Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt Guðbjartur Hannesson skrifar 16. október 2010 06:00 Frá árinu 1987 hefur 17. október verið helgaður baráttu gegn fátækt á veraldarvísu. Dagurinn er þörf áminning og til þess fallinn að auka vitund fólks um orsakir og afleiðingar fátæktar. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er engin undantekning. Birtingarmyndir fátæktar eru margvíslegar og afleiðingarnar víðtækar. Augljósust er sú örbirgð sem blasir við, sérstaklega í mörgum ríkjum Afríku, þar sem fjöldi barna og fullorðinna þjáist af matarskorti og vannæringu, á sér ekki húsaskjól, hefur ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og nýtur ekki þeirra lágmarksgæða sem á Vesturlöndum eru talin til mannréttinda. Önnur andlit fátæktar felast í margvíslegri efnahagslegri mismunun sem meinar fólki aðgang að mikilvægri þjónustu, menntun, menningu og tómstundalífi og útilokar það á ýmsan hátt frá þátttöku í samfélaginu. Evrópusambandið helgaði árið 2010 baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun og taka öll ríki sambandsins þátt, auk Íslands og Noregs. Fátækt er vandamál um alla Evrópu en talið er að um 80 milljónir Evrópubúa, eða 17 prósent, lifi undir lágtekjumörkum. Tíundi hver býr á heimili þar sem enginn hefur atvinnu, um 8 prósent hafa atvinnu en ná ekki endum saman og búa við fátæktarmörk. Talið er að 19 prósent barna í Evrópu búi við fátækt. Ýmsum aðferðum er beitt til að skilgreina fátækt. Algengt er að miða við afstæð fátæktarmörk. Evrópusambandið beitir þessari skilgreiningu og miðast lágtekjumörk við tekjur sem eru lægri en 60 prósent af miðgildi ráðstöfunartekna viðmiðunarhópsins. Einnig er tekið tillit til fjölskyldustærðar. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru árið 2009 um 10 prósent Íslendinga undir lágtekjumörkum. Í evrópskum samanburði er staða Norðurlandaþjóðanna áberandi betri en flestra annarra þjóða, sem rakið er til öflugrar atvinnustefnu, stuðnings velferðarkerfisins við vinnandi foreldra og tekjutilfærslna almannatryggingakerfisins og skattkerfisins. Hvað sem öllum samanburði líður getum við ekki sem þjóð sætt okkur við að 10 prósent landsmanna búi við afkomu undir lágtekjumörkum. Efnahagsástandið í heiminum er slæmt og margar þjóðir eiga í miklum þrengingum. Hér á landi varð efnahagshrun sem mun auka fátækt ef ekkert er að gert, með alvarlegum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þekktir fylgifiskar fátæktar eru félagsleg einangrun, þunglyndi, atvinnuleysi, missir heimilis, hnignun menntunar, aukin vímuefnanotkun og fjölgun glæpa. Fátækt er ekki náttúrulögmál sem enginn fær breytt. Vissulega getur fátækt átt sér ákveðnar náttúrulegar og landfræðilegar skýringar sem tengjast veðurfari, auðlindum, gróðurfari og náttúruhamförum. Meginorsakirnar eru þó jafnan misskipting auðs, misskipting valds og misnotkun valds milli þjóða og landsvæða og innbyrðis í samfélögum þar sem gjá er milli ríkra og fátækra og margvíslegur ójöfnuður og mismunun fær að líðast. Ísland er í flestum skilningi auðugt land. Við megum því ekki láta fátækt viðgangast í samfélaginu og verðum að berjast gegn henni með oddi og egg. Við höfum öll tæki til þess en þurfum að beita þeim rétt þannig að landið standi undir nafni sem velferðarríki. Baráttan gegn fátækt er ekki verkefni stjórnvalda einna. Við eigum að skilgreina fátækt sem mannréttindabrot. Við eigum að viðurkenna vandann og fást við hann á breiðum vettvangi þar sem ríki og sveitarfélög, atvinnurekendur og stéttarfélög, hagsmunasamtök, félagasamtök og almenningur taka höndum saman með það að markmiði að útrýma fátækt úr samfélaginu. Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt er 17. október. Við skulum öll minnast þess og nota daginn til að hugleiða hvað við getum lagt af mörkum í baráttunni. Til áminningar um þetta verður öllum kirkjuklukkum landsins hringt lengur en venja er til. Við skulum hlýða á hljóm þeirra sem fyrirheit um árangursríka baráttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur 17. október verið helgaður baráttu gegn fátækt á veraldarvísu. Dagurinn er þörf áminning og til þess fallinn að auka vitund fólks um orsakir og afleiðingar fátæktar. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er engin undantekning. Birtingarmyndir fátæktar eru margvíslegar og afleiðingarnar víðtækar. Augljósust er sú örbirgð sem blasir við, sérstaklega í mörgum ríkjum Afríku, þar sem fjöldi barna og fullorðinna þjáist af matarskorti og vannæringu, á sér ekki húsaskjól, hefur ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og nýtur ekki þeirra lágmarksgæða sem á Vesturlöndum eru talin til mannréttinda. Önnur andlit fátæktar felast í margvíslegri efnahagslegri mismunun sem meinar fólki aðgang að mikilvægri þjónustu, menntun, menningu og tómstundalífi og útilokar það á ýmsan hátt frá þátttöku í samfélaginu. Evrópusambandið helgaði árið 2010 baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun og taka öll ríki sambandsins þátt, auk Íslands og Noregs. Fátækt er vandamál um alla Evrópu en talið er að um 80 milljónir Evrópubúa, eða 17 prósent, lifi undir lágtekjumörkum. Tíundi hver býr á heimili þar sem enginn hefur atvinnu, um 8 prósent hafa atvinnu en ná ekki endum saman og búa við fátæktarmörk. Talið er að 19 prósent barna í Evrópu búi við fátækt. Ýmsum aðferðum er beitt til að skilgreina fátækt. Algengt er að miða við afstæð fátæktarmörk. Evrópusambandið beitir þessari skilgreiningu og miðast lágtekjumörk við tekjur sem eru lægri en 60 prósent af miðgildi ráðstöfunartekna viðmiðunarhópsins. Einnig er tekið tillit til fjölskyldustærðar. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru árið 2009 um 10 prósent Íslendinga undir lágtekjumörkum. Í evrópskum samanburði er staða Norðurlandaþjóðanna áberandi betri en flestra annarra þjóða, sem rakið er til öflugrar atvinnustefnu, stuðnings velferðarkerfisins við vinnandi foreldra og tekjutilfærslna almannatryggingakerfisins og skattkerfisins. Hvað sem öllum samanburði líður getum við ekki sem þjóð sætt okkur við að 10 prósent landsmanna búi við afkomu undir lágtekjumörkum. Efnahagsástandið í heiminum er slæmt og margar þjóðir eiga í miklum þrengingum. Hér á landi varð efnahagshrun sem mun auka fátækt ef ekkert er að gert, með alvarlegum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þekktir fylgifiskar fátæktar eru félagsleg einangrun, þunglyndi, atvinnuleysi, missir heimilis, hnignun menntunar, aukin vímuefnanotkun og fjölgun glæpa. Fátækt er ekki náttúrulögmál sem enginn fær breytt. Vissulega getur fátækt átt sér ákveðnar náttúrulegar og landfræðilegar skýringar sem tengjast veðurfari, auðlindum, gróðurfari og náttúruhamförum. Meginorsakirnar eru þó jafnan misskipting auðs, misskipting valds og misnotkun valds milli þjóða og landsvæða og innbyrðis í samfélögum þar sem gjá er milli ríkra og fátækra og margvíslegur ójöfnuður og mismunun fær að líðast. Ísland er í flestum skilningi auðugt land. Við megum því ekki láta fátækt viðgangast í samfélaginu og verðum að berjast gegn henni með oddi og egg. Við höfum öll tæki til þess en þurfum að beita þeim rétt þannig að landið standi undir nafni sem velferðarríki. Baráttan gegn fátækt er ekki verkefni stjórnvalda einna. Við eigum að skilgreina fátækt sem mannréttindabrot. Við eigum að viðurkenna vandann og fást við hann á breiðum vettvangi þar sem ríki og sveitarfélög, atvinnurekendur og stéttarfélög, hagsmunasamtök, félagasamtök og almenningur taka höndum saman með það að markmiði að útrýma fátækt úr samfélaginu. Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt er 17. október. Við skulum öll minnast þess og nota daginn til að hugleiða hvað við getum lagt af mörkum í baráttunni. Til áminningar um þetta verður öllum kirkjuklukkum landsins hringt lengur en venja er til. Við skulum hlýða á hljóm þeirra sem fyrirheit um árangursríka baráttu.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun