Ráðherra í framúrkeyrslu Benedikt Jóhannesson skrifar 14. september 2010 06:00 Í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september segir fyrrverandi heilbrigðisráðherra aðspurður um hvers vegna hann hafi skipt út allri stjórn Sjúkratrygginga Íslands: „Hinu er ekki að leyna að framúrkeyrsla Sjúkratrygginga er ólíðandi. Mér fannst ríkja ákveðin uppgjöf innan stjórnarinnar gagnvart því að halda sig innan ramma fjárlaga." Ljóst er að ráðherrann hefur ekki skilið hvernig útgjöld Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verða til. Hef ég þó á mörgum fundum með ráðherranum reynt að skýra það, en er ljúft og skylt að gera það aftur. Rétt er að útgjöld SÍ stefna í það að fara fram úr fjárlögum. Meginástæður eru samningar sem samninganefnd heilbrigðisráðherra gerði árið 2008 við sérfræðilækna og ákvörðun á fjárlögum 2010 um að skera niður útgjöld til sérfræðikostnaðar um nærri þriðjung eða nálægt tvo milljarða króna. Engar tillögur komu frá ráðherranum um sparnað en tillögum SÍ þar um hafnað. SÍ hafa ekki aukið útgjöld á þessu sviði. Samningar við læknaAllt frá því að SÍ tóku til starfa árið 2008 hafa samningar við lækna verið unnir í nánu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og ráðherra (HBR). Forræði á samningum var hjá heilbrigðisráðherra til 1. október 2008. Samningar við sérfræðilækna vorið 2008 voru gerðir með vilja og vitund ráðherra. Hann vissi að þeir samningar fælu í sér kostnaðaraukningu og hafði samráð við fjármálaráðherra um 777 milljóna viðbótarfjárveitingu vegna þess. Fjármálaráðherra samþykkti að styðja málið og fjárveiting var veitt árið 2008. Hún var hins vegar ekki veitt vegna ársins 2009. Samningarnir voru þó enn í gildi. SÍ verða að uppfylla gerða samninga við allar stéttir. Sjúkratryggðir eiga líka rétt samkvæmt lögum. SÍ ákveður því ekki einhliða að borga ekki reikninga sem sendir eru í samræmi við gerða samninga. Vorið 2009 var gert viðbótarsamkomulag við sérfræðilækna þar sem þeir féllu frá 9% hækkun á töxtum sem þeir áttu rétt á. Fjárlög 2010Skv. tillögum til fjárlaga 2010 átti að spara 2 milljarða króna á læknakostnaði. Í því fólst um 30% niðurskurður á þessum lið. Á fundi formanns SÍ með ráðuneytisstjóra nálægt mánaðamótum sept.-okt. taldi ráðuneytisstjórinn þetta óraunhæft markmið. Leiðir til sparnaðar ríkisins á sérfræðikostnaði eru þrjár: 1. Lækkun taxta með samningum við heilbrigðisstéttir 2. Aukin kostnaðarhlutdeild almennings 3. Takmörkun á aðgengi að þjónustunni eða með því að draga úr eftirspurn SÍ sendi frá sér tillögur um aðgerðir í nóvember 2009. Þær fólu meðal annars í sér aukna hlutdeild almennings þannig að menn bæru stærstan hluta kostnaðar upp að ákveðnu marki, liðlega 20 þúsund krónum. Hlutdeild yrði ekki aukin þar yfir og því ekki snert alvarlega veikt fólk. Einnig voru hugmyndir um að draga úr dýrum rannsóknum og freista þess að lækka taxta með samningum við heilbrigðisstarfsmenn. Þessum tillögum var hafnað af ráðherra. Eftir áramót komu fram í starfshópi undir forystu ráðuneytisstjóra HBR fram svipaðar hugmyndir til sparnaðar. Breytingar á gjaldskrám hinna sjúkratryggðu, sem hefðu leitt til sparnaðar hjá SÍ upp á 650 til 850 milljónir króna. Þeim hugmyndum var einnig hafnað af ráðherranum. Að ósk ráðherra var vorið 2010 ráðinn sérstakur trúnaðarmaður ráðherra til að stýra samningum SÍ við sérfræðilækna. Samningaviðræðum lauk án árangurs. Ráðherrann ber ábyrgðinaSparnaður um 30% í einum af stærstu útgjaldaliðum sjúkratrygginga fæst ekki nema ráðherra samþykki þær aðgerðir sem gripið er til því að hann ber á þeim pólitíska ábyrgð. Þær tillögur komu ekki frá Alþingi og engar tillögur þar um komu frá ráðherranum þá mánuði sem hann sat í ráðuneytinu. Tillögum SÍ var hafnað. Það er létt verk ráðherra að segja nei, erfiðara að koma með ábyrgar tillögur. Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur og mikilvægt að ætíð sé góð samvinna og sátt milli stjórnvalda og heilbrigðisstarfsmanna. Á fundum með ráðuneytinu hefur ítrekað verið varað við þeirri hættu að íslenskir læknar leiti til útlanda þar sem þeim byðust betri kjör. Því miður virðist svo sem þessi varnaðarorð séu nú komin fram, því að víða gengur illa að manna stöður lækna. Það kann að hafa villt um fyrir ráðherranum að Sjúkratryggingar í góðri samvinnu við ráðuneytið náðu allt frá vorinu 2009 miklum sparnaði í útgjöldum vegna lyfjakostnaðar með því að binda niðurgreiðslur við ódýrasta lyfið í hverjum lyfjaflokki. Því miður finnast engir samheitalæknar sem hægt er að leita til í því skyni að draga úr útgjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Skoðanir Skoðun Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september segir fyrrverandi heilbrigðisráðherra aðspurður um hvers vegna hann hafi skipt út allri stjórn Sjúkratrygginga Íslands: „Hinu er ekki að leyna að framúrkeyrsla Sjúkratrygginga er ólíðandi. Mér fannst ríkja ákveðin uppgjöf innan stjórnarinnar gagnvart því að halda sig innan ramma fjárlaga." Ljóst er að ráðherrann hefur ekki skilið hvernig útgjöld Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verða til. Hef ég þó á mörgum fundum með ráðherranum reynt að skýra það, en er ljúft og skylt að gera það aftur. Rétt er að útgjöld SÍ stefna í það að fara fram úr fjárlögum. Meginástæður eru samningar sem samninganefnd heilbrigðisráðherra gerði árið 2008 við sérfræðilækna og ákvörðun á fjárlögum 2010 um að skera niður útgjöld til sérfræðikostnaðar um nærri þriðjung eða nálægt tvo milljarða króna. Engar tillögur komu frá ráðherranum um sparnað en tillögum SÍ þar um hafnað. SÍ hafa ekki aukið útgjöld á þessu sviði. Samningar við læknaAllt frá því að SÍ tóku til starfa árið 2008 hafa samningar við lækna verið unnir í nánu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og ráðherra (HBR). Forræði á samningum var hjá heilbrigðisráðherra til 1. október 2008. Samningar við sérfræðilækna vorið 2008 voru gerðir með vilja og vitund ráðherra. Hann vissi að þeir samningar fælu í sér kostnaðaraukningu og hafði samráð við fjármálaráðherra um 777 milljóna viðbótarfjárveitingu vegna þess. Fjármálaráðherra samþykkti að styðja málið og fjárveiting var veitt árið 2008. Hún var hins vegar ekki veitt vegna ársins 2009. Samningarnir voru þó enn í gildi. SÍ verða að uppfylla gerða samninga við allar stéttir. Sjúkratryggðir eiga líka rétt samkvæmt lögum. SÍ ákveður því ekki einhliða að borga ekki reikninga sem sendir eru í samræmi við gerða samninga. Vorið 2009 var gert viðbótarsamkomulag við sérfræðilækna þar sem þeir féllu frá 9% hækkun á töxtum sem þeir áttu rétt á. Fjárlög 2010Skv. tillögum til fjárlaga 2010 átti að spara 2 milljarða króna á læknakostnaði. Í því fólst um 30% niðurskurður á þessum lið. Á fundi formanns SÍ með ráðuneytisstjóra nálægt mánaðamótum sept.-okt. taldi ráðuneytisstjórinn þetta óraunhæft markmið. Leiðir til sparnaðar ríkisins á sérfræðikostnaði eru þrjár: 1. Lækkun taxta með samningum við heilbrigðisstéttir 2. Aukin kostnaðarhlutdeild almennings 3. Takmörkun á aðgengi að þjónustunni eða með því að draga úr eftirspurn SÍ sendi frá sér tillögur um aðgerðir í nóvember 2009. Þær fólu meðal annars í sér aukna hlutdeild almennings þannig að menn bæru stærstan hluta kostnaðar upp að ákveðnu marki, liðlega 20 þúsund krónum. Hlutdeild yrði ekki aukin þar yfir og því ekki snert alvarlega veikt fólk. Einnig voru hugmyndir um að draga úr dýrum rannsóknum og freista þess að lækka taxta með samningum við heilbrigðisstarfsmenn. Þessum tillögum var hafnað af ráðherra. Eftir áramót komu fram í starfshópi undir forystu ráðuneytisstjóra HBR fram svipaðar hugmyndir til sparnaðar. Breytingar á gjaldskrám hinna sjúkratryggðu, sem hefðu leitt til sparnaðar hjá SÍ upp á 650 til 850 milljónir króna. Þeim hugmyndum var einnig hafnað af ráðherranum. Að ósk ráðherra var vorið 2010 ráðinn sérstakur trúnaðarmaður ráðherra til að stýra samningum SÍ við sérfræðilækna. Samningaviðræðum lauk án árangurs. Ráðherrann ber ábyrgðinaSparnaður um 30% í einum af stærstu útgjaldaliðum sjúkratrygginga fæst ekki nema ráðherra samþykki þær aðgerðir sem gripið er til því að hann ber á þeim pólitíska ábyrgð. Þær tillögur komu ekki frá Alþingi og engar tillögur þar um komu frá ráðherranum þá mánuði sem hann sat í ráðuneytinu. Tillögum SÍ var hafnað. Það er létt verk ráðherra að segja nei, erfiðara að koma með ábyrgar tillögur. Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur og mikilvægt að ætíð sé góð samvinna og sátt milli stjórnvalda og heilbrigðisstarfsmanna. Á fundum með ráðuneytinu hefur ítrekað verið varað við þeirri hættu að íslenskir læknar leiti til útlanda þar sem þeim byðust betri kjör. Því miður virðist svo sem þessi varnaðarorð séu nú komin fram, því að víða gengur illa að manna stöður lækna. Það kann að hafa villt um fyrir ráðherranum að Sjúkratryggingar í góðri samvinnu við ráðuneytið náðu allt frá vorinu 2009 miklum sparnaði í útgjöldum vegna lyfjakostnaðar með því að binda niðurgreiðslur við ódýrasta lyfið í hverjum lyfjaflokki. Því miður finnast engir samheitalæknar sem hægt er að leita til í því skyni að draga úr útgjöldum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun