Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar skrifar 30. júní 2010 06:00 Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980. Sem formaður STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi, hefur mér hlotnast sú ánægja að kynnast Vigdísi örlítið betur, enda var hún frönskukennari áður en hún sinnti þeim störfum sem hún hefur síðan verið þekktust fyrir. Þessi kynni hafa leitt huga minn að þeirri gæfu sem kosning hennar veitti íslenskri þjóð enda er Vigdís sístarfandi í þágu almannaheilla innanlands og erlendis, þótt hún hafi fyrir löngu látið formlega af embætti forseta Íslands. Fyrir skemmstu var haldin hér á landi alþjóðleg námstefna tungumálakennara á vegum STÍL, og var Vigdís bæði verndari námstefnunnar og virkur þátttakandi. Þar eins og annars staðar vakti Vigdís aðdáun nærstaddra, enda alþýðleg, síkvik og virk, með brennandi áhuga á málefninu. Tungumálin eru einmitt meðal þeirra málefna sem Vigdís hefur talað fyrir alla tíð, og slær hún ekki slöku við nú þótt hún hafi fagnað virðulegu afmæli nýlega. Hún er meðal annars velgjörðasendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur ötullega að skilningi og umburðarlyndi milli menningarheima. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum er nú til húsa í nokkrum herbergjum í Gimli, hugvísindahúsi á háskólalóðinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum dreymir Vigdísi um sérstakt hús fyrir stofnunina, sem myndi hýsa alþjóðlega miðstöð tungumála. Þarna liggi vannýtt sóknarfæri fyrir þjóðina og hún er sannfærð um að þetta verði svo spennandi að það verði eitt af aðdráttarefnunum fyrir Ísland. Í nýlegu viðtali í Málfríði, tímariti samtaka tungumálakennara, lýsir Vigdís tungumálamiðstöðinni nánar: Hún sér fyrir sér miðstöð sem myndi þjóna jafnt fræðimennsku og almenningi:þar sem gæti að líta sýningu á því hvernig heiminum er margskipt eftir að drottinn skipti heiminum í Babelturninum. Það er kjörið að hafa þetta á Íslandi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur mitt úti í Atlantshafi. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varðveitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálfum. Hin tungumálin eru tæki okkar til að tengjast heiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, talandi fólki á öðrum svæðum.Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu, og undirbúningur var kominn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni (Málfríður, 1. tbl. 26.árg. apríl 2010) Í draumi Vigdísar birtist frjó, stórhuga sýn, sem lýsir óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar í samskiptum og samhengi við aðrar þjóðir heims. Nú gefst okkur, þjóðinni sem hún hefur þjónað í áratugi, tækifæri til að hugsa stórt með Vigdísi og nýta sóknarfærið sem hún hefur lagt upp fyrir okkur. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þjóðinni sem hafði víðsýni til að bera til að kjósa hana til forseta fyrir þrjátíu árum síðan, að finna leiðir til að láta draum Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega miðstöð tungumála á Íslandi verða að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980. Sem formaður STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi, hefur mér hlotnast sú ánægja að kynnast Vigdísi örlítið betur, enda var hún frönskukennari áður en hún sinnti þeim störfum sem hún hefur síðan verið þekktust fyrir. Þessi kynni hafa leitt huga minn að þeirri gæfu sem kosning hennar veitti íslenskri þjóð enda er Vigdís sístarfandi í þágu almannaheilla innanlands og erlendis, þótt hún hafi fyrir löngu látið formlega af embætti forseta Íslands. Fyrir skemmstu var haldin hér á landi alþjóðleg námstefna tungumálakennara á vegum STÍL, og var Vigdís bæði verndari námstefnunnar og virkur þátttakandi. Þar eins og annars staðar vakti Vigdís aðdáun nærstaddra, enda alþýðleg, síkvik og virk, með brennandi áhuga á málefninu. Tungumálin eru einmitt meðal þeirra málefna sem Vigdís hefur talað fyrir alla tíð, og slær hún ekki slöku við nú þótt hún hafi fagnað virðulegu afmæli nýlega. Hún er meðal annars velgjörðasendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur ötullega að skilningi og umburðarlyndi milli menningarheima. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum er nú til húsa í nokkrum herbergjum í Gimli, hugvísindahúsi á háskólalóðinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum dreymir Vigdísi um sérstakt hús fyrir stofnunina, sem myndi hýsa alþjóðlega miðstöð tungumála. Þarna liggi vannýtt sóknarfæri fyrir þjóðina og hún er sannfærð um að þetta verði svo spennandi að það verði eitt af aðdráttarefnunum fyrir Ísland. Í nýlegu viðtali í Málfríði, tímariti samtaka tungumálakennara, lýsir Vigdís tungumálamiðstöðinni nánar: Hún sér fyrir sér miðstöð sem myndi þjóna jafnt fræðimennsku og almenningi:þar sem gæti að líta sýningu á því hvernig heiminum er margskipt eftir að drottinn skipti heiminum í Babelturninum. Það er kjörið að hafa þetta á Íslandi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur mitt úti í Atlantshafi. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varðveitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálfum. Hin tungumálin eru tæki okkar til að tengjast heiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, talandi fólki á öðrum svæðum.Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu, og undirbúningur var kominn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni (Málfríður, 1. tbl. 26.árg. apríl 2010) Í draumi Vigdísar birtist frjó, stórhuga sýn, sem lýsir óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar í samskiptum og samhengi við aðrar þjóðir heims. Nú gefst okkur, þjóðinni sem hún hefur þjónað í áratugi, tækifæri til að hugsa stórt með Vigdísi og nýta sóknarfærið sem hún hefur lagt upp fyrir okkur. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þjóðinni sem hafði víðsýni til að bera til að kjósa hana til forseta fyrir þrjátíu árum síðan, að finna leiðir til að láta draum Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega miðstöð tungumála á Íslandi verða að veruleika.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun