Næstu skref Guðmundur Steingrímsson skrifar 22. mars 2010 06:00 Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að takast á við skuldavanda heimilanna eru um margt ágætar. Yfirlýsingar ráðherra um að aðgerðarpakkinn nái að öllu leyti utan um vandann eru hins vegar í besta falli spaugilegar. Talsvert meira þarf að gera til þess að sátt geti ríkt á lánamarkaði á Íslandi og til þess að hinn ógnarstóri skuldavandi þjóðarinnar teljist að fullu leystur. Skuldavandi heimilanna er vandi af slíkri stærðargráðu að betur fer á því að tileinka sér vissa auðmýkt og minni yfirlýsingagleði í viðureigninni við hann. Nógu stórt var talað þegar síðasti aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar var kynntur í október síðastliðnum. Hann náði ekki tilætluðum árangri. Betrumbætur boðaðarEn nú eru boðaðar betrumbætur. Margt í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar er afsprengi vinnubragða sem gjarnan mættu sjást víðar í stjórnmálunum um þessar mundir. Þverpólitískur samráðshópur um skuldavanda heimila og fyrirtækja hefur nú starfað um nokkurt skeið. Margar höfuðáherslur þess hóps er að finna í aðgerðarpakkanum. Þannig hefur stofnun embættis umboðsmanns skuldara, eða lántakenda, átt hljómgrunn í öllum flokkum á þingi, að því er ég best veit, og eins hefur verið nokkuð víðtækur samhljómur á meðal flokkanna um mikilvægi þess að hanna betur þá ferla sem fólki í verulegum greiðsluvanda býðst til þess að endurskipuleggja skuldir sínar. Á þessu er tekið í aðgerðarpakkanum. Mikilvægt embætti umboðsmannsÞað er mikilvægt að tala ekki niður hið nýja embætti umboðsmanns skuldara. Hugmyndin er góð. Þessu embætti verður ætlað að vera málsvari lántakenda gagnvart kröfuhöfum. Í gegnum þetta embætti munu skuldarar geta fengið úrlausn sinna vandamála, ef vel tekst til. Þessu þarf að gefa góðan sjens. Að því sögðu er þó líka mikilvægt að hafa í huga, að auðvitað verður að vakta vel hvort embættið virkar eða ekki. Margir vankantar gætu komið í ljós sem nauðsynlegt verður að sníða af. Meðal annarra fagnaðarefna í frumvarpsdrögum ráðherranna má nefna, að til stendur að taka á málum þeirra skuldara sem sitja uppi með tvær eignir, en þau mál hafa verið í pattstöðu alltof lengi. Eins eru góðar áherslur lagðar í þátt að auka möguleika á óverðtryggðum lánum. Meira þarf að gera í þeim efnum. Auk þess eru skref í átt að aukinni fjölbreytni á húsnæðismarkaði, með kaupleiguíbúðum og húsnæðissamvinnufélögum, töluvert gleðiefni. Hvar eru almennu aðgerðirnar?En kem ég nú að göllunum. Það er orðið rannsóknarefni hvað ríkisstjórnarflokkarnir virðast sýna nauðsyn almennra aðgerða í skuldamálum lítinn skilning. Lítið á að gera fyrir þann stóra hóp fólks sem ekki telst beinlínis vera í greiðsluvanda, en er þó á mörkunum. Þetta er hin stóra millistétt á Íslandi. Hrunið tók frá henni hið fjárhagslega svigrúm sem hún hafði. Ekki fyrr en vanda þessa hóps verður mætt með almennum aðgerðum, eins og leiðréttingu höfuðstóls eða öðrum slíkum, getur mögulega myndast sátt á íslenskum lánamarkaði. Hið efnahagslega markmið er líka augljóst: Þessi hópur, sem telur þorra Íslendinga, verður að losna við byrðar. Að öðrum kosti hefst ekki eðlileg neysla og fjárfesting í samfélaginu. Á að gera höggið frádráttarbært? Eina almenna aðgerðin sem ríkisstjórnin boðar er raunar algerlega þvert á þessi markmið. Hún felst í því að skattleggja afskriftir. Slík áform virka óneitanlega sem blaut tuska í andlit þeirra sem barist hafa fyrir almennri leiðréttingu á höfuðstól. Það má þó kannski freista þess að hugsa uppbyggilega og reyna að snúa þessari vondu hugmynd upp í aðra betri. Ef ríkisstjórnin vill fara í almennar aðgerðir í gegnum skattkerfið, er auðvitað fullkomlega eðlilegt að leggja til, að sú dæmalausa aukning á höfuðstól sem lántakendur tóku á sig í hruninu komi til frádráttar frá skatti. Þar gæti verið komin leið til þess að létta byrðar hrunsins af almenningi. Þetta þarf að skoða. Eitt er víst: Krafa þorra lántakenda um léttari og sanngjarnari byrðar verður bara háværari eftir því sem aðgerðarleysið í þeim efnum er meira. Næstu skref á lánamarkaði felast einkum í því að mæta þessari kröfu af röggsemi.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að takast á við skuldavanda heimilanna eru um margt ágætar. Yfirlýsingar ráðherra um að aðgerðarpakkinn nái að öllu leyti utan um vandann eru hins vegar í besta falli spaugilegar. Talsvert meira þarf að gera til þess að sátt geti ríkt á lánamarkaði á Íslandi og til þess að hinn ógnarstóri skuldavandi þjóðarinnar teljist að fullu leystur. Skuldavandi heimilanna er vandi af slíkri stærðargráðu að betur fer á því að tileinka sér vissa auðmýkt og minni yfirlýsingagleði í viðureigninni við hann. Nógu stórt var talað þegar síðasti aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar var kynntur í október síðastliðnum. Hann náði ekki tilætluðum árangri. Betrumbætur boðaðarEn nú eru boðaðar betrumbætur. Margt í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar er afsprengi vinnubragða sem gjarnan mættu sjást víðar í stjórnmálunum um þessar mundir. Þverpólitískur samráðshópur um skuldavanda heimila og fyrirtækja hefur nú starfað um nokkurt skeið. Margar höfuðáherslur þess hóps er að finna í aðgerðarpakkanum. Þannig hefur stofnun embættis umboðsmanns skuldara, eða lántakenda, átt hljómgrunn í öllum flokkum á þingi, að því er ég best veit, og eins hefur verið nokkuð víðtækur samhljómur á meðal flokkanna um mikilvægi þess að hanna betur þá ferla sem fólki í verulegum greiðsluvanda býðst til þess að endurskipuleggja skuldir sínar. Á þessu er tekið í aðgerðarpakkanum. Mikilvægt embætti umboðsmannsÞað er mikilvægt að tala ekki niður hið nýja embætti umboðsmanns skuldara. Hugmyndin er góð. Þessu embætti verður ætlað að vera málsvari lántakenda gagnvart kröfuhöfum. Í gegnum þetta embætti munu skuldarar geta fengið úrlausn sinna vandamála, ef vel tekst til. Þessu þarf að gefa góðan sjens. Að því sögðu er þó líka mikilvægt að hafa í huga, að auðvitað verður að vakta vel hvort embættið virkar eða ekki. Margir vankantar gætu komið í ljós sem nauðsynlegt verður að sníða af. Meðal annarra fagnaðarefna í frumvarpsdrögum ráðherranna má nefna, að til stendur að taka á málum þeirra skuldara sem sitja uppi með tvær eignir, en þau mál hafa verið í pattstöðu alltof lengi. Eins eru góðar áherslur lagðar í þátt að auka möguleika á óverðtryggðum lánum. Meira þarf að gera í þeim efnum. Auk þess eru skref í átt að aukinni fjölbreytni á húsnæðismarkaði, með kaupleiguíbúðum og húsnæðissamvinnufélögum, töluvert gleðiefni. Hvar eru almennu aðgerðirnar?En kem ég nú að göllunum. Það er orðið rannsóknarefni hvað ríkisstjórnarflokkarnir virðast sýna nauðsyn almennra aðgerða í skuldamálum lítinn skilning. Lítið á að gera fyrir þann stóra hóp fólks sem ekki telst beinlínis vera í greiðsluvanda, en er þó á mörkunum. Þetta er hin stóra millistétt á Íslandi. Hrunið tók frá henni hið fjárhagslega svigrúm sem hún hafði. Ekki fyrr en vanda þessa hóps verður mætt með almennum aðgerðum, eins og leiðréttingu höfuðstóls eða öðrum slíkum, getur mögulega myndast sátt á íslenskum lánamarkaði. Hið efnahagslega markmið er líka augljóst: Þessi hópur, sem telur þorra Íslendinga, verður að losna við byrðar. Að öðrum kosti hefst ekki eðlileg neysla og fjárfesting í samfélaginu. Á að gera höggið frádráttarbært? Eina almenna aðgerðin sem ríkisstjórnin boðar er raunar algerlega þvert á þessi markmið. Hún felst í því að skattleggja afskriftir. Slík áform virka óneitanlega sem blaut tuska í andlit þeirra sem barist hafa fyrir almennri leiðréttingu á höfuðstól. Það má þó kannski freista þess að hugsa uppbyggilega og reyna að snúa þessari vondu hugmynd upp í aðra betri. Ef ríkisstjórnin vill fara í almennar aðgerðir í gegnum skattkerfið, er auðvitað fullkomlega eðlilegt að leggja til, að sú dæmalausa aukning á höfuðstól sem lántakendur tóku á sig í hruninu komi til frádráttar frá skatti. Þar gæti verið komin leið til þess að létta byrðar hrunsins af almenningi. Þetta þarf að skoða. Eitt er víst: Krafa þorra lántakenda um léttari og sanngjarnari byrðar verður bara háværari eftir því sem aðgerðarleysið í þeim efnum er meira. Næstu skref á lánamarkaði felast einkum í því að mæta þessari kröfu af röggsemi.Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar