Sigþór Sigurðsson: Um vegatolla Sigþór Sigurðsson skrifar 10. apríl 2010 09:46 Samgönguráðherra hefur viðrað hugmyndir um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum útúr höfuðborginni. Gjaldið skal standa beint undir ýmsum arðbærum vegaframkvæmdum á næstu árum. Lífeyrissjóðir okkar landsmanna vilja fjármagna framkvæmdirnar og skapa störf. Valin verða verulega arðbær verkefni og sjóðirnir fá tekjurnar af vegagjöldunum. Bent hefur verið á að við núverandi aðstæður er þetta eina leiðin til þess að koma einhverjum slíkum verkefnum af stað. Ríkissjóður má ekki skuldsetja sig frekar þó um þjóðhagslega arðbær verkefni sé að ræða. Sveitarfélög hafa mörg hver verið rekin afar óskynsamlega á undanförnum árum og hafa ekki bolmagn til að framkvæma né fjárfesta. Ekki þarf að nefna einkageirann sem varla mun standa undir fjárfestingu að neinu nemi á næstu árum. Allt hefur þetta valdið óskaplegu hruni í atvinnugrein sem nefnist bygginga- og verktakaiðnaður. Stór og mikilvæg atvinnugrein sem staðið hefur undir allt að 10-15% landsframleiðslunnar er nánast þurrkuð út. Engir starfsmenn í öðrum atvinnugreinum hafa upplifað annað eins hrun og hér hefur orðið. Hundruð fyrirtækja hafa orðið gjaldþrota og þau sem eftir lifa berjast fyrir lífi sínu. Þúsundir hafa misst vinnuna og atgerfisflótti er slíkur að stór hætta er á að verktakaiðnaðurinn tapi stórum hluta af þeirri verkþekkingu sem byggð hefur verið upp hér á landi. Enn ein rökin með útfærslu þessarar hugmyndar er að vegagerð er ein sú aðgerð sem hraðast spýtir einhverjum gangi í hagkerfið. Að koma arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað hefur enda verið beitt um allan heim í áratugi ef ekki hundruð til að örva efnahagslífið eftir áföll. Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að fagna þessum hugmyndum ráðherra þó viðkomandi sé ekki ákafur stuðningsmaður frekari skatta eða gjaldtöku. Semsagt flest jákvætt en þá rísa úrtölumenn upp. Á örfáum dögum hefur undirritaður lesið greinar eða heyrt viðtöl við menn sem eiga þó fátt sameiginlegt og má nefna Sverri Jakobsson, Árna Johnsen þingmann og ónefndan bæjarstjóra af landsbyggðinni sem allir hafa lýst yfir mikilli andstyggð á þessari aðferðarfræði. Farið er fram með gamalkunnug rök gegn gjaldheimtu á vegum en verst er þó að heyra rökin þegar verið er að etja saman höfuðborgarbúum við landsbyggðarfólk. Talað er um landsbyggðarskatt eins og það séu eingöngu landsbyggðarfólk sem komi til borgarinnar en borgarbúar fari aldrei þaðan. Þetta er hreinlega óþolandi umræða vitiborins fólks. Er ekki nóg komið af þessum slag milli höfuðborgar og landsbyggðar? Á þessu skeri okkar búa rúm 300.000 manns. Það er komið tími til að þessar hræður skilgreini sig sem Íslendinga. Þurfum við virkilega sífellt að þrasa og kýta um allt milli himins og jarðar á grundvelli búsetu? Ég bý í Reykjavík og mér þykir vænt um landsbyggðina og fólkið sem býr þar. Víða er fallegt og ég gæti hugsað mér að búa á mörgum stöðum því kostirnir eru ótvíræðir sumstaðar. Stuttar vegalengdir innanbæjar og jafnvel óþarfi að eiga bíl, húsnæði er ódýrt og gott mannlíf. Einnig má spyrja má hve margir Akureyringar svo dæmi sé tekið komi akandi til Reykjavíkur á hverju ári. Hve margir Reykjavíkungar ætli fari til Akureyrar? Hverjir ætli aki þúsundum saman útúr höfuðborginni á föstudögum um helgar og inní hana aftur á sunnudögum? Ætli það séu Reykvíkingar á leið til og frá sumarhúsum á suðurlandi og vesturlandi? Það skildi þó ekki vera? Hefur einhver þrasaraþingmaðurinn af landbyggðinni sem hefur áhyggjur af því að hann beri miklu meiri kostnað af lífi sínu en annar vegna stöðugra ferða til Reykjavíkur reiknað út hvað hann borgar minna fyrir húsnæði sitt á lífsleiðinni t.d á Selfossi miðað við miðbæ Reykjavíkur? Þar skiptir sennilega tugum milljóna á lífsleiðinni. Nei hér dugar ekki að koma fram með gömlu landsbyggðarrökin og reyna enn að tvístra þjóðinni. Við búum hérna saman og við þurfum að vinna okkur útúr vanda landsins saman. Þetta er ein leið sem getur leitt til hagvaxtar og unnið gegn atvinnuleysi. Áfram nú. Sigþór Sigurðsson. Höfundur er formaður Mannvirkis, félag bygginga- og jarðvinnuverktaka innan SI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Samgönguráðherra hefur viðrað hugmyndir um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum útúr höfuðborginni. Gjaldið skal standa beint undir ýmsum arðbærum vegaframkvæmdum á næstu árum. Lífeyrissjóðir okkar landsmanna vilja fjármagna framkvæmdirnar og skapa störf. Valin verða verulega arðbær verkefni og sjóðirnir fá tekjurnar af vegagjöldunum. Bent hefur verið á að við núverandi aðstæður er þetta eina leiðin til þess að koma einhverjum slíkum verkefnum af stað. Ríkissjóður má ekki skuldsetja sig frekar þó um þjóðhagslega arðbær verkefni sé að ræða. Sveitarfélög hafa mörg hver verið rekin afar óskynsamlega á undanförnum árum og hafa ekki bolmagn til að framkvæma né fjárfesta. Ekki þarf að nefna einkageirann sem varla mun standa undir fjárfestingu að neinu nemi á næstu árum. Allt hefur þetta valdið óskaplegu hruni í atvinnugrein sem nefnist bygginga- og verktakaiðnaður. Stór og mikilvæg atvinnugrein sem staðið hefur undir allt að 10-15% landsframleiðslunnar er nánast þurrkuð út. Engir starfsmenn í öðrum atvinnugreinum hafa upplifað annað eins hrun og hér hefur orðið. Hundruð fyrirtækja hafa orðið gjaldþrota og þau sem eftir lifa berjast fyrir lífi sínu. Þúsundir hafa misst vinnuna og atgerfisflótti er slíkur að stór hætta er á að verktakaiðnaðurinn tapi stórum hluta af þeirri verkþekkingu sem byggð hefur verið upp hér á landi. Enn ein rökin með útfærslu þessarar hugmyndar er að vegagerð er ein sú aðgerð sem hraðast spýtir einhverjum gangi í hagkerfið. Að koma arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað hefur enda verið beitt um allan heim í áratugi ef ekki hundruð til að örva efnahagslífið eftir áföll. Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að fagna þessum hugmyndum ráðherra þó viðkomandi sé ekki ákafur stuðningsmaður frekari skatta eða gjaldtöku. Semsagt flest jákvætt en þá rísa úrtölumenn upp. Á örfáum dögum hefur undirritaður lesið greinar eða heyrt viðtöl við menn sem eiga þó fátt sameiginlegt og má nefna Sverri Jakobsson, Árna Johnsen þingmann og ónefndan bæjarstjóra af landsbyggðinni sem allir hafa lýst yfir mikilli andstyggð á þessari aðferðarfræði. Farið er fram með gamalkunnug rök gegn gjaldheimtu á vegum en verst er þó að heyra rökin þegar verið er að etja saman höfuðborgarbúum við landsbyggðarfólk. Talað er um landsbyggðarskatt eins og það séu eingöngu landsbyggðarfólk sem komi til borgarinnar en borgarbúar fari aldrei þaðan. Þetta er hreinlega óþolandi umræða vitiborins fólks. Er ekki nóg komið af þessum slag milli höfuðborgar og landsbyggðar? Á þessu skeri okkar búa rúm 300.000 manns. Það er komið tími til að þessar hræður skilgreini sig sem Íslendinga. Þurfum við virkilega sífellt að þrasa og kýta um allt milli himins og jarðar á grundvelli búsetu? Ég bý í Reykjavík og mér þykir vænt um landsbyggðina og fólkið sem býr þar. Víða er fallegt og ég gæti hugsað mér að búa á mörgum stöðum því kostirnir eru ótvíræðir sumstaðar. Stuttar vegalengdir innanbæjar og jafnvel óþarfi að eiga bíl, húsnæði er ódýrt og gott mannlíf. Einnig má spyrja má hve margir Akureyringar svo dæmi sé tekið komi akandi til Reykjavíkur á hverju ári. Hve margir Reykjavíkungar ætli fari til Akureyrar? Hverjir ætli aki þúsundum saman útúr höfuðborginni á föstudögum um helgar og inní hana aftur á sunnudögum? Ætli það séu Reykvíkingar á leið til og frá sumarhúsum á suðurlandi og vesturlandi? Það skildi þó ekki vera? Hefur einhver þrasaraþingmaðurinn af landbyggðinni sem hefur áhyggjur af því að hann beri miklu meiri kostnað af lífi sínu en annar vegna stöðugra ferða til Reykjavíkur reiknað út hvað hann borgar minna fyrir húsnæði sitt á lífsleiðinni t.d á Selfossi miðað við miðbæ Reykjavíkur? Þar skiptir sennilega tugum milljóna á lífsleiðinni. Nei hér dugar ekki að koma fram með gömlu landsbyggðarrökin og reyna enn að tvístra þjóðinni. Við búum hérna saman og við þurfum að vinna okkur útúr vanda landsins saman. Þetta er ein leið sem getur leitt til hagvaxtar og unnið gegn atvinnuleysi. Áfram nú. Sigþór Sigurðsson. Höfundur er formaður Mannvirkis, félag bygginga- og jarðvinnuverktaka innan SI.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun