Skuldadagar í Helguvík 14. september 2010 06:00 Sigmundur Einarsson jarðfræðingur skrifar grein í Fréttablaðið 10. september 2010 undir fyrirsögninni „Komið að skuldadögum í Helguvík". Í greininni segir m.a.: „Af einhverjum ástæðum sá Skipulagsstofnun ekki ástæðu til að taka afstöðu til ofangreindrar umsagnar Orkustofnunar í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum Reykjanesvirkjunar." Sigmundur taldi að umsögn Orkustofnunar sýndi að hugmyndir HS Orku um stækkun Reykjanesvirkjunar hafi frá upphafi verið óraunsæjar. Skipulagsstofnun vill vekja athygli á því að stofnunin tók í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum stækkunar Reykjanesvirkjunar í júlí 2009 undir margt af því sem fram kom í umsögn Orkustofnunar við frummatsskýrslu HS Orku, auk þess sem atriði úr umsögninni voru ítarlega reifuð. Hins vegar var það staðreynd sem stofnunin benti á í álitinu að í frummatsskýrslu kæmi fram augljós skoðanamunur milli jarðhitasérfræðinga HS Orku annars vegar og Orkustofnunar hins vegar. Skoðanamunur væri um veigamikla þætti er vörðuðu þau áhrif sem vinnsla hefði haft á jarðhitakerfið frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett árið 2006 og frekari áhrif fyrirhugaðrar stækkunar virkjunarinnar. Að áliti Skipulagsstofunar var stofnuninni gert erfitt um vik að leggja mat á hver yrðu raunveruleg áhrif stækkunarinnar á jarðhitaauðlindina í ljósi þessa ágreinings og þeirrar miklu óvissu sem óhjákvæmilega væri til staðar um áhrif stækkunar Reykjanesvirkjunar á jarðhitakerfið. Stofnunin taldi því eðlilegt að frekari umfjöllun um áhrif stækkunarinnar á auðlindina þyrfti að fara fram við leyfisumsóknir HS Orku til Orkustofnunar og svo virðist sem að sú umfjöllun eigi sér nú stað í leyfisferli fyrirtækisins hjá Orkustofnun. Skipulagsstofnun vill jafnframt benda á að í álitinu fjallaði stofnunin um áhrif af þeirri vinnslustefnu sem viðgengist hefur frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett, slík vinnsla væri ágeng en ekki sjálfbær og kynni að hafa í för með sér að draga yrði úr vinnslu eftir tiltekið tímabil. Þetta gæti haft í för með sér að mati Skipulagsstofnunar að þess yrði sífellt freistað að stækka vinnslusvæði til að auka við vinnsluna eða mæta dvínandi afköstum borhola svo raforkuframleiðsla gæti haldist óbreytt. Einnig taldi stofnunin að ágeng vinnsla væri til þess fallin að auka ásókn orkufyrirtækja inn á ný og oft ósnortin háhitasvæði. Rut Kristinsdóttir sviðsstjóri umhverfissviðs Skipulagsstofnunar. Í grein sinni víkur Sigmundur einnig að því að Skipulagsstofnun og umhverfisráðuneyti hafi hafnað kröfu um sameiginlegt mat fyrir framkvæmdir tengdar byggingu álvers í Helguvík. Kröfur um sameiginlegt mat álvers í Helguvík við tengdar framkvæmdir hafa oftar en einu sinni komið til kasta Skipulagsstofnunar. Lokaniðurstaða um slíkt mat birtist í úrskurði umhverfisráðherra í lok janúar 2010 þar sem ekki var fallist á þá kröfu að svokallaðar Suðvesturlínur yrðu metnar með tengdum framkvæmdum, m.a. þeim mögulegu virkjanakostum sem ættu að veita álveri í Helguvík orku. Þar var m.a. tekið undir þann rökstuðning sem áður hafði komið í ákvörðunum Skipulagsstofnunar 25. mars og 30. október 2009 sem byggði m.a. á ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum, en skv. þeim taldi stofnunin að ekki væri hægt að líta svo á að framkvæmd gæti talist „fyrirhuguð" í skilningi 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, fyrr en framkvæmdaraðili gæti lagt fram tillögu að matsáætlun. Því gæti orkuvinnsla á hugmyndastigi, sem þó væri tilgreind sem möguleg uppspretta orku fyrir álver í Helguvík ekki orðið hluti af sameiginlegu mati umhverfisáhrifa. Skipulagsstofnun bendir á að búið var að taka ákvarðanir um uppbyggingu orkufreks iðnaðar víða á Reykjanesi áður en fyllilega var ljóst hvaðan hann myndi fá orku og áform um ýmsa virkjanakosti komin mun skemur á veg en uppbygging iðnaðar og flutningskerfis fyrir raforku. Skipulagsstofnun telur að það hljóti að vera æskilegt við undirbúning ákvarðana um uppbyggingu orkufrekrar starfsemi að fyrir liggi upplýsingar og skýr heildarsýn og stefna um hvaðan slík starfsemi sæki orku, en með tilliti til þeirra skilyrða sem ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum setja, telur stofnunin ljóst að þau ákvæði nýtast ekki sem stjórntæki til að fá fram slíka sýn. Þar þyrfti að koma til skýr stefna stjórnvalda á landsvísu og sveitarfélaga varðandi nýtingu vatnsorku og jarðvarma og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Einarsson jarðfræðingur skrifar grein í Fréttablaðið 10. september 2010 undir fyrirsögninni „Komið að skuldadögum í Helguvík". Í greininni segir m.a.: „Af einhverjum ástæðum sá Skipulagsstofnun ekki ástæðu til að taka afstöðu til ofangreindrar umsagnar Orkustofnunar í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum Reykjanesvirkjunar." Sigmundur taldi að umsögn Orkustofnunar sýndi að hugmyndir HS Orku um stækkun Reykjanesvirkjunar hafi frá upphafi verið óraunsæjar. Skipulagsstofnun vill vekja athygli á því að stofnunin tók í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum stækkunar Reykjanesvirkjunar í júlí 2009 undir margt af því sem fram kom í umsögn Orkustofnunar við frummatsskýrslu HS Orku, auk þess sem atriði úr umsögninni voru ítarlega reifuð. Hins vegar var það staðreynd sem stofnunin benti á í álitinu að í frummatsskýrslu kæmi fram augljós skoðanamunur milli jarðhitasérfræðinga HS Orku annars vegar og Orkustofnunar hins vegar. Skoðanamunur væri um veigamikla þætti er vörðuðu þau áhrif sem vinnsla hefði haft á jarðhitakerfið frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett árið 2006 og frekari áhrif fyrirhugaðrar stækkunar virkjunarinnar. Að áliti Skipulagsstofunar var stofnuninni gert erfitt um vik að leggja mat á hver yrðu raunveruleg áhrif stækkunarinnar á jarðhitaauðlindina í ljósi þessa ágreinings og þeirrar miklu óvissu sem óhjákvæmilega væri til staðar um áhrif stækkunar Reykjanesvirkjunar á jarðhitakerfið. Stofnunin taldi því eðlilegt að frekari umfjöllun um áhrif stækkunarinnar á auðlindina þyrfti að fara fram við leyfisumsóknir HS Orku til Orkustofnunar og svo virðist sem að sú umfjöllun eigi sér nú stað í leyfisferli fyrirtækisins hjá Orkustofnun. Skipulagsstofnun vill jafnframt benda á að í álitinu fjallaði stofnunin um áhrif af þeirri vinnslustefnu sem viðgengist hefur frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett, slík vinnsla væri ágeng en ekki sjálfbær og kynni að hafa í för með sér að draga yrði úr vinnslu eftir tiltekið tímabil. Þetta gæti haft í för með sér að mati Skipulagsstofnunar að þess yrði sífellt freistað að stækka vinnslusvæði til að auka við vinnsluna eða mæta dvínandi afköstum borhola svo raforkuframleiðsla gæti haldist óbreytt. Einnig taldi stofnunin að ágeng vinnsla væri til þess fallin að auka ásókn orkufyrirtækja inn á ný og oft ósnortin háhitasvæði. Rut Kristinsdóttir sviðsstjóri umhverfissviðs Skipulagsstofnunar. Í grein sinni víkur Sigmundur einnig að því að Skipulagsstofnun og umhverfisráðuneyti hafi hafnað kröfu um sameiginlegt mat fyrir framkvæmdir tengdar byggingu álvers í Helguvík. Kröfur um sameiginlegt mat álvers í Helguvík við tengdar framkvæmdir hafa oftar en einu sinni komið til kasta Skipulagsstofnunar. Lokaniðurstaða um slíkt mat birtist í úrskurði umhverfisráðherra í lok janúar 2010 þar sem ekki var fallist á þá kröfu að svokallaðar Suðvesturlínur yrðu metnar með tengdum framkvæmdum, m.a. þeim mögulegu virkjanakostum sem ættu að veita álveri í Helguvík orku. Þar var m.a. tekið undir þann rökstuðning sem áður hafði komið í ákvörðunum Skipulagsstofnunar 25. mars og 30. október 2009 sem byggði m.a. á ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum, en skv. þeim taldi stofnunin að ekki væri hægt að líta svo á að framkvæmd gæti talist „fyrirhuguð" í skilningi 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, fyrr en framkvæmdaraðili gæti lagt fram tillögu að matsáætlun. Því gæti orkuvinnsla á hugmyndastigi, sem þó væri tilgreind sem möguleg uppspretta orku fyrir álver í Helguvík ekki orðið hluti af sameiginlegu mati umhverfisáhrifa. Skipulagsstofnun bendir á að búið var að taka ákvarðanir um uppbyggingu orkufreks iðnaðar víða á Reykjanesi áður en fyllilega var ljóst hvaðan hann myndi fá orku og áform um ýmsa virkjanakosti komin mun skemur á veg en uppbygging iðnaðar og flutningskerfis fyrir raforku. Skipulagsstofnun telur að það hljóti að vera æskilegt við undirbúning ákvarðana um uppbyggingu orkufrekrar starfsemi að fyrir liggi upplýsingar og skýr heildarsýn og stefna um hvaðan slík starfsemi sæki orku, en með tilliti til þeirra skilyrða sem ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum setja, telur stofnunin ljóst að þau ákvæði nýtast ekki sem stjórntæki til að fá fram slíka sýn. Þar þyrfti að koma til skýr stefna stjórnvalda á landsvísu og sveitarfélaga varðandi nýtingu vatnsorku og jarðvarma og uppbyggingu orkufreks iðnaðar.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun