Skila verkferlar gegn kynferðisofbeldi árangri? 20. ágúst 2010 06:00 Á síðustu árum hafa skotið upp kollinum gömul mál þar sem ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi Íslands um kynferðisofbeldi koma við sögu. Þegar ásakanirnar á hendur biskupi komu fram var ég í guðfræðinámi, sótti safnaðarstarf í Langholtskirkju og sinnti barnastarfi í afleysingum. Ég átti barn hjá dagmömmu í hverfinu. Við urðum góðir kunningjar og einn daginn trúði hún mér fyrir því að biskup Íslands, sem hefði m.a. gift þau hjónin hefði leitað á hana kynferðislega með nokkuð alvarlegum hætti. Hún sagði mér að þetta hefði legið á henni lengi og nú þegar hún ætti að ferma drenginn sinn í kirkjunni þar sem hann væri biskup liði henni enn þá verr með þetta mál. Nokkru síðar sagði hún mér að hún hefði ákveðið að reyna að gera eitthvað í málinu, stuttu seinna varð málið að blaðamáli. Þessi kona kom ekki fram í fjölmiðlum. Hún var ekki að leita að athygli heldur frekar að viðurkenningu á því að á henni hefði verið brotið. Konan leitaði til sóknarprests og varð þannig hluti af öðru deilumáli á þessum tíma, eftir það voru orð hennar enn frekar dregin í efa. Ég vildi eins og líklega aðrir innan kirkjunnar halda mér til hlés og ræddi þetta ekki mikið við hana. Í háskólanum og í kirkjunni hlustaði ég á umræður um málið. Ég heyrði mæta menn segja hluti eins og „þær mega nú bara vera upp með sér að biskupinn sýni þeim áhuga" og „ég hef sjálfur borðað með biskupinum og talað við konuna hans og þau eru bæði yndislegt fólk, þess vegna getur þetta ekki verið satt". Fyrst hélt ég að kirkja myndi standa með konunum. Eftir að hafa hlustað á samræður í nokkurn tíma grunaði mig að hún gæti ekki tekist á við málið. Eftir því sem ég hlustaði meira varð ég sannfærðari um að lítið yrði gert. Undir það síðasta þegar konan var orðin mjög þreytt á fjölmiðlaumfjöllun og grófu umtali stoppaði hún mig úti á götu. Hún sagði mér frá baráttu sinni og því álagi sem því hefði fylgt. Að síðustu sagðist hún vera í góðu sambandi við presta og taldi víst að kirkjan ætlaði að standa með henni og finna leið út úr málinu. „Vertu bara ekki of viss um það," sagði ég að lokum. Það var einkennileg stund þegar við kvöddumst. Kannski vissum við þá báðar að lítið yrði gert, það er erfitt að eiga við kunningjasamfélagið. Ég er ekki viss um að kirkjan geti bætt upp þann trúverðugleika sem hún hefur misst á síðustu árum. Til kirkjunnar leita margir í neyð og allur hálfsannleikur rýrir það traust sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður. Opin umræða, öflug barátta, afdráttarlausar yfirlýsingar og skýrar verklagsreglur verða að vera í forgangi. Ef kirkjan notar ekki alla sína krafta til að leita sannleikans í hverju máli er málið tapað. Þó ég sé guðfræðingur hef ég ekki starfað sem slík og ekki hef ég heldur kynnt mér verkferla innan kirkjunnar, en þegar málin horfa svona fyrir áhugasömum leikmanni, þá hlýtur eitthvað að vera að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa skotið upp kollinum gömul mál þar sem ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi Íslands um kynferðisofbeldi koma við sögu. Þegar ásakanirnar á hendur biskupi komu fram var ég í guðfræðinámi, sótti safnaðarstarf í Langholtskirkju og sinnti barnastarfi í afleysingum. Ég átti barn hjá dagmömmu í hverfinu. Við urðum góðir kunningjar og einn daginn trúði hún mér fyrir því að biskup Íslands, sem hefði m.a. gift þau hjónin hefði leitað á hana kynferðislega með nokkuð alvarlegum hætti. Hún sagði mér að þetta hefði legið á henni lengi og nú þegar hún ætti að ferma drenginn sinn í kirkjunni þar sem hann væri biskup liði henni enn þá verr með þetta mál. Nokkru síðar sagði hún mér að hún hefði ákveðið að reyna að gera eitthvað í málinu, stuttu seinna varð málið að blaðamáli. Þessi kona kom ekki fram í fjölmiðlum. Hún var ekki að leita að athygli heldur frekar að viðurkenningu á því að á henni hefði verið brotið. Konan leitaði til sóknarprests og varð þannig hluti af öðru deilumáli á þessum tíma, eftir það voru orð hennar enn frekar dregin í efa. Ég vildi eins og líklega aðrir innan kirkjunnar halda mér til hlés og ræddi þetta ekki mikið við hana. Í háskólanum og í kirkjunni hlustaði ég á umræður um málið. Ég heyrði mæta menn segja hluti eins og „þær mega nú bara vera upp með sér að biskupinn sýni þeim áhuga" og „ég hef sjálfur borðað með biskupinum og talað við konuna hans og þau eru bæði yndislegt fólk, þess vegna getur þetta ekki verið satt". Fyrst hélt ég að kirkja myndi standa með konunum. Eftir að hafa hlustað á samræður í nokkurn tíma grunaði mig að hún gæti ekki tekist á við málið. Eftir því sem ég hlustaði meira varð ég sannfærðari um að lítið yrði gert. Undir það síðasta þegar konan var orðin mjög þreytt á fjölmiðlaumfjöllun og grófu umtali stoppaði hún mig úti á götu. Hún sagði mér frá baráttu sinni og því álagi sem því hefði fylgt. Að síðustu sagðist hún vera í góðu sambandi við presta og taldi víst að kirkjan ætlaði að standa með henni og finna leið út úr málinu. „Vertu bara ekki of viss um það," sagði ég að lokum. Það var einkennileg stund þegar við kvöddumst. Kannski vissum við þá báðar að lítið yrði gert, það er erfitt að eiga við kunningjasamfélagið. Ég er ekki viss um að kirkjan geti bætt upp þann trúverðugleika sem hún hefur misst á síðustu árum. Til kirkjunnar leita margir í neyð og allur hálfsannleikur rýrir það traust sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður. Opin umræða, öflug barátta, afdráttarlausar yfirlýsingar og skýrar verklagsreglur verða að vera í forgangi. Ef kirkjan notar ekki alla sína krafta til að leita sannleikans í hverju máli er málið tapað. Þó ég sé guðfræðingur hef ég ekki starfað sem slík og ekki hef ég heldur kynnt mér verkferla innan kirkjunnar, en þegar málin horfa svona fyrir áhugasömum leikmanni, þá hlýtur eitthvað að vera að.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun