Hvað er stjórnmálamenning? 12. nóvember 2010 06:00 Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hugtaka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hagsmunir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og hugtök og hvernig þeim er beitt. Þau koma óljóst fram hjá okkur og eru ekki til leiðsagnar eins og eðlilegt væri í heilbrigðu umhverfi stjórnmála. Það er líkt og stjórnmálamenn starfi lítið eftir hugmyndum heldur næstum eingöngu eftir hagsmunum. Þessi staðreynd hefur greinileg áhrif á umræðuhefðina sem er hefð átaka. Væru hugmyndir leiðarhnoða sem hægt væri að leiða sig eftir væru umræður um stjórnmál mun gagnlegri og til meiri upplýsingar en nú er. Umræðan hjá okkur fer fljótt að beinast að átökum, ekki að kryfja mál til mergjar heldur að finna höggstað á viðmælanda. Það virkar illa á áheyrendur sem skynja að slíkar umræður eru ekki til að leysa vanda. Annað sem við þurfum að ala okkur upp í er að sýna ábyrgð og rækta traust. Þingmenn verða að vakna við þann vonda draum að rúmlega sjö af hverjum hundrað bera traust til Alþingis. Hvaða vinnustaður getur skellt skollaeyrum við slíku? Hvaða traust á stjórnmálaflokkur skilið sem gengur til samstarfs við stjórnarmyndun um eitt brýnasta mál samfélagsins með því að lýsa því strax yfir að hann sé andsnúinn því? Hver er ábyrgðin sem hann gengst undir? Þetta brýtur gegn stjórnmálamenningu sem er heilbrigð, enda er nú að koma á daginn að flokkurinn hopar frá þeirri verklegu lausn sem hann hafði gengist undir. Ótrúlega lágt leggst Alþingi þegar þingmenn úr öllum flokkum nema einum bera fram tillögu um að sneiða hjá lögum sem það sama þing hefur áður samþykkt um viðræður við Evrópusambandið til að þjóna stundarhagsmunum. Slík framkoma í stjórnmálum hlýtur að teljast viðundur meðal annarra Evrópuþjóða. Kannski eru þessir þingmenn að undirstrika að þeir eigi enga samleið með Evrópu. Getur nokkur heilbrigður einstaklingur borið traust til slíks þings? Við verðum að koma hér á festu og samkvæmni í þingstörfum og við setningu laga, Alþingi þarf líka eftirlitsstofnun á þessu sviði. Stjórnvöld starfa losaralega, stefna til lengri tíma er lítið á dagskrá. Starfshópar innan stjórnkerfis fá ekki erindisbréf, bóka ekki niðurstöður og skila ekki skýrslu um hver árangur hafi orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er nefnt dæmi af ráðherranefnd sem vissi varla að hún væri til, hvað þá að hún gerði eitthvað. Fólk hefur ímugust á stjórnmálaflokkum og margir vilja losna við þá. Það yrði merki um hnignun. Við finnum engin betri tæki til að beita í stjórnmálum en flokka en þá má bæta. Mig grunar að félagsstarf innan flokkanna sé nú á dögum mun minna en var fyrir nokkrum áratugum. Flokkarnir starfræktu þá stjórnmálaskóla sem líklega voru nær eingöngu flokksskólar. Við þurfum uppeldisskóla í stjórnmálum þar sem kennt er að umgangast hugmyndir og hugtök af skilningi og virðingu, þar sem menn læra hvar ábyrgð liggur og hvernig eigi að vinna og rækta traust á þessu sviði. Einnig hvernig stjórnmálamenn eiga að vinna með almenningi en ekki til að blekkja hann. Væntanlegt stjórnlagaþing gæti tekið þetta til umræðu og skilað um það áliti til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hugtaka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hagsmunir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og hugtök og hvernig þeim er beitt. Þau koma óljóst fram hjá okkur og eru ekki til leiðsagnar eins og eðlilegt væri í heilbrigðu umhverfi stjórnmála. Það er líkt og stjórnmálamenn starfi lítið eftir hugmyndum heldur næstum eingöngu eftir hagsmunum. Þessi staðreynd hefur greinileg áhrif á umræðuhefðina sem er hefð átaka. Væru hugmyndir leiðarhnoða sem hægt væri að leiða sig eftir væru umræður um stjórnmál mun gagnlegri og til meiri upplýsingar en nú er. Umræðan hjá okkur fer fljótt að beinast að átökum, ekki að kryfja mál til mergjar heldur að finna höggstað á viðmælanda. Það virkar illa á áheyrendur sem skynja að slíkar umræður eru ekki til að leysa vanda. Annað sem við þurfum að ala okkur upp í er að sýna ábyrgð og rækta traust. Þingmenn verða að vakna við þann vonda draum að rúmlega sjö af hverjum hundrað bera traust til Alþingis. Hvaða vinnustaður getur skellt skollaeyrum við slíku? Hvaða traust á stjórnmálaflokkur skilið sem gengur til samstarfs við stjórnarmyndun um eitt brýnasta mál samfélagsins með því að lýsa því strax yfir að hann sé andsnúinn því? Hver er ábyrgðin sem hann gengst undir? Þetta brýtur gegn stjórnmálamenningu sem er heilbrigð, enda er nú að koma á daginn að flokkurinn hopar frá þeirri verklegu lausn sem hann hafði gengist undir. Ótrúlega lágt leggst Alþingi þegar þingmenn úr öllum flokkum nema einum bera fram tillögu um að sneiða hjá lögum sem það sama þing hefur áður samþykkt um viðræður við Evrópusambandið til að þjóna stundarhagsmunum. Slík framkoma í stjórnmálum hlýtur að teljast viðundur meðal annarra Evrópuþjóða. Kannski eru þessir þingmenn að undirstrika að þeir eigi enga samleið með Evrópu. Getur nokkur heilbrigður einstaklingur borið traust til slíks þings? Við verðum að koma hér á festu og samkvæmni í þingstörfum og við setningu laga, Alþingi þarf líka eftirlitsstofnun á þessu sviði. Stjórnvöld starfa losaralega, stefna til lengri tíma er lítið á dagskrá. Starfshópar innan stjórnkerfis fá ekki erindisbréf, bóka ekki niðurstöður og skila ekki skýrslu um hver árangur hafi orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er nefnt dæmi af ráðherranefnd sem vissi varla að hún væri til, hvað þá að hún gerði eitthvað. Fólk hefur ímugust á stjórnmálaflokkum og margir vilja losna við þá. Það yrði merki um hnignun. Við finnum engin betri tæki til að beita í stjórnmálum en flokka en þá má bæta. Mig grunar að félagsstarf innan flokkanna sé nú á dögum mun minna en var fyrir nokkrum áratugum. Flokkarnir starfræktu þá stjórnmálaskóla sem líklega voru nær eingöngu flokksskólar. Við þurfum uppeldisskóla í stjórnmálum þar sem kennt er að umgangast hugmyndir og hugtök af skilningi og virðingu, þar sem menn læra hvar ábyrgð liggur og hvernig eigi að vinna og rækta traust á þessu sviði. Einnig hvernig stjórnmálamenn eiga að vinna með almenningi en ekki til að blekkja hann. Væntanlegt stjórnlagaþing gæti tekið þetta til umræðu og skilað um það áliti til Alþingis.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun