Umfjöllun: Markalaust hjá Íslandi og Mexíkó Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. mars 2010 23:45 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum. Íslenska liðið hefði átt að nýta mörg föst leikatriði betur en það gerði í kvöld en þrátt fyrir að vera minna með boltann var það síst lakari aðilinn fyrir framan 70.000 áhorfendur á Bank of America leikvangnum. Íslenska liðið náði nokkrum ágætum sóknum í fyrri hálfleiknum en það fór illa með þau fáu tækifæri sem gáfust. Úrslitasendingar voru ónákvæmar og marki Mexíkóa var ekki mikið ógnað. Að sama skapi var landslið Mexíkó arfadapurt og áhugalaust. Ótrúlegt miðað við menn sem voru að spila upp á að komast á HM í sumar. Valur Fannar átti þó í nokkrum vandræðum í hálfleiknum en vann sig svo vel inn í leikinn. Jón Guðni Fjóluson átti besta færi Íslands á lokamínútunni þegar skot hans úr aukaspyrnu var ágætlega varið. Jón átti fínan leik í vörn Íslands. Besta færi Mexíkó var skalli sem fór rétt framhjá markinu. Eitt það skemmtilegasta við leikinn var sjónarspilið þegar skeleggur áhorfandi hljóp inn á völlinn í upphafi síðari hálfleiks. Hann tók á endanum í höndina á einum leikmanni Mexíkó áður en öryggisvörður tæklaði hann niður. Glæsileg tækling þar á ferð, líklega sú besta og grófasta á Bank of America vellinum í kvöld. Áhorfandinn var svo handjárnaður og leiddur skælbrosandi í burtu. Mexíkóar voru öllu meira með boltann en sem fyrr sköpuðu þeir ekki mikið. Eitt skot þeirra sleikti þverslánna og fór yfir en annars voru færin í besta falli hálffæri, fyrir utan skalla sem Gunnleifur varði í uppbótartíma. Kolbeinn, sem var duglegur að láta finna fyrir sér í seinni hálfleiknum, fékk besta færi Íslands. Skot hans úr erfiðri stöðu fór langt yfir markið. Hann átti einnig skot úr aukaspyrnu af álitlegum stað, einnig langt yfir markið. Íslenska liðið hélt boltanum illa innan liðsins og treysti sem fyrr á hröð upphlaup og föst leikatriði, án árangurs. Gott dæmi um það er þegar Steinþór Freyr átti fínan sprett upp allan völlinn og fékk á endanum aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Enn og aftur fór aukaspyrna af álitlegum stað í súginn þegar Bjarni skaut í vegginn. Gunnleifur varði vel í blálok leiksins skalla af stuttu færi en niðurstaðan markalaust jafntefli í hefðbundnum æfingaleik, þar sem enginn vildi meiðast og hraðinn var lítill. Athyglisvert var að Ólafur Jóhannesson notaði aðeins tvær skiptingar í leiknum, báðar rétt fyrir leikslok. Kolbeinn var duglegur í leiknum og Arnór góður. Þá sýndi Steinþór lipra spretti og Gunnleifur var mjög öruggur í markinu.Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson; Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson; Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson; Steinþór Freyr Þorsteinsson (87. Gunnar Örn Jónsson), Jóhann Berg Guðmundsson (83. Atli Guðnason); Kolbeinn Sigþórsson. Íslenski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum. Íslenska liðið hefði átt að nýta mörg föst leikatriði betur en það gerði í kvöld en þrátt fyrir að vera minna með boltann var það síst lakari aðilinn fyrir framan 70.000 áhorfendur á Bank of America leikvangnum. Íslenska liðið náði nokkrum ágætum sóknum í fyrri hálfleiknum en það fór illa með þau fáu tækifæri sem gáfust. Úrslitasendingar voru ónákvæmar og marki Mexíkóa var ekki mikið ógnað. Að sama skapi var landslið Mexíkó arfadapurt og áhugalaust. Ótrúlegt miðað við menn sem voru að spila upp á að komast á HM í sumar. Valur Fannar átti þó í nokkrum vandræðum í hálfleiknum en vann sig svo vel inn í leikinn. Jón Guðni Fjóluson átti besta færi Íslands á lokamínútunni þegar skot hans úr aukaspyrnu var ágætlega varið. Jón átti fínan leik í vörn Íslands. Besta færi Mexíkó var skalli sem fór rétt framhjá markinu. Eitt það skemmtilegasta við leikinn var sjónarspilið þegar skeleggur áhorfandi hljóp inn á völlinn í upphafi síðari hálfleiks. Hann tók á endanum í höndina á einum leikmanni Mexíkó áður en öryggisvörður tæklaði hann niður. Glæsileg tækling þar á ferð, líklega sú besta og grófasta á Bank of America vellinum í kvöld. Áhorfandinn var svo handjárnaður og leiddur skælbrosandi í burtu. Mexíkóar voru öllu meira með boltann en sem fyrr sköpuðu þeir ekki mikið. Eitt skot þeirra sleikti þverslánna og fór yfir en annars voru færin í besta falli hálffæri, fyrir utan skalla sem Gunnleifur varði í uppbótartíma. Kolbeinn, sem var duglegur að láta finna fyrir sér í seinni hálfleiknum, fékk besta færi Íslands. Skot hans úr erfiðri stöðu fór langt yfir markið. Hann átti einnig skot úr aukaspyrnu af álitlegum stað, einnig langt yfir markið. Íslenska liðið hélt boltanum illa innan liðsins og treysti sem fyrr á hröð upphlaup og föst leikatriði, án árangurs. Gott dæmi um það er þegar Steinþór Freyr átti fínan sprett upp allan völlinn og fékk á endanum aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Enn og aftur fór aukaspyrna af álitlegum stað í súginn þegar Bjarni skaut í vegginn. Gunnleifur varði vel í blálok leiksins skalla af stuttu færi en niðurstaðan markalaust jafntefli í hefðbundnum æfingaleik, þar sem enginn vildi meiðast og hraðinn var lítill. Athyglisvert var að Ólafur Jóhannesson notaði aðeins tvær skiptingar í leiknum, báðar rétt fyrir leikslok. Kolbeinn var duglegur í leiknum og Arnór góður. Þá sýndi Steinþór lipra spretti og Gunnleifur var mjög öruggur í markinu.Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson; Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson; Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson; Steinþór Freyr Þorsteinsson (87. Gunnar Örn Jónsson), Jóhann Berg Guðmundsson (83. Atli Guðnason); Kolbeinn Sigþórsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira