Mourinho: Menn hækka um milljón við hvert orð svo að ég segi ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2010 09:30 Jose Mourinho, nýi þjálfari Real Madrid. Mynd/AFP Jose Mourinho, nýi þjálfari Real Madrid, vildi ekkert segja frá því á blaðamannafundinum í gær hvaða leikmenn hann ætlar að kaupa til spænska stórliðsins sem fór mikinn á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Mourinho sagðist vera mjög ánægður með leikmannahópinn en það vantaði bara 3 til 4 leikmenn til þess að liðið geti spilað eftir sinni hugmyndafræði. „Leikmenn hækka um milljón evra við hvert orð og um tíu milljónir evra við hver tíu orð. Við ættum því að sleppa því að tala um leikmenn. Félagið er ánægt með leikmannahópinn sem var á síðasta tímabili og ég er það einnig. Við þurfum ekki að gera miklar eða stórar breytingar. Við þurfum bara þrjá til fjóra leikmenn svo að ég sem þjálfari geti aðlagað liðið að minni hugmyndafræði," sagði Jose Mourinho. „Þetta er alltaf sama sagan. Það er auðvelt að tengja mig eða félagið við fyrrverandi leikmenn mína. Það vita allir um sterk sambönd sem ég átti við leikmenn eins og Maicon, Lampard eða Ashley Cole. Þar sem að ég næ alltaf traustum tengslum við mína leikmenn er auðvelt fyrir alla að orða þá við mitt lið," sagði Mourinho. Jose Mourinho er líka lunkinn við að vekja athygli á sínum afrekum á skemmtilegan hátt. Svo var einnig á þessum blaðamannafundi. „Þegar ég og forsetinn gengum framhjá síðasta Evrópubikar félgasins í bikarherberginu þá sagði forsetinn að hann saknaði hans," sagði Jose Mourinho og bætti við: „Ég sagði: Ég vann hann fyrir aðeins tíu dögum og ég sakna hans líka," sagði Mourinho. „Ég er ekki tilbúinn að lofa því að við vinnum Meistaradeildina. Ég get hinsvegar lofað því að við verðum ekki hræddir við neinn. Hin liðin verða hrædd við að mæta okkur og þau sem dragast gegn okkur verða þau óheppnu í drættinum," sagði Jose Mourinho. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
Jose Mourinho, nýi þjálfari Real Madrid, vildi ekkert segja frá því á blaðamannafundinum í gær hvaða leikmenn hann ætlar að kaupa til spænska stórliðsins sem fór mikinn á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Mourinho sagðist vera mjög ánægður með leikmannahópinn en það vantaði bara 3 til 4 leikmenn til þess að liðið geti spilað eftir sinni hugmyndafræði. „Leikmenn hækka um milljón evra við hvert orð og um tíu milljónir evra við hver tíu orð. Við ættum því að sleppa því að tala um leikmenn. Félagið er ánægt með leikmannahópinn sem var á síðasta tímabili og ég er það einnig. Við þurfum ekki að gera miklar eða stórar breytingar. Við þurfum bara þrjá til fjóra leikmenn svo að ég sem þjálfari geti aðlagað liðið að minni hugmyndafræði," sagði Jose Mourinho. „Þetta er alltaf sama sagan. Það er auðvelt að tengja mig eða félagið við fyrrverandi leikmenn mína. Það vita allir um sterk sambönd sem ég átti við leikmenn eins og Maicon, Lampard eða Ashley Cole. Þar sem að ég næ alltaf traustum tengslum við mína leikmenn er auðvelt fyrir alla að orða þá við mitt lið," sagði Mourinho. Jose Mourinho er líka lunkinn við að vekja athygli á sínum afrekum á skemmtilegan hátt. Svo var einnig á þessum blaðamannafundi. „Þegar ég og forsetinn gengum framhjá síðasta Evrópubikar félgasins í bikarherberginu þá sagði forsetinn að hann saknaði hans," sagði Jose Mourinho og bætti við: „Ég sagði: Ég vann hann fyrir aðeins tíu dögum og ég sakna hans líka," sagði Mourinho. „Ég er ekki tilbúinn að lofa því að við vinnum Meistaradeildina. Ég get hinsvegar lofað því að við verðum ekki hræddir við neinn. Hin liðin verða hrædd við að mæta okkur og þau sem dragast gegn okkur verða þau óheppnu í drættinum," sagði Jose Mourinho.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira