Ár réttlætis Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. janúar 2010 06:00 Nú er tæpt ár liðið frá því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá völdum og boðað var til kosninga. Þetta voru söguleg tíðindi. Á tímamótum setjumst við niður og lítum yfir farinn veg en horfum líka fram á veginn. Og þegar litið er yfir síðustu 11 mánuðina sem ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar hefur verið við stjórnvölinn má sjá að margt gott hefur áunnist en mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er rétt að hefjast. Þegar réttlætið nær fram að gangaÍ því ástandi sem ríkt hefur á Íslandi frá því að hrunið skall á okkur af fullum krafti 6. október 2008 er mikilvægt að sjá stóru myndina. Stærsta verkefni samtímans á Íslandi er að tryggja það að réttlætið nái fram að ganga. Þess vegna var eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnar Vinstri-grænna og Samfylkingar að fá til liðs við Íslendinga Evu Joly með alla sína reynslu og þekkingu og af sömu sökum hafa embætti saksóknara verið styrkt. Hrunið leiddi í ljós að mikil gjá hafði myndast milli stjórnvalda og þjóðarinnar. Stjórnvöld voru engu síður en bankarnir orðin firrt. Forsvarsmenn þjóðarinnar litu svo á að alvarleg vandræði bankanna væri ekkert sem góð fréttatilkynning gæti ekki lagað, eða þá blaðamannafundur ef í hart færi. Það sem er alvarlegast er sú vitneskja sem stjórnvöld höfðu en héldu frá almenningi og aðhöfðust ekkert fyrr en allt var orðið um seinan. Hvernig komust við af þessum vonda stað í tilverunni þar sem hver höndin er upp á móti annarri og engin sátt né sáttarvilji virðist vera? Svarið er að það gerist þegar réttlætið nær fram að ganga. Og það tekur tíma. Þjóðin verður að vera þolinmóð en samt verður hún að fylgjast vel með og veita nauðsynlegt aðhald. Ég lít svo á að lykilinn að framtíðinni sé að finna í mennta- og menningarmálaráðuneyti en þar hefur staðið yfir mikil vinna sem varðar mikilvæga þætti í menntun íslensku þjóðarinnar. Frá því síðasta vor hefur verið unnið að því að auka samstarf og gæði á sviði háskóla og rannsókna. Í sambandi við þá vinnu hefur verið skapaður vettvangur fyrir faglega umræðu um háskólastigið með sérstökum málþingum. Þá var nú í nóvember lagt fyrir þingið nýtt frumvarp um framhaldsfræðslu sem verður vonandi að lögum á næstu mánuðum. Þar er sniðinn rammi um hvers kyns fullorðinsfræðslu með áherslu á að gefa sem flestum tækifæri til að bæta menntun sína, öðlast nýja hæfni á vinnumarkaði og verða virkari þegnar í lýðræðissamfélagi. Frumvarpið var unnið í nánu og góðu samstarfi við aðila á vinnumarkaði. Mikilvægasta verkefnið er þó án efa gerð nýrra námskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Fimm grunnþættir í nýjum námskrám, sem allir tengjast alþjóðlegum hugmyndastraumum um skipulag skólastarfs, eru læsi í víðum skilningi, s.s. fjölmiðlalæsi og fjármálalæsi; lýðræði; jafnrétti; menntun til sjálfbærni og skapandi skólastarf. Þegar þing kemur saman að nýju síðar í janúar mun ég mæla fyrir nýju frumvarpi um fjölmiðla. Í því eru kröfur loks samræmdar fyrir alla fjölmiðla, þannig að sömu reglur ná yfir hljóð- og myndmiðla, prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Í því er mælt fyrir um að settar verði reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði, vernd heimildarmanna sem og blaða- og fréttamanna verði aukin og að skipuð verði nefnd til að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði. Á síðasta ári voru einnig stigin tvö mikilvæg skref, hvort á sínu sviði. Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna var hækkuð um 20% sem var tímabært og nauðsynlegt í því ástandi sem ríkir nú í samfélaginu. Hitt stóra skrefið var það að starfslaunum listamanna var fjölgað en listin er nauðsynlegur hluti samfélagsins. Hún er ekki aðeins afþreying, hún er spegill fyrir þjóðina og á sviði listarinnar eru gerðar margar rannsóknir á samfélaginu sem ekki verða gerðar á annan hátt. Fyrir utan þetta samfélagslega mikilvægi er líka ljóst að listirnar leika mikilvægt hlutverk í kynningu þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Réttlæti @Megin-Ol Idag 8,3p :Vonandi verður árið 2010 ár réttlætis. Verkefnin eru óþrjótandi. Mikið uppbyggingarstarf er enn fyrir höndum og mikilvægt er að vanda til verka. Nauðsynlegur hluti þess er að við horfum, hvert fyrir sig, inn á við, og gerum u Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nú er tæpt ár liðið frá því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá völdum og boðað var til kosninga. Þetta voru söguleg tíðindi. Á tímamótum setjumst við niður og lítum yfir farinn veg en horfum líka fram á veginn. Og þegar litið er yfir síðustu 11 mánuðina sem ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar hefur verið við stjórnvölinn má sjá að margt gott hefur áunnist en mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er rétt að hefjast. Þegar réttlætið nær fram að gangaÍ því ástandi sem ríkt hefur á Íslandi frá því að hrunið skall á okkur af fullum krafti 6. október 2008 er mikilvægt að sjá stóru myndina. Stærsta verkefni samtímans á Íslandi er að tryggja það að réttlætið nái fram að ganga. Þess vegna var eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnar Vinstri-grænna og Samfylkingar að fá til liðs við Íslendinga Evu Joly með alla sína reynslu og þekkingu og af sömu sökum hafa embætti saksóknara verið styrkt. Hrunið leiddi í ljós að mikil gjá hafði myndast milli stjórnvalda og þjóðarinnar. Stjórnvöld voru engu síður en bankarnir orðin firrt. Forsvarsmenn þjóðarinnar litu svo á að alvarleg vandræði bankanna væri ekkert sem góð fréttatilkynning gæti ekki lagað, eða þá blaðamannafundur ef í hart færi. Það sem er alvarlegast er sú vitneskja sem stjórnvöld höfðu en héldu frá almenningi og aðhöfðust ekkert fyrr en allt var orðið um seinan. Hvernig komust við af þessum vonda stað í tilverunni þar sem hver höndin er upp á móti annarri og engin sátt né sáttarvilji virðist vera? Svarið er að það gerist þegar réttlætið nær fram að ganga. Og það tekur tíma. Þjóðin verður að vera þolinmóð en samt verður hún að fylgjast vel með og veita nauðsynlegt aðhald. Ég lít svo á að lykilinn að framtíðinni sé að finna í mennta- og menningarmálaráðuneyti en þar hefur staðið yfir mikil vinna sem varðar mikilvæga þætti í menntun íslensku þjóðarinnar. Frá því síðasta vor hefur verið unnið að því að auka samstarf og gæði á sviði háskóla og rannsókna. Í sambandi við þá vinnu hefur verið skapaður vettvangur fyrir faglega umræðu um háskólastigið með sérstökum málþingum. Þá var nú í nóvember lagt fyrir þingið nýtt frumvarp um framhaldsfræðslu sem verður vonandi að lögum á næstu mánuðum. Þar er sniðinn rammi um hvers kyns fullorðinsfræðslu með áherslu á að gefa sem flestum tækifæri til að bæta menntun sína, öðlast nýja hæfni á vinnumarkaði og verða virkari þegnar í lýðræðissamfélagi. Frumvarpið var unnið í nánu og góðu samstarfi við aðila á vinnumarkaði. Mikilvægasta verkefnið er þó án efa gerð nýrra námskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Fimm grunnþættir í nýjum námskrám, sem allir tengjast alþjóðlegum hugmyndastraumum um skipulag skólastarfs, eru læsi í víðum skilningi, s.s. fjölmiðlalæsi og fjármálalæsi; lýðræði; jafnrétti; menntun til sjálfbærni og skapandi skólastarf. Þegar þing kemur saman að nýju síðar í janúar mun ég mæla fyrir nýju frumvarpi um fjölmiðla. Í því eru kröfur loks samræmdar fyrir alla fjölmiðla, þannig að sömu reglur ná yfir hljóð- og myndmiðla, prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Í því er mælt fyrir um að settar verði reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði, vernd heimildarmanna sem og blaða- og fréttamanna verði aukin og að skipuð verði nefnd til að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði. Á síðasta ári voru einnig stigin tvö mikilvæg skref, hvort á sínu sviði. Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna var hækkuð um 20% sem var tímabært og nauðsynlegt í því ástandi sem ríkir nú í samfélaginu. Hitt stóra skrefið var það að starfslaunum listamanna var fjölgað en listin er nauðsynlegur hluti samfélagsins. Hún er ekki aðeins afþreying, hún er spegill fyrir þjóðina og á sviði listarinnar eru gerðar margar rannsóknir á samfélaginu sem ekki verða gerðar á annan hátt. Fyrir utan þetta samfélagslega mikilvægi er líka ljóst að listirnar leika mikilvægt hlutverk í kynningu þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Réttlæti @Megin-Ol Idag 8,3p :Vonandi verður árið 2010 ár réttlætis. Verkefnin eru óþrjótandi. Mikið uppbyggingarstarf er enn fyrir höndum og mikilvægt er að vanda til verka. Nauðsynlegur hluti þess er að við horfum, hvert fyrir sig, inn á við, og gerum u
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun