Gísli Gíslason: Skot sem geigar 16. apríl 2010 06:00 Sigurður Gunnarsson skotveiðimaður víkur að lífeyrissjóðalánum til Hvalfjarðarganga í grein í Fréttablaðinu 15. apríl og segir þar að „ástæðan fyrir því að ekki er fyrir löngu búið að borga upp Hvalfjarðargöng er sú að lán lífeyrissjóða til þeirrar framkvæmdar voru með okurvöxtum.“ Þetta skot geigar hjá veiðimanninum og það svo um munar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf sem Spölur, eigandi væntanlegra Hvalfjarðarganga, gaf út. Þetta var fyrsta fjárfesting lífeyrissjóðanna í einkaframkvæmd og það í skuldabréfum sem hvorki voru með ríkisábyrgð eða tryggð með veði í fasteignum. Vextir á lánunum voru vissulega háir en lífeyrissjóðirnir þurftu eðlilega að tryggja vel hagsmuni sína og síns fólks. Aldeilis fráleitt er að kenna lánskjörin við okur. Fyrir Spöl skipti hins vegar meginmáli að lífeyrissjóðirnir skyldu sýna þá framsýni að brjóta ísinn og taka yfirleitt þátt í þessu mikla fjárfestingarverkefni. Afstaða þeirra hafði mikil og góð áhrif á aðra fjárfesta, ekki síst þá erlendu. Auðvelt er að færa rök fyrir því að án stuðnings forystumanna í íslensku lífeyrissjóðakerfi hefðu Hvalfjarðargöng tæplega orðið að veruleika á sínum tíma. Ég er viðkvæmur fyrir því að skotum sé beint að lífeyrissjóðunum á forsendum sem veiðimaðurinn gefur sér og get upplýst hann og aðra um að Spölur greiddi upp upphaflegu lífeyrissjóðalánin strax haustið 2004. Félagið hefur síðan nokkur ár til að greiða niður önnur lán sín eða til 2018, lögum samkvæmt. Þar á meðal eru lífeyrissjóðalán sem komu til sögunnar við skuldbreytingu hjá Speli 2005 á verulega lægri vöxtum en þekkjast nú um stundir. Allt er málið því í eðlilegum farvegi og hið eina sem fór ekki eins og til var stofnað var að Spölur gat leyft sér að láta vegfarendur njóta þess frá upphafi að umferðin um göngin væri mun meiri en ráð var fyrir gert og þar með tekjustreymi til félagsins. Veggjaldið átti að fylgja verðlagi en hefur aldrei gert það. Gjaldið er þannig stórum lægra en ef það hefði tekið vísitöluhækkunum á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en að Spölur verði skuldlaust félag 2018 og þeir sem stuðluðu að Hvalfjarðargöngum geti horft yfir farinn veg, býsna ánægðir með sín verk. Ég þakka lífeyrissjóðum fyrir þeirra hlut og framsýni. Það ættu skotveiðimenn líka að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Sigurður Gunnarsson skotveiðimaður víkur að lífeyrissjóðalánum til Hvalfjarðarganga í grein í Fréttablaðinu 15. apríl og segir þar að „ástæðan fyrir því að ekki er fyrir löngu búið að borga upp Hvalfjarðargöng er sú að lán lífeyrissjóða til þeirrar framkvæmdar voru með okurvöxtum.“ Þetta skot geigar hjá veiðimanninum og það svo um munar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf sem Spölur, eigandi væntanlegra Hvalfjarðarganga, gaf út. Þetta var fyrsta fjárfesting lífeyrissjóðanna í einkaframkvæmd og það í skuldabréfum sem hvorki voru með ríkisábyrgð eða tryggð með veði í fasteignum. Vextir á lánunum voru vissulega háir en lífeyrissjóðirnir þurftu eðlilega að tryggja vel hagsmuni sína og síns fólks. Aldeilis fráleitt er að kenna lánskjörin við okur. Fyrir Spöl skipti hins vegar meginmáli að lífeyrissjóðirnir skyldu sýna þá framsýni að brjóta ísinn og taka yfirleitt þátt í þessu mikla fjárfestingarverkefni. Afstaða þeirra hafði mikil og góð áhrif á aðra fjárfesta, ekki síst þá erlendu. Auðvelt er að færa rök fyrir því að án stuðnings forystumanna í íslensku lífeyrissjóðakerfi hefðu Hvalfjarðargöng tæplega orðið að veruleika á sínum tíma. Ég er viðkvæmur fyrir því að skotum sé beint að lífeyrissjóðunum á forsendum sem veiðimaðurinn gefur sér og get upplýst hann og aðra um að Spölur greiddi upp upphaflegu lífeyrissjóðalánin strax haustið 2004. Félagið hefur síðan nokkur ár til að greiða niður önnur lán sín eða til 2018, lögum samkvæmt. Þar á meðal eru lífeyrissjóðalán sem komu til sögunnar við skuldbreytingu hjá Speli 2005 á verulega lægri vöxtum en þekkjast nú um stundir. Allt er málið því í eðlilegum farvegi og hið eina sem fór ekki eins og til var stofnað var að Spölur gat leyft sér að láta vegfarendur njóta þess frá upphafi að umferðin um göngin væri mun meiri en ráð var fyrir gert og þar með tekjustreymi til félagsins. Veggjaldið átti að fylgja verðlagi en hefur aldrei gert það. Gjaldið er þannig stórum lægra en ef það hefði tekið vísitöluhækkunum á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en að Spölur verði skuldlaust félag 2018 og þeir sem stuðluðu að Hvalfjarðargöngum geti horft yfir farinn veg, býsna ánægðir með sín verk. Ég þakka lífeyrissjóðum fyrir þeirra hlut og framsýni. Það ættu skotveiðimenn líka að gera.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun