Skattar á Rauða krossinn? Eygló Harðardóttir skrifar 1. desember 2010 00:01 Frjáls félagasamtök hafa aldrei verið mikilvægari en einmitt núna. Þau sinna fræðslu almennings, efla menningar- og listalíf, inna af hendi margs konar samfélagsþjónustu og halda á lofti málstað einstakra þjóðfélagshópa. Dæmi um frjáls félagasamtök sem snerta líf okkar allra eru Landsbjörg, Kvenfélagasamband Íslands, Heimili og skóli og Rauði kross Íslands. Á grundvelli þess mikilvæga samfélagslega hlutverks sem frjáls félagasamtök gegna hafa þau lengi notið ýmissa undanþága frá skattgreiðslum, þá sérstaklega frá greiðslu tekjuskatts og eignarskatts. Enda mætti gera ráð fyrir að opinberir aðilar þyrftu sjálfir að sinna verkefnum þeirra ef félagasamtökin gerðu það ekki. Íslensk félagasamtök njóta þó ekki sömu skattaívilnana og algengt er í samanburðarlöndunum, s.s. undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts, erfðafjárskatts og endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðföngum. Stærsti munurinn felst þó í því að einstaklingum hér á landi er ekki leyfilegt að draga gjafir til góðgerðarfélaga frá skattskyldum tekjum sínum líkt og almennt er heimilt í löndum Evrópu og N-Ameríku. Á undanförnum áratugum hafa skattaívilnanir stjórnvalda fyrst og fremst beinst að fyrirtækjum sem eru á markaði í hagnaðarskyni. Sífellt hefur hallað á starfsemi sem rekin er á grundvelli ákveðinna hugsjóna, s.s. frjáls félagasamtök og samvinnufélög. Má þar nefna að afnám ákvæða um frádrátt frá skattskyldum tekjum einstaklinga vegna gjafa til góðgerðarfélaga árið 1979, ákvörðun um að félagasamtök skyldu greiða fjármagnstekjuskatt árið 1996 og álagning erfðafjárskatts á gjafir til líknarfélaga vorið 2004. Það geta ekki verið rétt skilaboð til samfélagsins að hagkvæmara sé að græða sjálfur en að gefa náunganum. Frjáls félagasamtök hafa ekki farið varhluta af kreppunni. Framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum hafa dregist saman, auk þess sem hið opinbera hefur minna getað stutt við starfsemi þeirra með beinum styrkjum. Á sama tíma hefur álag og eftirspurn eftir þjónustu aukist. Með breyttum skattareglum, sérstaklega hvað varðar góðgerðar- og líknarfélög, væri hægt að bæta starfsumhverfi frjálsra félagasamtaka umtalsvert. Starfsemin myndi eflast og þau yrðu betur í stakk búin að hlaupa undir baggann með ríki og sveitarfélögum við þessar erfiðu efnahagsaðstæður. Ríkið á að styðja við frjáls félagasamtök, ekki hagnast á starfsemi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Félagasamtök Skattar og tollar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Frjáls félagasamtök hafa aldrei verið mikilvægari en einmitt núna. Þau sinna fræðslu almennings, efla menningar- og listalíf, inna af hendi margs konar samfélagsþjónustu og halda á lofti málstað einstakra þjóðfélagshópa. Dæmi um frjáls félagasamtök sem snerta líf okkar allra eru Landsbjörg, Kvenfélagasamband Íslands, Heimili og skóli og Rauði kross Íslands. Á grundvelli þess mikilvæga samfélagslega hlutverks sem frjáls félagasamtök gegna hafa þau lengi notið ýmissa undanþága frá skattgreiðslum, þá sérstaklega frá greiðslu tekjuskatts og eignarskatts. Enda mætti gera ráð fyrir að opinberir aðilar þyrftu sjálfir að sinna verkefnum þeirra ef félagasamtökin gerðu það ekki. Íslensk félagasamtök njóta þó ekki sömu skattaívilnana og algengt er í samanburðarlöndunum, s.s. undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts, erfðafjárskatts og endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðföngum. Stærsti munurinn felst þó í því að einstaklingum hér á landi er ekki leyfilegt að draga gjafir til góðgerðarfélaga frá skattskyldum tekjum sínum líkt og almennt er heimilt í löndum Evrópu og N-Ameríku. Á undanförnum áratugum hafa skattaívilnanir stjórnvalda fyrst og fremst beinst að fyrirtækjum sem eru á markaði í hagnaðarskyni. Sífellt hefur hallað á starfsemi sem rekin er á grundvelli ákveðinna hugsjóna, s.s. frjáls félagasamtök og samvinnufélög. Má þar nefna að afnám ákvæða um frádrátt frá skattskyldum tekjum einstaklinga vegna gjafa til góðgerðarfélaga árið 1979, ákvörðun um að félagasamtök skyldu greiða fjármagnstekjuskatt árið 1996 og álagning erfðafjárskatts á gjafir til líknarfélaga vorið 2004. Það geta ekki verið rétt skilaboð til samfélagsins að hagkvæmara sé að græða sjálfur en að gefa náunganum. Frjáls félagasamtök hafa ekki farið varhluta af kreppunni. Framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum hafa dregist saman, auk þess sem hið opinbera hefur minna getað stutt við starfsemi þeirra með beinum styrkjum. Á sama tíma hefur álag og eftirspurn eftir þjónustu aukist. Með breyttum skattareglum, sérstaklega hvað varðar góðgerðar- og líknarfélög, væri hægt að bæta starfsumhverfi frjálsra félagasamtaka umtalsvert. Starfsemin myndi eflast og þau yrðu betur í stakk búin að hlaupa undir baggann með ríki og sveitarfélögum við þessar erfiðu efnahagsaðstæður. Ríkið á að styðja við frjáls félagasamtök, ekki hagnast á starfsemi þeirra.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun