Útrýming fátæktar krefst langtímaaðgerða 29. október 2010 06:00 Oktavía Guðmundsdóttir og Vilborg Oddsdóttir skrifa: Evrópusambandið hefur tileinkað árinu 2010 baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ástæðan er að 17% eða um 80 milljónir íbúa ESB landa eru nú með tekjur undir því sem kallast afstæð fátæktarmörk, þ.e. eru lægri en 60% af meðaltekjum. Fyrir þá, sem eru í þessari stöðu, eru þetta ekki bara tölur á blaði heldur miskunnarlaus veruleiki, sem hefur áhrif á uppvaxtarskilyrði barna, húsnæði, heilsu, menntun og stjórn á eigin lífi. Metnaður ESB var að draga úr fátæktinni og einangruninni á þeim áratug sem nú er að ljúka, en veruleikinn er allt annar. Fátæktin hefur aukist, og það á einnig við um Norðurlöndin. Svona ætti þetta að sjálfsögðu ekki að vera, þar sem byrjunarstaða Norðurlanda var góð. Norræna velferðarkerfið hefur fyrst og fremst stuðlað að jöfnuði í samfélaginu með tiltölulega lítilli fátækt, en líkanið felur einnig í sér aðra þætti sem skapa skilyrði fyrir betra lífi og velferð. Má þar nefna góða heilsu, hátt menntunarstig, lítið atvinnuleysi o.s.frv. Í Evrópu er oft litið á norræna líkanið sem fyrirmynd í vinnu við að móta evrópskt félagslegt líkan. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi. Því miður stefnir nú þróunin niður á við, atvinnuleysi og fátækt eykst. Hér er ekki aðeins um afleiðingar fjármálakreppunnar að ræða, heldur einnig það að við höfum sagt skilið við grunnþátt norræna líkansins, þ.e. að verja samfélagslegan jöfnuð þar sem allir fá tækifæri til að lífa góðu lífi með öruggar tekjur. Ójöfnuðurinn í tekjum og lífskjörum eykst hratt í löndum okkar þó að nýjustu rannsóknir sýni að það er einmitt jöfnuðurinn sem ræður hvað mestu um hvernig land stendur sig í mælingum á ýmsum velferðarþáttum svo sem menntun, lífslíkum, glæpatíðni, heilbrigði, öryggi, fátækt o.fl. Gagnvart þegnum sínum og umheiminum, bera Norðurlöndin mikla ábyrgð á því að nýta þær hagstæðu forsendur sem þau hafa til að vera áfram fyrirmynd hvernig hægt er að byggja upp samfélag þar sem ríkir jöfnuður og fátækt er lítil. Til að gera það er mikilvægt að standa vörð um grunnþætti norrænnar velferðarstefnu og að sýna það á ýmsan hátt í verki, að við samþykkjum ekki fátækt. Við höfum bæði vilja og getu til að berjast gegn henni. Fátækt er margslungið vandamál sem á rætur að rekja til margra, oft samverkandi þátta. Baráttuna gegn fátækt verður því að heyja á mörgum vígstöðvum samtímis. Félagsleg heildarsýn og viðeigandi lágmarksframfærsla og lágmarkslaun eru mikilvægir þættir í baráttunni. Útrýming fátæktar er langtímaverkefni. Þess vegna æskjum við þess að þetta umrædda átak, Evrópuár um fátækt og félagslega einangrun 2010 verði framlengt. Ísland þyrfti að setja saman eigin langtímaáætlun um baráttuna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Þessar áætlanir eiga áfram að gera frjálsum félagasamtökum og öðrum, sem koma að þessum málum, kleift að fá stuðning við starfsemi sem miðar að því að gera þessi mál sýnileg og tala máli þeirra sem minna mega sín. Einnig þarf að sinna frumkvöðlastarfsemi og rannsóknum. Sýnið vilja, sýnið getu, stöðvið fátæktina! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Oktavía Guðmundsdóttir og Vilborg Oddsdóttir skrifa: Evrópusambandið hefur tileinkað árinu 2010 baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ástæðan er að 17% eða um 80 milljónir íbúa ESB landa eru nú með tekjur undir því sem kallast afstæð fátæktarmörk, þ.e. eru lægri en 60% af meðaltekjum. Fyrir þá, sem eru í þessari stöðu, eru þetta ekki bara tölur á blaði heldur miskunnarlaus veruleiki, sem hefur áhrif á uppvaxtarskilyrði barna, húsnæði, heilsu, menntun og stjórn á eigin lífi. Metnaður ESB var að draga úr fátæktinni og einangruninni á þeim áratug sem nú er að ljúka, en veruleikinn er allt annar. Fátæktin hefur aukist, og það á einnig við um Norðurlöndin. Svona ætti þetta að sjálfsögðu ekki að vera, þar sem byrjunarstaða Norðurlanda var góð. Norræna velferðarkerfið hefur fyrst og fremst stuðlað að jöfnuði í samfélaginu með tiltölulega lítilli fátækt, en líkanið felur einnig í sér aðra þætti sem skapa skilyrði fyrir betra lífi og velferð. Má þar nefna góða heilsu, hátt menntunarstig, lítið atvinnuleysi o.s.frv. Í Evrópu er oft litið á norræna líkanið sem fyrirmynd í vinnu við að móta evrópskt félagslegt líkan. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi. Því miður stefnir nú þróunin niður á við, atvinnuleysi og fátækt eykst. Hér er ekki aðeins um afleiðingar fjármálakreppunnar að ræða, heldur einnig það að við höfum sagt skilið við grunnþátt norræna líkansins, þ.e. að verja samfélagslegan jöfnuð þar sem allir fá tækifæri til að lífa góðu lífi með öruggar tekjur. Ójöfnuðurinn í tekjum og lífskjörum eykst hratt í löndum okkar þó að nýjustu rannsóknir sýni að það er einmitt jöfnuðurinn sem ræður hvað mestu um hvernig land stendur sig í mælingum á ýmsum velferðarþáttum svo sem menntun, lífslíkum, glæpatíðni, heilbrigði, öryggi, fátækt o.fl. Gagnvart þegnum sínum og umheiminum, bera Norðurlöndin mikla ábyrgð á því að nýta þær hagstæðu forsendur sem þau hafa til að vera áfram fyrirmynd hvernig hægt er að byggja upp samfélag þar sem ríkir jöfnuður og fátækt er lítil. Til að gera það er mikilvægt að standa vörð um grunnþætti norrænnar velferðarstefnu og að sýna það á ýmsan hátt í verki, að við samþykkjum ekki fátækt. Við höfum bæði vilja og getu til að berjast gegn henni. Fátækt er margslungið vandamál sem á rætur að rekja til margra, oft samverkandi þátta. Baráttuna gegn fátækt verður því að heyja á mörgum vígstöðvum samtímis. Félagsleg heildarsýn og viðeigandi lágmarksframfærsla og lágmarkslaun eru mikilvægir þættir í baráttunni. Útrýming fátæktar er langtímaverkefni. Þess vegna æskjum við þess að þetta umrædda átak, Evrópuár um fátækt og félagslega einangrun 2010 verði framlengt. Ísland þyrfti að setja saman eigin langtímaáætlun um baráttuna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Þessar áætlanir eiga áfram að gera frjálsum félagasamtökum og öðrum, sem koma að þessum málum, kleift að fá stuðning við starfsemi sem miðar að því að gera þessi mál sýnileg og tala máli þeirra sem minna mega sín. Einnig þarf að sinna frumkvöðlastarfsemi og rannsóknum. Sýnið vilja, sýnið getu, stöðvið fátæktina!
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun