Hneykslið í íslenskum stjórnmálum Hjörtur Hjartarson skrifar 30. nóvember 2010 05:00 Í kjölfar hrunsins rak þjóðin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar af höndum sér. Hrunstjórnina. Ráðherrar úr hrunstjórninni settust aftur í ríkisstjórn í kjölfarið. Það er hneykslið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin sem var í losti fyrst eftir hrun er farin að átta sig örlítið. Núverandi ríkisstjórn er uppsuða úr gömlu hrunstjórninni, að viðbættri bitlausri stjórnarandstöðu síðustu ára. Ríkisstjórn sem þannig er til komin hefði þurft að vera hreinskiptnari og ganga ákveðnari til verks er raunin hefur orðið, ekki síst við uppgjör á hruninu. Reyndar er nærtækt að álykta að ríkisstjórnin sé ófær um slíkt uppgjör. Vantraustið sem ríkir í garð ríkisvaldsins er hættulegt. Við því þarf að bregðast af ábyrgð. Ekki dugir að skamma almenning og heimta virðingu hans með þjósti. Um ástæður vantraustsins má vísa í þingsályktun sem samþykkt var nýlega með öllum 63 atkvæðum á Alþingi. Þar segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu. Fleira kemur til. Orð og gjörðir þurfa að fylgjast að. Ekki nægir að segjast bera ábyrgð en koma sér síðan undan því að axla hana. Mikilvægur þráður raknaði þegar ráðherrar í ríkisstjórninni beittu sér til þess að koma samráðherrum sínum úr hrunstjórninni undan réttvísinni. Málið var persónugert. Sjálfur forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kastaði ryki í augu almennings. Hún sló því fram að þeir fjórir fyrrum ráðherrar, sem Alþingi bar að ákveða hvort dregnir yrðu fyrir dóm, hefðu ekki getað komið í veg fyrir hrunið. Kæruefnin á hendur ráðherrum snerust ekkert um það, eins og forsætisráðherra vissi vel. Ráðherrann lét sér einfaldlega sæma að líta framhjá kæruefnunum, en taka samt þátt í atkvæðagreiðslunni. - Engin tilviljun réði því að upp úr sauð 4. október. Vandséð er hvernig núverandi ríkisstjórn getur áunnið traust á ný. Eins er ófært að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, hvort sem er með þjóðstjórn eða á annan hátt. Landið þarfnast ríkisstjórnar sem almenningur þorir að treysta og getur borið virðingu fyrir. Stjórnar sem er í aðstöðu til að flytja landsmönnum vondar fréttir og vekja með þeim vonir um leið. Núverandi meirihluti á Alþingi á að eiga frumkvæði að myndun utanþingsstjórnar og verja slíka stjórn falli. Utanþingsstjórn af því tagi hefði raunar átt að skipa í síðasta lagi daginn eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hrunsins rak þjóðin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar af höndum sér. Hrunstjórnina. Ráðherrar úr hrunstjórninni settust aftur í ríkisstjórn í kjölfarið. Það er hneykslið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin sem var í losti fyrst eftir hrun er farin að átta sig örlítið. Núverandi ríkisstjórn er uppsuða úr gömlu hrunstjórninni, að viðbættri bitlausri stjórnarandstöðu síðustu ára. Ríkisstjórn sem þannig er til komin hefði þurft að vera hreinskiptnari og ganga ákveðnari til verks er raunin hefur orðið, ekki síst við uppgjör á hruninu. Reyndar er nærtækt að álykta að ríkisstjórnin sé ófær um slíkt uppgjör. Vantraustið sem ríkir í garð ríkisvaldsins er hættulegt. Við því þarf að bregðast af ábyrgð. Ekki dugir að skamma almenning og heimta virðingu hans með þjósti. Um ástæður vantraustsins má vísa í þingsályktun sem samþykkt var nýlega með öllum 63 atkvæðum á Alþingi. Þar segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu. Fleira kemur til. Orð og gjörðir þurfa að fylgjast að. Ekki nægir að segjast bera ábyrgð en koma sér síðan undan því að axla hana. Mikilvægur þráður raknaði þegar ráðherrar í ríkisstjórninni beittu sér til þess að koma samráðherrum sínum úr hrunstjórninni undan réttvísinni. Málið var persónugert. Sjálfur forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kastaði ryki í augu almennings. Hún sló því fram að þeir fjórir fyrrum ráðherrar, sem Alþingi bar að ákveða hvort dregnir yrðu fyrir dóm, hefðu ekki getað komið í veg fyrir hrunið. Kæruefnin á hendur ráðherrum snerust ekkert um það, eins og forsætisráðherra vissi vel. Ráðherrann lét sér einfaldlega sæma að líta framhjá kæruefnunum, en taka samt þátt í atkvæðagreiðslunni. - Engin tilviljun réði því að upp úr sauð 4. október. Vandséð er hvernig núverandi ríkisstjórn getur áunnið traust á ný. Eins er ófært að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, hvort sem er með þjóðstjórn eða á annan hátt. Landið þarfnast ríkisstjórnar sem almenningur þorir að treysta og getur borið virðingu fyrir. Stjórnar sem er í aðstöðu til að flytja landsmönnum vondar fréttir og vekja með þeim vonir um leið. Núverandi meirihluti á Alþingi á að eiga frumkvæði að myndun utanþingsstjórnar og verja slíka stjórn falli. Utanþingsstjórn af því tagi hefði raunar átt að skipa í síðasta lagi daginn eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun