja erlendis skila ársreikningum sínum á tilsettum tíma. Hér hefur skilafresturinn um margra ára skeið runnið út í ágústlok ár hvert. Rakel segir einungis um tíu til fimmtán prósent fyrirtækja vera búin að skila reikningum sínum þegar sá tími rennur upp. Þau gefi hins vegar í þegar skilafrestur er að baki og sé mesta álagið fyrstu vikurnar á eftir. Sem dæmi hafi tæplega sautján prósent fyrirtækja verið búin að skila uppgjörum sínum í september í fyrra. Í byrjun þessa mánaðar áttu enn 75 prósent skilaskyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan. Rakel segir ótrúlegt hversu mjög fyrirtæki dragi það að skila ársreikningi. Dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningi í fimm ár. Ekki eru þó öll fyrirtæki í trassahópnum því ríflega þúsund fyrirtæki hafa þegar skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Í fyrrasumar tóku gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðureikningi á tilsettum tíma. Tefjist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Reiknað er með að heildarsektir gætu numið allt að hálfum milljarði króna vegna vanskilanna frá 2006. Rakel hefur efasemdir um gildi sekta enda kvartmilljón ekki þungur baggi fyrir mörg fyrirtæki og virðist sem stjórnendum finnist ekki tiltökumál þótt ítrekanir safni ryki. Hún segir nauðsynlegt að beita öðrum ráðum til að bæta heimtur, jafnvel álíka harkalegum og erlendis. Þar eru fyrirtæki afskráð skili þau ekki reikningi á tilsettum tíma. Þetta er hörð refsing, en virðist duga, að sögn framkvæmdastjóra Creditinfo. Markaðir Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
„Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo og Viðskiptaráð hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki taki sig á og skili ársreikningum fyrr en seinna. Kostirnir séu margir. Bæði megi fá skýra mynd af stöðu fyrirtækja eftir hrunið í haust auk þess sem það geti hjálpað til við endurreisn þeirra. „Við vitum ekki hvernig fyrirtækjum reiddi af sem skila ekki ársreikningum," segir Rakel og leggur áherslu á að mikilvægt sé að byggja á eins nýlegum upplýsingum og völ er á. Því er æskilegt að fyrirtæki hraði skilum sínum svo hægt verði að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hrunsins á íslenskt atvinnulíf. Hún útilokar ekki að gamlar, jafnvel úreltar upplýsingar hafi komið fyrirtækjum illa fyrir hrunið. Stjórnendur hafi lagt fram allt að tveggja ára gamlar upplýsingar þegar lán voru tekin og það hafi komið þeim illa. „Ef við byggjum ekki ákvarðanir á nýjum upplýsingum þá eru auknar líkur á að þær séu ekki réttar," segir hún. Rúmlega 90 prósent fyrirtækja erlendis skila ársreikningum sínum á tilsettum tíma. Hér hefur skilafresturinn um margra ára skeið runnið út í ágústlok ár hvert. Rakel segir einungis um tíu til fimmtán prósent fyrirtækja vera búin að skila reikningum sínum þegar sá tími rennur upp. Þau gefi hins vegar í þegar skilafrestur er að baki og sé mesta álagið fyrstu vikurnar á eftir. Sem dæmi hafi tæplega sautján prósent fyrirtækja verið búin að skila uppgjörum sínum í september í fyrra. Í byrjun þessa mánaðar áttu enn 75 prósent skilaskyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan. Rakel segir ótrúlegt hversu mjög fyrirtæki dragi það að skila ársreikningi. Dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningi í fimm ár. Ekki eru þó öll fyrirtæki í trassahópnum því ríflega þúsund fyrirtæki hafa þegar skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Í fyrrasumar tóku gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðureikningi á tilsettum tíma. Tefjist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Reiknað er með að heildarsektir gætu numið allt að hálfum milljarði króna vegna vanskilanna frá 2006. Rakel hefur efasemdir um gildi sekta enda kvartmilljón ekki þungur baggi fyrir mörg fyrirtæki og virðist sem stjórnendum finnist ekki tiltökumál þótt ítrekanir safni ryki. Hún segir nauðsynlegt að beita öðrum ráðum til að bæta heimtur, jafnvel álíka harkalegum og erlendis. Þar eru fyrirtæki afskráð skili þau ekki reikningi á tilsettum tíma. Þetta er hörð refsing, en virðist duga, að sögn framkvæmdastjóra Creditinfo.
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira