Íslenskir dómstólar skera úr um forgangsrétt á greiðslum Sigríður Mogensen skrifar 18. desember 2010 18:27 Tekist verður á um það fyrir dómstólum hvort Íslendingar njóti forgangsréttar á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eiga um helming af kröfum í þrotabúið á móti íslenska ríkinu. Bretar og Hollendingar gera kröfu í þrotabú Landsbankans. Það gera þeir vegna þess að stjórnvöld þessara landa bættu breskum og hollenskum sparifjáreigendum sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans tjón sitt að fullu. Ef Icesave samningarnir verða samþykktir á Alþingi ábyrgist íslenska ríkið tæpar 21 þúsund evrur á hvern reikning, lágmarkstryggingu samkvæmt EES samningnum. Þá eignast íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, og þar með íslenska ríkið, kröfu í þrotabúið. Miðað við að niðurstaðan verði þessi fá Bretar og Hollendingar tæpan helming af eignum bankans. Íslenska ríkið fær rúman helming. Stóra spurningin er hins vegar sú í hvaða röð kröfurnar eru greiddar út. Í Icesave samningunum sem undirritaður voru síðasta sumar var ákvæði sem fól það í sér að greitt yrði úr þrotabúi Landsbankans með þeim hætti að Bretar og Hollendingar fengju tæpan helming á móti Íslendingum á hverjum tímapunkti. Þetta þótti einn stærsti gallinn á samningunum, og var ákvæðið kennt við Ragnar Hall, hæstaréttarlögmann, sem taldi að íslenska ríkið ætti að njóta hærri forgangs en Bretar og Hollendingar samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Í nýju Icesave samkomulagi er hins vegar samið um að leysa skuli þennan ágreining fyrir dómstólum. Það verður því væntanlega Hæstiréttur sem sker úr um þetta mikla hagsmunamál Íslendinga, en gangist íslenska ríkið í skuldbindingar vegna Icesave varðar úrlausn þessa máls gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni. Þá hefur einnig verið ákveðið að leita álits EFTA dómstólsins. Ef niðurstaðan verður Íslendingum í hag, getur það sparað milljarða í vaxtakostnað. Icesave Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Tekist verður á um það fyrir dómstólum hvort Íslendingar njóti forgangsréttar á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eiga um helming af kröfum í þrotabúið á móti íslenska ríkinu. Bretar og Hollendingar gera kröfu í þrotabú Landsbankans. Það gera þeir vegna þess að stjórnvöld þessara landa bættu breskum og hollenskum sparifjáreigendum sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans tjón sitt að fullu. Ef Icesave samningarnir verða samþykktir á Alþingi ábyrgist íslenska ríkið tæpar 21 þúsund evrur á hvern reikning, lágmarkstryggingu samkvæmt EES samningnum. Þá eignast íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, og þar með íslenska ríkið, kröfu í þrotabúið. Miðað við að niðurstaðan verði þessi fá Bretar og Hollendingar tæpan helming af eignum bankans. Íslenska ríkið fær rúman helming. Stóra spurningin er hins vegar sú í hvaða röð kröfurnar eru greiddar út. Í Icesave samningunum sem undirritaður voru síðasta sumar var ákvæði sem fól það í sér að greitt yrði úr þrotabúi Landsbankans með þeim hætti að Bretar og Hollendingar fengju tæpan helming á móti Íslendingum á hverjum tímapunkti. Þetta þótti einn stærsti gallinn á samningunum, og var ákvæðið kennt við Ragnar Hall, hæstaréttarlögmann, sem taldi að íslenska ríkið ætti að njóta hærri forgangs en Bretar og Hollendingar samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Í nýju Icesave samkomulagi er hins vegar samið um að leysa skuli þennan ágreining fyrir dómstólum. Það verður því væntanlega Hæstiréttur sem sker úr um þetta mikla hagsmunamál Íslendinga, en gangist íslenska ríkið í skuldbindingar vegna Icesave varðar úrlausn þessa máls gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni. Þá hefur einnig verið ákveðið að leita álits EFTA dómstólsins. Ef niðurstaðan verður Íslendingum í hag, getur það sparað milljarða í vaxtakostnað.
Icesave Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira