Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar skrifar 30. júní 2010 06:00 Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980. Sem formaður STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi, hefur mér hlotnast sú ánægja að kynnast Vigdísi örlítið betur, enda var hún frönskukennari áður en hún sinnti þeim störfum sem hún hefur síðan verið þekktust fyrir. Þessi kynni hafa leitt huga minn að þeirri gæfu sem kosning hennar veitti íslenskri þjóð enda er Vigdís sístarfandi í þágu almannaheilla innanlands og erlendis, þótt hún hafi fyrir löngu látið formlega af embætti forseta Íslands. Fyrir skemmstu var haldin hér á landi alþjóðleg námstefna tungumálakennara á vegum STÍL, og var Vigdís bæði verndari námstefnunnar og virkur þátttakandi. Þar eins og annars staðar vakti Vigdís aðdáun nærstaddra, enda alþýðleg, síkvik og virk, með brennandi áhuga á málefninu. Tungumálin eru einmitt meðal þeirra málefna sem Vigdís hefur talað fyrir alla tíð, og slær hún ekki slöku við nú þótt hún hafi fagnað virðulegu afmæli nýlega. Hún er meðal annars velgjörðasendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur ötullega að skilningi og umburðarlyndi milli menningarheima. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum er nú til húsa í nokkrum herbergjum í Gimli, hugvísindahúsi á háskólalóðinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum dreymir Vigdísi um sérstakt hús fyrir stofnunina, sem myndi hýsa alþjóðlega miðstöð tungumála. Þarna liggi vannýtt sóknarfæri fyrir þjóðina og hún er sannfærð um að þetta verði svo spennandi að það verði eitt af aðdráttarefnunum fyrir Ísland. Í nýlegu viðtali í Málfríði, tímariti samtaka tungumálakennara, lýsir Vigdís tungumálamiðstöðinni nánar: Hún sér fyrir sér miðstöð sem myndi þjóna jafnt fræðimennsku og almenningi:þar sem gæti að líta sýningu á því hvernig heiminum er margskipt eftir að drottinn skipti heiminum í Babelturninum. Það er kjörið að hafa þetta á Íslandi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur mitt úti í Atlantshafi. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varðveitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálfum. Hin tungumálin eru tæki okkar til að tengjast heiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, talandi fólki á öðrum svæðum.Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu, og undirbúningur var kominn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni (Málfríður, 1. tbl. 26.árg. apríl 2010) Í draumi Vigdísar birtist frjó, stórhuga sýn, sem lýsir óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar í samskiptum og samhengi við aðrar þjóðir heims. Nú gefst okkur, þjóðinni sem hún hefur þjónað í áratugi, tækifæri til að hugsa stórt með Vigdísi og nýta sóknarfærið sem hún hefur lagt upp fyrir okkur. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þjóðinni sem hafði víðsýni til að bera til að kjósa hana til forseta fyrir þrjátíu árum síðan, að finna leiðir til að láta draum Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega miðstöð tungumála á Íslandi verða að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980. Sem formaður STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi, hefur mér hlotnast sú ánægja að kynnast Vigdísi örlítið betur, enda var hún frönskukennari áður en hún sinnti þeim störfum sem hún hefur síðan verið þekktust fyrir. Þessi kynni hafa leitt huga minn að þeirri gæfu sem kosning hennar veitti íslenskri þjóð enda er Vigdís sístarfandi í þágu almannaheilla innanlands og erlendis, þótt hún hafi fyrir löngu látið formlega af embætti forseta Íslands. Fyrir skemmstu var haldin hér á landi alþjóðleg námstefna tungumálakennara á vegum STÍL, og var Vigdís bæði verndari námstefnunnar og virkur þátttakandi. Þar eins og annars staðar vakti Vigdís aðdáun nærstaddra, enda alþýðleg, síkvik og virk, með brennandi áhuga á málefninu. Tungumálin eru einmitt meðal þeirra málefna sem Vigdís hefur talað fyrir alla tíð, og slær hún ekki slöku við nú þótt hún hafi fagnað virðulegu afmæli nýlega. Hún er meðal annars velgjörðasendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur ötullega að skilningi og umburðarlyndi milli menningarheima. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum er nú til húsa í nokkrum herbergjum í Gimli, hugvísindahúsi á háskólalóðinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum dreymir Vigdísi um sérstakt hús fyrir stofnunina, sem myndi hýsa alþjóðlega miðstöð tungumála. Þarna liggi vannýtt sóknarfæri fyrir þjóðina og hún er sannfærð um að þetta verði svo spennandi að það verði eitt af aðdráttarefnunum fyrir Ísland. Í nýlegu viðtali í Málfríði, tímariti samtaka tungumálakennara, lýsir Vigdís tungumálamiðstöðinni nánar: Hún sér fyrir sér miðstöð sem myndi þjóna jafnt fræðimennsku og almenningi:þar sem gæti að líta sýningu á því hvernig heiminum er margskipt eftir að drottinn skipti heiminum í Babelturninum. Það er kjörið að hafa þetta á Íslandi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur mitt úti í Atlantshafi. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varðveitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálfum. Hin tungumálin eru tæki okkar til að tengjast heiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, talandi fólki á öðrum svæðum.Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu, og undirbúningur var kominn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni (Málfríður, 1. tbl. 26.árg. apríl 2010) Í draumi Vigdísar birtist frjó, stórhuga sýn, sem lýsir óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar í samskiptum og samhengi við aðrar þjóðir heims. Nú gefst okkur, þjóðinni sem hún hefur þjónað í áratugi, tækifæri til að hugsa stórt með Vigdísi og nýta sóknarfærið sem hún hefur lagt upp fyrir okkur. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þjóðinni sem hafði víðsýni til að bera til að kjósa hana til forseta fyrir þrjátíu árum síðan, að finna leiðir til að láta draum Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega miðstöð tungumála á Íslandi verða að veruleika.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun