Landnám ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2010 06:00 Evrópuandstæðingar láta að því liggja að ESB framfylgi útþenslustefnu. Þetta er ekki einungis alrangt heldur byggir á grundvallarmisskilningi á eðli og tilgangi Evrópusamvinnunnar. Fernt skiptir hér mestu. Í fyrsta lagi þá hefur í samvinnu þjóðríkjanna innan ESB frá upphafi frekar verið horft innávið en útávið enda til sambandsins stofnað til að stuðla að betri kjörum og velferð íbúa aðildarríkjanna. Uppbygging hins sameiginlega innri markaðar hefur haft forgang. Ríkin hafa einnig brugðist við nýjum straumum og stefnum í Evrópu til dæmis með því að vinna sameiginlega að umhverfis- og náttúruvernd, bæta stöðu launafólks á sameiginlegum vinnumarkaði og styrkja menningu og menntun. Í öðru lagi hafa flest aðildarríki sambandsins og þar af leiðandi sambandið sjálft verið frekar treg til að veita nýjum ríkjum inngöngu. Það tók Bretland, Danmörku og Írland tólf ár að fá aðild að sambandinu. Ríki ESB tóku Grikki, Spánverja og Portúgala upp á arma sína, frekar nauðug en viljug, eftir að einræðisstjórnir innan þessara ríkja hrökkluðust frá völdum. Nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu knúðu strax dyra og ríki ESB sáu sér ekki annað fært en að veita þeim inngöngu, 15 árum eftir fall múrsins, í nafni lýðræðis og bættra kjara þessa nánu nágranna. Í þriðja lagi byggir hugmyndin að Evrópusamvinnunni á vilja ríkjanna sjálfra til að vinna saman. Það er hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún tekur þátt eða ekki. Til að fá inngöngu þurfa ríki að byggja á grunngildum Evrópuhugsjónarinnar, þ.e. friðsamlegum samskiptum, lýðræði, mannréttindum, frjálsu markaðshagkerfi og skilvirkri og gegnsærri stjórnsýslu. Það er ekki sjálfgefið að fá inngöngu. Í fjórða lagi, þegar ríki gengur í sambandið heldur það að sjálfsögðu áfram, rétt eins og áður, að vinna að hagsmunum sínum. Aðildarríki ESB ráða för. Þau taka sameiginlega ákvarðanir sem síðan er framfylgt af sambandinu. Í þessu samhengi má benda á þá mikilvægu staðreynd að Ísland á í aðildarviðræðum við tuttugu og sjö ríki sambandsins. Hvert og eitt þeirra hefur neitunarvald í viðræðunum. Þetta sýnir styrk þjóðríkjanna. Þau hafa flest hver takmarkaðan áhuga á inngöngu nýrra ríkja þar sem þau horfa fyrst og fremst á eigin hagmuni innan sambandsins. Svo mun einnig verða um Ísland fái það inngöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Evrópuandstæðingar láta að því liggja að ESB framfylgi útþenslustefnu. Þetta er ekki einungis alrangt heldur byggir á grundvallarmisskilningi á eðli og tilgangi Evrópusamvinnunnar. Fernt skiptir hér mestu. Í fyrsta lagi þá hefur í samvinnu þjóðríkjanna innan ESB frá upphafi frekar verið horft innávið en útávið enda til sambandsins stofnað til að stuðla að betri kjörum og velferð íbúa aðildarríkjanna. Uppbygging hins sameiginlega innri markaðar hefur haft forgang. Ríkin hafa einnig brugðist við nýjum straumum og stefnum í Evrópu til dæmis með því að vinna sameiginlega að umhverfis- og náttúruvernd, bæta stöðu launafólks á sameiginlegum vinnumarkaði og styrkja menningu og menntun. Í öðru lagi hafa flest aðildarríki sambandsins og þar af leiðandi sambandið sjálft verið frekar treg til að veita nýjum ríkjum inngöngu. Það tók Bretland, Danmörku og Írland tólf ár að fá aðild að sambandinu. Ríki ESB tóku Grikki, Spánverja og Portúgala upp á arma sína, frekar nauðug en viljug, eftir að einræðisstjórnir innan þessara ríkja hrökkluðust frá völdum. Nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu knúðu strax dyra og ríki ESB sáu sér ekki annað fært en að veita þeim inngöngu, 15 árum eftir fall múrsins, í nafni lýðræðis og bættra kjara þessa nánu nágranna. Í þriðja lagi byggir hugmyndin að Evrópusamvinnunni á vilja ríkjanna sjálfra til að vinna saman. Það er hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún tekur þátt eða ekki. Til að fá inngöngu þurfa ríki að byggja á grunngildum Evrópuhugsjónarinnar, þ.e. friðsamlegum samskiptum, lýðræði, mannréttindum, frjálsu markaðshagkerfi og skilvirkri og gegnsærri stjórnsýslu. Það er ekki sjálfgefið að fá inngöngu. Í fjórða lagi, þegar ríki gengur í sambandið heldur það að sjálfsögðu áfram, rétt eins og áður, að vinna að hagsmunum sínum. Aðildarríki ESB ráða för. Þau taka sameiginlega ákvarðanir sem síðan er framfylgt af sambandinu. Í þessu samhengi má benda á þá mikilvægu staðreynd að Ísland á í aðildarviðræðum við tuttugu og sjö ríki sambandsins. Hvert og eitt þeirra hefur neitunarvald í viðræðunum. Þetta sýnir styrk þjóðríkjanna. Þau hafa flest hver takmarkaðan áhuga á inngöngu nýrra ríkja þar sem þau horfa fyrst og fremst á eigin hagmuni innan sambandsins. Svo mun einnig verða um Ísland fái það inngöngu.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun