Orðsending til Ögmundar 1. október 2010 06:00 Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Ögmundur svaraði mér í grein hér í blaðinu 2. september sl. og vildi meina, að þetta hefði hvorki verið ómálefnalegt né hræðsluáróður. Síðan kom hann með ágæta greinargerð um svonefnda IPA-styrki. Þeir eru ætlaðir sem aðstoð í aðdraganda inngöngu. Hann ræðir styrkina af heiðarleika og hreinskilni, en segir svo: „...við erum að njóta styrkja, sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu." Ögmundur segir enn: „Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB, en sem við myndum ella ekki gera." ESB er og hlýtur að vera mikið bákn, hlaðið lögum og reglugerðum. Því er það hverri þjóð, sem hugar að inngöngu, nánast lífsspursmál að kynna sér allt slíkt til hlítar og t.d. að fá það þýtt á sitt eigið tungumál. Styrkirnir, sem okkur standa til boða, eru veittir til þess að auðvelda okkur þetta verk, efla þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og halda uppi öflugu kynningarstarfi, m.a. með boðsferðum, þar sem mál eru rædd af hreinskilni. Mér finnst þetta bera því vitni, að ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðarlegar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samningagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafnræðis. Í stað þess að vera með grunsemdir um mútur, ber ég virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum og vona að þau gagnist okkur vel til að ná samningum, sem við getum óhræddir lagt í dóm þjóðarinnar, vitandi að við höfum tryggt allan þann rétt, sem henni er nauðsynlegur. Þær breytingar á stjórnsýslu, sem talað er um að við gerum fyrir inngöngu, verða ekki að lögum hér, nema þjóðin samþykki inngönguna. Verði svar þjóðarinnar nei, fellur allt slíkt um sjálft sig, annað en það, sem við þurfum að halda vegna EES. En engir af styrkjum þeim sem við þiggjum eru afturkræfir, þótt svarið verði nei. Ég læt þetta nægja um „glerperlur og eldvatn." Um hitt skortir mig enn skýringu frá Ögmundi, þar sem hann segir um indíánana: „Þeir töpuðu landinu." Ég bað hann að nefna mér dæmi um, að ESB hefði komið þannig fram við einhverja þá þjóð, sem fengið hefur aðild. Hann svaraði ekki þeirri spurningu, hugsanlega vegna þess, að slík þjóð fyrirfinnst ekki. Ég þekki a.m.k. engin dæmi, sem nota mætti slíka líkingu um, enda er ánægjuvogin í ESB-löndunum víða ótrúlega jákvæð. En kannski þekki ég ekki nógu vel til. Ég er ætíð reiðubúinn að læra og vita meira í dag en í gær. Því bið ég minn góða frænda í allri einlægni að benda mér á einhverja þjóð í ESB, sem hefur tapað landinu sínu og situr nú uppi með glerperlur og eldvatn. Geti hann það ekki, hljóta orð mín að standa um ómálefnalegan hræðsluáróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Ögmundur svaraði mér í grein hér í blaðinu 2. september sl. og vildi meina, að þetta hefði hvorki verið ómálefnalegt né hræðsluáróður. Síðan kom hann með ágæta greinargerð um svonefnda IPA-styrki. Þeir eru ætlaðir sem aðstoð í aðdraganda inngöngu. Hann ræðir styrkina af heiðarleika og hreinskilni, en segir svo: „...við erum að njóta styrkja, sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu." Ögmundur segir enn: „Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB, en sem við myndum ella ekki gera." ESB er og hlýtur að vera mikið bákn, hlaðið lögum og reglugerðum. Því er það hverri þjóð, sem hugar að inngöngu, nánast lífsspursmál að kynna sér allt slíkt til hlítar og t.d. að fá það þýtt á sitt eigið tungumál. Styrkirnir, sem okkur standa til boða, eru veittir til þess að auðvelda okkur þetta verk, efla þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og halda uppi öflugu kynningarstarfi, m.a. með boðsferðum, þar sem mál eru rædd af hreinskilni. Mér finnst þetta bera því vitni, að ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðarlegar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samningagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafnræðis. Í stað þess að vera með grunsemdir um mútur, ber ég virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum og vona að þau gagnist okkur vel til að ná samningum, sem við getum óhræddir lagt í dóm þjóðarinnar, vitandi að við höfum tryggt allan þann rétt, sem henni er nauðsynlegur. Þær breytingar á stjórnsýslu, sem talað er um að við gerum fyrir inngöngu, verða ekki að lögum hér, nema þjóðin samþykki inngönguna. Verði svar þjóðarinnar nei, fellur allt slíkt um sjálft sig, annað en það, sem við þurfum að halda vegna EES. En engir af styrkjum þeim sem við þiggjum eru afturkræfir, þótt svarið verði nei. Ég læt þetta nægja um „glerperlur og eldvatn." Um hitt skortir mig enn skýringu frá Ögmundi, þar sem hann segir um indíánana: „Þeir töpuðu landinu." Ég bað hann að nefna mér dæmi um, að ESB hefði komið þannig fram við einhverja þá þjóð, sem fengið hefur aðild. Hann svaraði ekki þeirri spurningu, hugsanlega vegna þess, að slík þjóð fyrirfinnst ekki. Ég þekki a.m.k. engin dæmi, sem nota mætti slíka líkingu um, enda er ánægjuvogin í ESB-löndunum víða ótrúlega jákvæð. En kannski þekki ég ekki nógu vel til. Ég er ætíð reiðubúinn að læra og vita meira í dag en í gær. Því bið ég minn góða frænda í allri einlægni að benda mér á einhverja þjóð í ESB, sem hefur tapað landinu sínu og situr nú uppi með glerperlur og eldvatn. Geti hann það ekki, hljóta orð mín að standa um ómálefnalegan hræðsluáróður.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun