Ráðist að konum og á konur Vigdís Hauksdóttir skrifar 26. nóvember 2010 03:45 Ísland er aðili að alþjóðasáttmálum er varða heilbrigði og lögbundinn rétt til heilbrigðisþjónustu. Að auki er þessi réttur tryggður í 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika." Þann 21. okt. sl. hélt dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, fyrirlestur í HR. Taldi hún að fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu yrði að taka mið af mannréttindum. Á dögunum var dreift á Alþingi svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum í niðurskurði fjárlaga 2011. Í svarinu kemur fram í töflu 1 að áætluð fækkun starfsmanna á landinu öllu verði 635 í 445 stöðugildum. Hlutfall kvenna af fjölda starfsmanna á heilbrigðisstofnunum er að meðaltali 82%. Því er augljóst að þessi tiltekna aðgerð ríkisstjórnarinnar í fjárlagagerðinni er bein árás á konur og atvinnutækifæri þeirra á landinu öllu. Hver hefði trúað því á heilaga Jóhönnu. Alvarlegi hluti niðurskurðarins sem snýr að konum er þó þessi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að fækka um 96 starfsmenn sem nemur 69 starfsmönnum á St. Jósefsspítala. Það er bein árás að konum, því spítalinn hefur sérhæft sig í grindarbotnsaðgerðum kvenna. Eru þær margvíslegar og misalvarlegar - allt frá þvagleka, hægðaleka og upp í flóknar tæknilegar aðgerðir sem gera þarf á konum eftir erfiðar fæðingar. Fjöldi þessara aðgerða á þessari sjúkrastofnun einni er um 1.200 aðgerðir á ári. Biðtími kvenna í aðgerðirnar er á bilinu 9-12 mánuðir eftir alvarleika. Ekki er fyrirséð að hægt sé að koma þessum aðgerðum fyrir á öðrum heilbrigðisstofnunum, því er ekki hægt að lesa annað út en að ætlunin sé að fresta þessum aðgerðunum um langa hríð. Þetta verður eftirskrift norrænu velferðarríkisstjórnarinnar. Í 12. gr. kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að aðildarríki samningsins skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum á sviði heilsugæslu til þess að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna aðgang að heilsugæsluþjónustu, og sérstaklega skulu aðildarríkin tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu með því að veita ókeypis þjónustu þegar það er nauðsynlegt. Konur eru vanar að bera harm sinn í hljóði og grindarbotnsvandamál eru nú svo sem ekki mál málanna í almennri umræðu. Nú verðum við þingmenn að standa saman um endurskoðun á heilbrigðismálum kvenna í fjárlagagerðinni. Sú aðför sem ríkisstjórnin fer fram með í fjárlagafrumvarpinu að heilsu og atvinnu kvenna er okkur Íslendingum ekki samboðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ísland er aðili að alþjóðasáttmálum er varða heilbrigði og lögbundinn rétt til heilbrigðisþjónustu. Að auki er þessi réttur tryggður í 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika." Þann 21. okt. sl. hélt dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, fyrirlestur í HR. Taldi hún að fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu yrði að taka mið af mannréttindum. Á dögunum var dreift á Alþingi svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum í niðurskurði fjárlaga 2011. Í svarinu kemur fram í töflu 1 að áætluð fækkun starfsmanna á landinu öllu verði 635 í 445 stöðugildum. Hlutfall kvenna af fjölda starfsmanna á heilbrigðisstofnunum er að meðaltali 82%. Því er augljóst að þessi tiltekna aðgerð ríkisstjórnarinnar í fjárlagagerðinni er bein árás á konur og atvinnutækifæri þeirra á landinu öllu. Hver hefði trúað því á heilaga Jóhönnu. Alvarlegi hluti niðurskurðarins sem snýr að konum er þó þessi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að fækka um 96 starfsmenn sem nemur 69 starfsmönnum á St. Jósefsspítala. Það er bein árás að konum, því spítalinn hefur sérhæft sig í grindarbotnsaðgerðum kvenna. Eru þær margvíslegar og misalvarlegar - allt frá þvagleka, hægðaleka og upp í flóknar tæknilegar aðgerðir sem gera þarf á konum eftir erfiðar fæðingar. Fjöldi þessara aðgerða á þessari sjúkrastofnun einni er um 1.200 aðgerðir á ári. Biðtími kvenna í aðgerðirnar er á bilinu 9-12 mánuðir eftir alvarleika. Ekki er fyrirséð að hægt sé að koma þessum aðgerðum fyrir á öðrum heilbrigðisstofnunum, því er ekki hægt að lesa annað út en að ætlunin sé að fresta þessum aðgerðunum um langa hríð. Þetta verður eftirskrift norrænu velferðarríkisstjórnarinnar. Í 12. gr. kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að aðildarríki samningsins skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum á sviði heilsugæslu til þess að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna aðgang að heilsugæsluþjónustu, og sérstaklega skulu aðildarríkin tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu með því að veita ókeypis þjónustu þegar það er nauðsynlegt. Konur eru vanar að bera harm sinn í hljóði og grindarbotnsvandamál eru nú svo sem ekki mál málanna í almennri umræðu. Nú verðum við þingmenn að standa saman um endurskoðun á heilbrigðismálum kvenna í fjárlagagerðinni. Sú aðför sem ríkisstjórnin fer fram með í fjárlagafrumvarpinu að heilsu og atvinnu kvenna er okkur Íslendingum ekki samboðin.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar