Um baktjöld þagnar háskólamanna 24. september 2010 06:00 Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. Upp úr 1990 fluttist ég heim eftir 20 ár erlendis, rúman áratug í rannsóknanámi við Kaupmannahafnarháskóla og annan við rannsóknastörf sem aðstoðarforstöðumaður við Safn mannsins á Mannfræðistofnun Náttúrusögusafns Frakklands í París og síðan sem háskólaprófessor við sálarfræði- og líffræðideildir Parísarháskóla, m.a. á Sorbonne í París. Fjölskylduástæður réðu heimför, en reynsla annarra íslenskra háskólamanna olli ugg, enda tók við alls ófullburða háskólastig og óprenthæf launakjör. Háskóli Íslands var þá í raun grunnnámsháskóli (undergraduate school) en ekki háskóli (university) í fyllstu merkingu þó margir virtust trúa því og að hann væri auk þess meðal fremstu háskóla heims og starfsmenn hans hálaunaðir. Laun háskólamanna hér voru þó ósambærileg við starfsbræður erlendis og innlenda aðila og virðingarleysi fyrir menntun þeirra og starfi yfirgengilegt. Á launaseðlinum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóðinni". - Flosnaði nokkur upp frá búi vötnuðu valdamenn músum, en að háskólamaður flosnaði upp frá menntun sinni, oft frá helstu háskólum veraldar, skipti engu. Við athöfn í Háskóla Íslands á tíunda áratugnum virtist eldri háskólaprófessor á hag- eða viðskiptasviði klökkna í ræðu frammi fyrir valdamönnum er hann barmaði sér út af háðuglegum launum sínum. Hans líkum var augljóslega ekki ætlað að ganga uppréttir eða hafa sjálfstæðar skoðanir heldur dansa eftir pípu valds og aura í von um dúsur. Íslenski prófessorinn myndi heldur ekki hafa rannsóknanemendur til að rannsaka brýn mál, hvorki t.d. einkavinavæðingu né hagstjórn. Styrkur háskólaprófessora þróaðra þjóða var hér óvelkominn og niðurlægðir háskólamenn lærðu að þegja. - Einn fór þó mikinn í fjölmiðlum enda lýsti sá einatt aðdáun á hæsta valdherra. Áform komu fram um „Háskóla-spilavíti"! En var það ekki bara hótun, örþrifaráð æðstu menntastofnunar þjóðar til að valda lögboðnu hlutverki sínu og ætluð til þess eins að knýja Alþingi til dáða? „Nei, á Alþingi ræða menn nyt í kúm og beitarþol og skiptast á ferskeytlum" var manni sagt. Æðsta menntastofnun þjóðar sem brautryðjandi í spilavítarekstri varð ískaldur raunveruleiki. Erlendir starfsbræður voru agndofa. - Var þetta einn forboða siðrofs og „casínó"-lifnaðar? Virðingarleysið fyrir menntun var svo innsiglað skömmu fyrir nánast gjaldþrot þjóðarinnar m.a. með því að setja einstakling einungis með grunnmenntun frá Háskóla Íslands og það í óviðkomandi fræðum ráðherra bankamála, risavaxins alþjóðlegs bankakerfis smáþjóðar, en hrun þess varð eitt hið stærsta í veraldarsögunni. Glæsileg efling háskólastigsins á síðustu árum, sem hefur gert Reykjavík að háskólaborg kom of seint, en ástæða virðist nú til bjartsýni um aukið vægi þekkingar í íslensku mannlífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. Upp úr 1990 fluttist ég heim eftir 20 ár erlendis, rúman áratug í rannsóknanámi við Kaupmannahafnarháskóla og annan við rannsóknastörf sem aðstoðarforstöðumaður við Safn mannsins á Mannfræðistofnun Náttúrusögusafns Frakklands í París og síðan sem háskólaprófessor við sálarfræði- og líffræðideildir Parísarháskóla, m.a. á Sorbonne í París. Fjölskylduástæður réðu heimför, en reynsla annarra íslenskra háskólamanna olli ugg, enda tók við alls ófullburða háskólastig og óprenthæf launakjör. Háskóli Íslands var þá í raun grunnnámsháskóli (undergraduate school) en ekki háskóli (university) í fyllstu merkingu þó margir virtust trúa því og að hann væri auk þess meðal fremstu háskóla heims og starfsmenn hans hálaunaðir. Laun háskólamanna hér voru þó ósambærileg við starfsbræður erlendis og innlenda aðila og virðingarleysi fyrir menntun þeirra og starfi yfirgengilegt. Á launaseðlinum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóðinni". - Flosnaði nokkur upp frá búi vötnuðu valdamenn músum, en að háskólamaður flosnaði upp frá menntun sinni, oft frá helstu háskólum veraldar, skipti engu. Við athöfn í Háskóla Íslands á tíunda áratugnum virtist eldri háskólaprófessor á hag- eða viðskiptasviði klökkna í ræðu frammi fyrir valdamönnum er hann barmaði sér út af háðuglegum launum sínum. Hans líkum var augljóslega ekki ætlað að ganga uppréttir eða hafa sjálfstæðar skoðanir heldur dansa eftir pípu valds og aura í von um dúsur. Íslenski prófessorinn myndi heldur ekki hafa rannsóknanemendur til að rannsaka brýn mál, hvorki t.d. einkavinavæðingu né hagstjórn. Styrkur háskólaprófessora þróaðra þjóða var hér óvelkominn og niðurlægðir háskólamenn lærðu að þegja. - Einn fór þó mikinn í fjölmiðlum enda lýsti sá einatt aðdáun á hæsta valdherra. Áform komu fram um „Háskóla-spilavíti"! En var það ekki bara hótun, örþrifaráð æðstu menntastofnunar þjóðar til að valda lögboðnu hlutverki sínu og ætluð til þess eins að knýja Alþingi til dáða? „Nei, á Alþingi ræða menn nyt í kúm og beitarþol og skiptast á ferskeytlum" var manni sagt. Æðsta menntastofnun þjóðar sem brautryðjandi í spilavítarekstri varð ískaldur raunveruleiki. Erlendir starfsbræður voru agndofa. - Var þetta einn forboða siðrofs og „casínó"-lifnaðar? Virðingarleysið fyrir menntun var svo innsiglað skömmu fyrir nánast gjaldþrot þjóðarinnar m.a. með því að setja einstakling einungis með grunnmenntun frá Háskóla Íslands og það í óviðkomandi fræðum ráðherra bankamála, risavaxins alþjóðlegs bankakerfis smáþjóðar, en hrun þess varð eitt hið stærsta í veraldarsögunni. Glæsileg efling háskólastigsins á síðustu árum, sem hefur gert Reykjavík að háskólaborg kom of seint, en ástæða virðist nú til bjartsýni um aukið vægi þekkingar í íslensku mannlífi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun