
Ráðherrararaunir
Katrín Júlíusdóttir staðfesti í þættinum Á Sprengisandi að þau verkefni sem iðnaðarráðuneytið hefur unnið að með erlendum aðilum væru öll komin í óvissu. Ég lagði henni ekki þau orð í munn eins og hún fullyrðir í Fréttablaðinu.
Það ætti að vera mjög hagkvæmt fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslensku atvinnulífi eins og staðan er í dag. Veik króna þýðir að þeir fá mikið fyrir sitt fé; vinnulaun og allur kostnaður innanlands er hagfelldur. Það hefur ekkert með Ice Save að gera hvort hér er áhugavert fyrir erlenda aðila að fjárfesta eins og ráðherrann ímyndar sér. Það eru allt aðrar ástæður sem ráða því. Á ótrúlega stuttum tíma hefur þessari ríkisstjórn tekist að glutra niður því trausti sem á mörgum árum hafði tekist vinna Íslandi sem áhugaverðu landi fyrir uppbyggingu, m.a. í orkufrekum iðnaði. Það hefur hún gert með því að einbeita sér að því að leggja sem flesta steina í götu þeirra sem hér hafa verið í framkvæmdahugleiðingum.
Nærtækt er að nefna uppbyggingu á Bakka við Húsavík, framkvæmdir í Helguvík og aðgerðir Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vegna stækkunar í Straumsvík. Allt eru þetta verkefni sem eru okkur lífsnauðsynleg til að auka framleiðslu á útflutningsvörum til að efla hagvöxt í landinu. Skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar hafa sýnt þessum áhugasömu aðilum það að því einu má treysta, þegar vinstri vitleysan fer af stað, að starfsumhverfi atvinnulífsins er stórskaðað með fjandsamlegum aðgerðum. Það samkeppnisforskot sem Ísland hafði á mörg önnur lönd lá í duglegu vinnusömu fólki, stöðugu pólitísku umhverfi og hagfelldu skattumhverfi. Þau atriði vógu þungt í samanburði við aðra valkosti sem buðu jafnvel uppá ódýrara vinnuafl og lægra orkuverð. Sá tími er því miður liðinn í bili og nú treysta hvorki erlendir né innlendir aðilar stjórnarfarinu hér, með skelfilegum afleiðingum fyrir uppbyggingu atvinnulífs. Skiljanlega halda allir að sér höndum þegar svona er komið. Ráðherranum virðist fyrirmunað að sjá þetta og fer honum þar líkt og öðrum í þeirri gæfulausu ríkisstjórn sem hún starfar í. Þar leiðir haltur blindan.
Höfundur er alþingismaður.
Skoðun

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors
Haraldur Ólafsson skrifar

Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld
Sigvaldi Einarsson skrifar

Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál
Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar

Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd?
Björn B. Björnsson skrifar

Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið?
Magnús Magnússon skrifar

Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels?
Finnur Th. Eiríksson skrifar

10 atriði varðandi símabann í skólum
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn
Viðar Hreinsson skrifar

Tilveran með ADHD
Sigrún V. Heimisdóttir skrifar

Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar