Ari Trausti Guðmundsson: Siðbót í lausu lofti 11. maí 2010 12:42 Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugarfarsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hugmyndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórnmálalegan grunn. Íslenskt efnahagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðanirnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru meðvitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var. Geta menn séð hugmyndafræðina fyrir sér? Geta menn skynjað hvernig þeir/þær hugsa sem gert hafa sig seka um þá siðfræði sem tætt er í sundur þessa dagana? Kannski. En hitt er víst að afstaða fólksins var og er geirnegld í þeim hagsmunum sem allt efnahagskerfi þeirra byggir á og þeirri valdastöðu sem það hefur náð. Af þessu leiðir að siðbót í íslensku samfélagi byrjar, kemur við í eða endar í breytingum á efnahagsmálum og stjórnmálum. Nú er um að gera að ræða allt slíkt í því eðlilega samhengi sem hugmyndafræði, lýðræði, samfélagsgerð og efnahagsgrunnur á að vera. Ekki eyða tíma í að biðla til fólks um að fara að "hugsa" öðruvísi því í þessum efnum gildir ekki setningin "vilji er allt sem þarf". Búum nýjum hugmyndum efnislegan grunn til að skjóta rótum, dafna og verða ráðandi. Tvö atriði vil ég minnast á í þessu sambandi. Stjórnlagaþing, kosið af almenningi, hefur oft verið nefnt sem einn af bjarghringjunum eftir hrunið. Fólkið á að fá að koma beint að nauðsynlegum kerfisbreytingunum, ekki aðeins eftir að einhver hópur og þing hefur vélað um þær og sett svo allt saman til samþykkis í almennum kosningum. Ýmsir mætir menn hafa mælt fyrir þessu en margir fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn og valdamenn í efnahagsmálum séð meinbugi á slíku stjórnlagaþingi. Þá kemur upp hugmynd um að skipa utanþingsnefnd, líkt og rannsóknarnefnd Alþingis, til að vinna verkið og ná þannig fram sátt milli þeirra sem vilja alvöru stjórnlagaþing og þá sem eru smeykir við það. Hún er röng og hrein uppgjöf. Almenningur verður að fá að koma að nýjum samfélagsramma í stjórnmálum, alveg frá fyrstu stundu, annars glatar hann sínu helsta tækifæri til að stuðla að siðbót og efnahagsumbótum í landinu. Allt annað er óásættanlegt og nú verða þeir stjórnmálamenn sem enn þora að hafa raunverulegt samráð við alþýðu manna að afgreiða lög um stjórnlagaþing, hvað sem kostnaði við það líður, lagaflækjum eða efasemdum um gagnsemi þess. Ýmis samtök geta lagt þessu lið rétt eins og fjölmargir einstaklingar. Hitt atriðið varðar skuldastöðu heimila. Allir vita að til eru þrír meginhópar sem eiga eigin heimili. Þetta eru þeir sem skulda lítið eða ekkert af fasteignalánum, þeir sem skulda töluvert eða mikið en standa ávallt í skilum og svo þeir sem hafa lent í vandræðum með greiðslur. Allir vita líka að miðhópurinn er stærstur og enn fremur að hann heldur einnig uppi stórum hluta neyslu og skatta í landinu. Sú fáránlega lenska hefur búið um sig í ríkisstjórn og hjá meirihluta alþingismanna að rétt skuli vera að aðstoða þriðja hópinn en blóðmjólka þann stóra, rétt eins og sífellt fleiri sem þar detta í vanskilahópinn séu ekki til. Aldrei verður sátt í samfélaginu né siðbót ef einn tiltekinn hópur er látinn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Vissulega má segja að fyrsttaldi hópurinn fari á mis við eitthvað, séu fasteignalán lækkuð, en þar er þó engin vá fyrir dyrum. Það er hverju meðalheimili nóg að eiga við dýrtíðina, aukna skatta sem flestir mótmæla ekki og aðrar afleiðingar hrunsins, þó ekki sé sama fólkinu ýtt nær þroti með hverjum mánuði meðan ráðamenn kynna úrræði til hjálpar nauðstöddum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugarfarsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hugmyndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórnmálalegan grunn. Íslenskt efnahagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðanirnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru meðvitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var. Geta menn séð hugmyndafræðina fyrir sér? Geta menn skynjað hvernig þeir/þær hugsa sem gert hafa sig seka um þá siðfræði sem tætt er í sundur þessa dagana? Kannski. En hitt er víst að afstaða fólksins var og er geirnegld í þeim hagsmunum sem allt efnahagskerfi þeirra byggir á og þeirri valdastöðu sem það hefur náð. Af þessu leiðir að siðbót í íslensku samfélagi byrjar, kemur við í eða endar í breytingum á efnahagsmálum og stjórnmálum. Nú er um að gera að ræða allt slíkt í því eðlilega samhengi sem hugmyndafræði, lýðræði, samfélagsgerð og efnahagsgrunnur á að vera. Ekki eyða tíma í að biðla til fólks um að fara að "hugsa" öðruvísi því í þessum efnum gildir ekki setningin "vilji er allt sem þarf". Búum nýjum hugmyndum efnislegan grunn til að skjóta rótum, dafna og verða ráðandi. Tvö atriði vil ég minnast á í þessu sambandi. Stjórnlagaþing, kosið af almenningi, hefur oft verið nefnt sem einn af bjarghringjunum eftir hrunið. Fólkið á að fá að koma beint að nauðsynlegum kerfisbreytingunum, ekki aðeins eftir að einhver hópur og þing hefur vélað um þær og sett svo allt saman til samþykkis í almennum kosningum. Ýmsir mætir menn hafa mælt fyrir þessu en margir fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn og valdamenn í efnahagsmálum séð meinbugi á slíku stjórnlagaþingi. Þá kemur upp hugmynd um að skipa utanþingsnefnd, líkt og rannsóknarnefnd Alþingis, til að vinna verkið og ná þannig fram sátt milli þeirra sem vilja alvöru stjórnlagaþing og þá sem eru smeykir við það. Hún er röng og hrein uppgjöf. Almenningur verður að fá að koma að nýjum samfélagsramma í stjórnmálum, alveg frá fyrstu stundu, annars glatar hann sínu helsta tækifæri til að stuðla að siðbót og efnahagsumbótum í landinu. Allt annað er óásættanlegt og nú verða þeir stjórnmálamenn sem enn þora að hafa raunverulegt samráð við alþýðu manna að afgreiða lög um stjórnlagaþing, hvað sem kostnaði við það líður, lagaflækjum eða efasemdum um gagnsemi þess. Ýmis samtök geta lagt þessu lið rétt eins og fjölmargir einstaklingar. Hitt atriðið varðar skuldastöðu heimila. Allir vita að til eru þrír meginhópar sem eiga eigin heimili. Þetta eru þeir sem skulda lítið eða ekkert af fasteignalánum, þeir sem skulda töluvert eða mikið en standa ávallt í skilum og svo þeir sem hafa lent í vandræðum með greiðslur. Allir vita líka að miðhópurinn er stærstur og enn fremur að hann heldur einnig uppi stórum hluta neyslu og skatta í landinu. Sú fáránlega lenska hefur búið um sig í ríkisstjórn og hjá meirihluta alþingismanna að rétt skuli vera að aðstoða þriðja hópinn en blóðmjólka þann stóra, rétt eins og sífellt fleiri sem þar detta í vanskilahópinn séu ekki til. Aldrei verður sátt í samfélaginu né siðbót ef einn tiltekinn hópur er látinn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Vissulega má segja að fyrsttaldi hópurinn fari á mis við eitthvað, séu fasteignalán lækkuð, en þar er þó engin vá fyrir dyrum. Það er hverju meðalheimili nóg að eiga við dýrtíðina, aukna skatta sem flestir mótmæla ekki og aðrar afleiðingar hrunsins, þó ekki sé sama fólkinu ýtt nær þroti með hverjum mánuði meðan ráðamenn kynna úrræði til hjálpar nauðstöddum.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun