Ein níðlaus vika? Svavar Gestsson skrifar 18. júní 2010 06:00 Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina. Þessi stofnun er Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að formenn þingflokkanna kæmu sér saman um eina níðlausa viku um Alþingi? Hvernig væri að forysta þingsins notaði þinghléið til þess að ferðast um landið í því skyni einu að kynna Alþingi og störf þess. Af hverju skyldi Alþingi vera eina stofnunin á Íslandi eða í heiminum sem ekki þarf á því að halda að sagt sé frá störfum þess með skipulegum og sanngjörnum hætti. Þingmenn tala mikið um virðingarleysið fyrir Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að virðingarleysið sé þingmönnunum að kenna? Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir alþingismaður spurði um það hvort ekki mætti læra af þjóðþingum grannlandanna. Það er vafalaust unnt. Síðasta breyting á þingsköpum var ekki til bóta þegar opnað var fyrir það að sami þingmaðurinn getur verið annar hver ræðumaður vikum saman og þingmönnum líðst nú að fara í andsvör við sjálfa sig. Svoleiðis fíflaskapur er fyrir neðan virðingu alþingismanna og Alþingis sjálfs. Í fullri alvöru: Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Alþingi er sameign þjóðarinnar, sameign sem aldrei verður seld. Eina stofnunin sem aldrei var einkavædd. Hún er að mörgu leyti eins og klukkan góða; tákn þess sem sameinar okkur. Ef Alþingi er brotið í duft fyrirlitningar og virðingarleysis með stóryrðaflaumi og popúlisma þá hefur þjóðin misst sinn besta vin, svo ég renni mér til Íslandsklukkunnar að lokum. Við skulum sameinast um það innan- sem utanþingsmenn að verja þingræðið. Það er oft seinvirkt og ósanngjarnt en það er ekkert til betra. Þingmenn á Alþingi Íslendinga þurfa að hætta að tala Alþingi niður í svaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina. Þessi stofnun er Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að formenn þingflokkanna kæmu sér saman um eina níðlausa viku um Alþingi? Hvernig væri að forysta þingsins notaði þinghléið til þess að ferðast um landið í því skyni einu að kynna Alþingi og störf þess. Af hverju skyldi Alþingi vera eina stofnunin á Íslandi eða í heiminum sem ekki þarf á því að halda að sagt sé frá störfum þess með skipulegum og sanngjörnum hætti. Þingmenn tala mikið um virðingarleysið fyrir Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að virðingarleysið sé þingmönnunum að kenna? Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir alþingismaður spurði um það hvort ekki mætti læra af þjóðþingum grannlandanna. Það er vafalaust unnt. Síðasta breyting á þingsköpum var ekki til bóta þegar opnað var fyrir það að sami þingmaðurinn getur verið annar hver ræðumaður vikum saman og þingmönnum líðst nú að fara í andsvör við sjálfa sig. Svoleiðis fíflaskapur er fyrir neðan virðingu alþingismanna og Alþingis sjálfs. Í fullri alvöru: Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Alþingi er sameign þjóðarinnar, sameign sem aldrei verður seld. Eina stofnunin sem aldrei var einkavædd. Hún er að mörgu leyti eins og klukkan góða; tákn þess sem sameinar okkur. Ef Alþingi er brotið í duft fyrirlitningar og virðingarleysis með stóryrðaflaumi og popúlisma þá hefur þjóðin misst sinn besta vin, svo ég renni mér til Íslandsklukkunnar að lokum. Við skulum sameinast um það innan- sem utanþingsmenn að verja þingræðið. Það er oft seinvirkt og ósanngjarnt en það er ekkert til betra. Þingmenn á Alþingi Íslendinga þurfa að hætta að tala Alþingi niður í svaðið.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar