Breytingar á reiknilíkani Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2010 06:00 Í greinagerð með frumvarpi til fjárlaga 2011 er ný útgáfa af reiknilíkani háskóla lögð til grundvallar áætluðum fjárveitingum til kennslu samkvæmt frumvarpinu og er þessi nýja útgáfa gerð að umtalsefni í grein sem birtist hér í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Gunnar Guðna Tómasson og Sigurð Magnús Garðarsson. Í nýju reiknilíkani eru gerðar ýmsar breytingar en þó þannig að þær hafi ekki áhrif á heildarfjárveitingar til hvers skóla fyrir sig. Reiknilíkanið er fyrst og fremst vinnutæki sem ætlað er að leiðbeina um hvernig fjárveitingum er skipt milli háskóla en skólunum er svo í sjálfvald sett hvernig þeir deila fjármagninu innan sinna raða. Reiknilíkan háskóla var tekið í notkun árið 1999 og hefur vinna við endurskoðun á reiknilíkani átt sér langan aðdraganda. Hún hefur verið unnin góðu samstarfi við forsvarsmenn háskólanna. Þær breytingar sem nú eru gerðar eru einungis þær fyrstu - einstakir þættir líkansins verða áfram til skoðunar á komandi árum. Ódýrasti reikniflokkurinn, reikniflokkur 1, þ.e. nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað sambærilegt nám, hefur lengi verið talinn vanmetinn í líkaninu. Tæplega helmingur alls háskólanáms fellur undir þann reikniflokk og var við endurskoðun á líkaninu lögð áhersla á að hækka reikniflokk 1 en þar með lækka aðrir reikniflokkar á móti. Vegna hagræðingarkröfu í frumvarpi til fjárlaga 2011 voru bein framlög til háskóla lækkuð um 8% í tilfelli opinberra háskóla en 9% í tilfelli einkarekinna háskóla en þar að auki er 5% niðurskurðarkrafa á Listaháskóla Íslands sökum sérstöðu hans. Þessi niðurskurður endurspeglast síðan í reiknilíkani háskóla og leiðir til þess að reikniflokkur 1 stendur nánast í stað á meðan aðrir reikniflokkar lækka um 7-12%. Undanþágan frá þessu er þó að reikniflokkur 4 , nám í hjúkrunarfræði, hækkar um 1,6% á milli ára enda höfðu stjórnendur skólanna sótt um breytingu á þessum reikniflokki í mörg ár. Auk fjárveitinga samkvæmt framangreindum reikniflokkum er nú innbyggður hvati til að brautskrá nemendur með framlagi sem veitt er vegna brautskráninga nemenda. Heildarfjárveiting vegna brautskráninga nemur ríflega 450 milljónum króna og bætist sú fjárveiting við þá fjárveitingu sem myndast við að margfalda verð og fjölda ársnema í hverjum reikniflokki. Við þetta er því að bæta að hlutverk reiknilíkans háskóla er að skipta fjárveitingum á milli skóla en það er alveg ljóst að það nær ekki að áætla framlag sem stendur undir kostnaði við einstaka námsbrautir, enda ræðst sá kostnaður af mörgum þáttum eins og innra skipulagi skólanna. Við framangreint má bæta að í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 4% fjölgun í reikniflokki 5 sem vegur á móti lækkuðu verði á reikniflokkinum. Þetta er gert þó að í forsendum frumvarpsins sé gert ráð fyrir óverulegri fjölgun ársnema á milli ára, eða rétt um 0,5%. Þá er má bæta því við að verð í reikniflokki 5 er tvöfalt hærra en í reikniflokki 1. Við höfum jafnframt boðað það að næstu skref við endurskoðun reiknilíkansins munu m.a. fela í sér könnun á því hvort hækka þurfi framlög til „þyngri" raungreina þ.e. raungreina þar sem sannarlega þarf dýra rannsóknaraðstöðu og efniskaup eru mikil. Að lokum vil ég ítreka að endurskoðun á reiknilíkani hefur áhrif á vægi einstakra reikniflokka en ekki áhrif á heildarframlög til kennslu í hverjum skóla fyrir sig. Skólarnir ráða því hvernig þeim framlögum er skipt milli deilda og námsgreina og gera nú þegar hver með sínum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í greinagerð með frumvarpi til fjárlaga 2011 er ný útgáfa af reiknilíkani háskóla lögð til grundvallar áætluðum fjárveitingum til kennslu samkvæmt frumvarpinu og er þessi nýja útgáfa gerð að umtalsefni í grein sem birtist hér í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Gunnar Guðna Tómasson og Sigurð Magnús Garðarsson. Í nýju reiknilíkani eru gerðar ýmsar breytingar en þó þannig að þær hafi ekki áhrif á heildarfjárveitingar til hvers skóla fyrir sig. Reiknilíkanið er fyrst og fremst vinnutæki sem ætlað er að leiðbeina um hvernig fjárveitingum er skipt milli háskóla en skólunum er svo í sjálfvald sett hvernig þeir deila fjármagninu innan sinna raða. Reiknilíkan háskóla var tekið í notkun árið 1999 og hefur vinna við endurskoðun á reiknilíkani átt sér langan aðdraganda. Hún hefur verið unnin góðu samstarfi við forsvarsmenn háskólanna. Þær breytingar sem nú eru gerðar eru einungis þær fyrstu - einstakir þættir líkansins verða áfram til skoðunar á komandi árum. Ódýrasti reikniflokkurinn, reikniflokkur 1, þ.e. nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað sambærilegt nám, hefur lengi verið talinn vanmetinn í líkaninu. Tæplega helmingur alls háskólanáms fellur undir þann reikniflokk og var við endurskoðun á líkaninu lögð áhersla á að hækka reikniflokk 1 en þar með lækka aðrir reikniflokkar á móti. Vegna hagræðingarkröfu í frumvarpi til fjárlaga 2011 voru bein framlög til háskóla lækkuð um 8% í tilfelli opinberra háskóla en 9% í tilfelli einkarekinna háskóla en þar að auki er 5% niðurskurðarkrafa á Listaháskóla Íslands sökum sérstöðu hans. Þessi niðurskurður endurspeglast síðan í reiknilíkani háskóla og leiðir til þess að reikniflokkur 1 stendur nánast í stað á meðan aðrir reikniflokkar lækka um 7-12%. Undanþágan frá þessu er þó að reikniflokkur 4 , nám í hjúkrunarfræði, hækkar um 1,6% á milli ára enda höfðu stjórnendur skólanna sótt um breytingu á þessum reikniflokki í mörg ár. Auk fjárveitinga samkvæmt framangreindum reikniflokkum er nú innbyggður hvati til að brautskrá nemendur með framlagi sem veitt er vegna brautskráninga nemenda. Heildarfjárveiting vegna brautskráninga nemur ríflega 450 milljónum króna og bætist sú fjárveiting við þá fjárveitingu sem myndast við að margfalda verð og fjölda ársnema í hverjum reikniflokki. Við þetta er því að bæta að hlutverk reiknilíkans háskóla er að skipta fjárveitingum á milli skóla en það er alveg ljóst að það nær ekki að áætla framlag sem stendur undir kostnaði við einstaka námsbrautir, enda ræðst sá kostnaður af mörgum þáttum eins og innra skipulagi skólanna. Við framangreint má bæta að í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 4% fjölgun í reikniflokki 5 sem vegur á móti lækkuðu verði á reikniflokkinum. Þetta er gert þó að í forsendum frumvarpsins sé gert ráð fyrir óverulegri fjölgun ársnema á milli ára, eða rétt um 0,5%. Þá er má bæta því við að verð í reikniflokki 5 er tvöfalt hærra en í reikniflokki 1. Við höfum jafnframt boðað það að næstu skref við endurskoðun reiknilíkansins munu m.a. fela í sér könnun á því hvort hækka þurfi framlög til „þyngri" raungreina þ.e. raungreina þar sem sannarlega þarf dýra rannsóknaraðstöðu og efniskaup eru mikil. Að lokum vil ég ítreka að endurskoðun á reiknilíkani hefur áhrif á vægi einstakra reikniflokka en ekki áhrif á heildarframlög til kennslu í hverjum skóla fyrir sig. Skólarnir ráða því hvernig þeim framlögum er skipt milli deilda og námsgreina og gera nú þegar hver með sínum hætti.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun